Umræða fréttir
Samþykkt Þjóðminjaráðs frá 15. ágúst
Læknafélag Íslands hefur tekiÐ ákvörðun um að afhenda Þjóðminjasafni Íslands húseignina að Bygggörðum 7 á Seltjarnarnesi, sem keypt var fyrir erfðafé prófessors Jóns Steffensen. Læknafélaginu var falið að verja erfðafénu til hagsbóta fyrir Nesstofusafn og hefur nú fest kaup á þessu framtíðarþjónustuhúsnæði fyrir safnið.
Auk húseignarinnar mun Læknafélag Íslands leggja fram það sem eftir er af erfðafé prófessors Jóns Steffensen, þ.e. 10 milljón krónur auk 2 milljóna króna gjafar frá félaginu sjálfu. Það fé verður nýtt til endurbóta á húsnæðinu.
Með þessu hefur verið stigið mikilvægt skref í að tryggja varðveislu muna Nesstofusafns, en ástand núverandi geymsluhúsnæðis og starfsaðstaða þess eru mjög bágborin og nýja húsnæðið því afar kærkomið.
Þjóðminjaráð fagnar því að Nesstofa fái hér að gjöf húsnæðið að Bygggörðum 7, sem nýtast mun sem geymsluhúsnæði og starfsaðstaða fyrir Nesstofusafn. Þjóðminjaráð mun beita sér fyrir því að unnt verði að ljúka endurbótum á húsnæðinu sem fyrst.
Hér með er þakkað fyrir hina höfðinglegu gjöf og mikilvægan stuðning við Nesstofusafn og Þjóðminjasafn Íslands.
Auk húseignarinnar mun Læknafélag Íslands leggja fram það sem eftir er af erfðafé prófessors Jóns Steffensen, þ.e. 10 milljón krónur auk 2 milljóna króna gjafar frá félaginu sjálfu. Það fé verður nýtt til endurbóta á húsnæðinu.
Með þessu hefur verið stigið mikilvægt skref í að tryggja varðveislu muna Nesstofusafns, en ástand núverandi geymsluhúsnæðis og starfsaðstaða þess eru mjög bágborin og nýja húsnæðið því afar kærkomið.
Þjóðminjaráð fagnar því að Nesstofa fái hér að gjöf húsnæðið að Bygggörðum 7, sem nýtast mun sem geymsluhúsnæði og starfsaðstaða fyrir Nesstofusafn. Þjóðminjaráð mun beita sér fyrir því að unnt verði að ljúka endurbótum á húsnæðinu sem fyrst.
Hér með er þakkað fyrir hina höfðinglegu gjöf og mikilvægan stuðning við Nesstofusafn og Þjóðminjasafn Íslands.