Umræða fréttir
Tæpitungulaust: Hugleiðingar um gæðastjórnun
Í upphafi gæðastjórnunarvakningarinnar gekk sá sem þetta ritar, þá formaður læknaráðs Landspítalans, ásamt þáverandi forstjóra Ríkisspítalanna á fund forstjóra Eimskipafélags Íslands til að fræðast um það hvernig hann stjórnaði fyrirtæki sínu. Eimskipafélagið var og er enn eitt af stærstu fyrirtækjum landsins og hefur haft á sér orð fyrir að vera vel stjórnað, meðal annars hefur það skilað eigendum sínum nokkuð árvissum arði. Hið sama var tæpast hægt að segja um fyrirtækið Ríkisspítalar. Það var og er rekið með stöðugt vaxandi halla, sem leggst þyngra og þyngra á þreyttar herðar fjármála- og heilbrigðisráðherra landsins og hvað stjórnunina varðar getur á stundum verið erfitt að átta sig á því hver stjórnar hverju og hverjum.
Á þessum fundi sannfærðist höfundurinn um það að fyrirtæki og fyrirtæki er ekki eitt og hið sama og að stjórnun og stjórnun eiga ekkert sameiginlegt nema nafnið svo og að stjórnun, hverju sem stjórnað er, er annaðhvort góð eða vond og skiptir þá mestu máli að stjórnendurnir viti hverju þeir eru að stjórna og hvert sé markmiðið með stjórnuninni. Það er aðal góðrar stjórnunar og feluský eins og gæði breyta þar engu um. Minningin um þennan fund varð tilefni þessarar greinar vegna þess að þáttaskil eru nú í báðum fyrirtækjunum og það er fróðlegt að skoða hvernig ráðamen fyrirtækjanna hafa brugðist við þessum þáttaskilum ef af því mætti draga einhvern lærdóm.
Á liðnu vori voru tvö stærstu fyrirtæki landsins í heilbrigðisþjónustu sameinuð og heita nú löngu og óþjálu nafni Landspítali Íslands háskólasjúkrahús í Fossvogi og/eða við Hringbraut. Um réttmæti þessar aðgerðar er deilt og verður deilt um ókomin ár. Hún verður, að minnsta kosti ekki réttlætt með hinu margtuggna hugtaki "frjáls samkeppni", sem stærsti stjórnmálaflokkur landsins og ráðandi stjórnarflokkur, telur sitt evangelium.
En skoðum "fyrirtækin" aðeins nánar. Annars vegar var fyrirtæki sem hefur það hlutverk að stunda flutningastarfsemi og viðskipti sem henni tengjast. Forstjórinn var sérfræðingur um slíka starfsemi og hafði við hlið sér aðra sérfræðinga tengda starfseminni. Hlutverk forstjórans er að reka fyrirtækið með því markmiði að veita viðskiptavinum viðunandi þjónustu og skila eigendunum viðunandi arði. Í skjóli sérþekkingar sinnar og samstarfmanna getur hann valið starfsmenn og hann hefur líka vald og þekkingu til að reka þá eða færa til innan fyrirtækisins eftir þörfum. Auk þessa getur hann lagt niður eða dregið úr starfsemi sem ekki skilar viðunandi arði.
Hins vegar var "fyrirtæki", sem hefur að markmiði að veita sjúkum og særðum mjög sérhæfða þjónustu . Þjónustu sem þjóðfélagið er skyldugt til, lögum samkvæmt að veita þegnum sínum, eftir þörfum, (þetta var áður en kostnaðarvitundin var innleidd sem þáttur í heilbrigðisþjónustunni) og ber ekki að skila öðrum arði en betra lífi fyrir einstaklinginn. Forstjóri þessa "fyrirtækis" þá var verkfræðingur, sem hafði að vísu aflað sér þekkingar á rekstri sjúkrastofnana en þekkti ekki sjúklinga og vissi ekkert um læknisfræði. Hann var því algerlega háður ráðleggingum starfsmanna "fyrirtækisins" um stjórnun annarra þátta starfseminnar en þeirra sem lutu að fjárhagslegum rekstri, og þó ekki því yfirmaður hans um þann þátt var heilbrigðisráðherra, og yfir honum fjármálaráðherra sem hvorugur hafði snefil af þekkingu á rekstri "fyrirtækisins".
Sú kenning að læknar geti ekki stjórnað sjúkrastofnunum er nú orðin nokkurra áratuga gömul. Höfundur hefur aldrei fundið frambærileg rök fyrir kenningunni og fundist hún álíka gáfuleg og að verkfræðingar ættu ekki að stjórna vegagerð eða byggingaframkvæmdum eða kennaramenntaðir menn skólum. Sök okkar læknanna liggur í því að alltof margir hafa trúað kenningunni og fyrir bragðið er stjórn heilbrigðiskerfisins ormétin af valdafíklum með litla eða enga þekkingu á lækningum eða læknisfræði.
En snúum okkur aftur að tímamótunum. Framundan eru forstjóraskipti hjá Eimskipafélaginu og þegar hefur nýr forstjóri verið ráðinn. Sá er hagfræðingur að mennt, sérmenntaður í rekstrarhagfræði og hefur stjórnað einu stærsta sveitarfélagi landsins um árabil og farist það vel úr hendi. Að flestra dómi réttur maður á réttum stað þó sumir hafi fundið pólitíska lykt af ráðningunni.
Áður en Landspítalinn og Borgarspítalinn voru sameinaðir hafði stjórnun Landspítalans rekið á reiðanum í nokkur ár. Eftir sameininguna var ráðinn forstjóri, sem er mætur hagfræðingur og embættismaður en ekki er vitað að hann hafi komið nálægt heilbrigðisstofnunum eða lækningum. Um svipað leyti var ráðinn nýr formaður stjórnarnefndar Ríkisspítalanna, nú háskólaspítala við Hringbraut og í Fossvogi, fyrrum sveitarstjóri í þorpi úti á landi sem ekki er vitað til að hafi nokkurn tímann komið nálægt heilbrigðismálum. Þannig hefur það verið um árabil að enginn af æðstu stjórnendum stærstu sjúkrastofnana landsins hefur verið læknismenntaður og við sameininguna hefur það ekki breyst.
Sé það gæðastjórnun að stofnunum sé stjórnað af fólki, sem hefur litla eða enga þekkingu á hlutverki og markmiðum stofnunarinnar, er það niðurstaða höfundar að gæði þurfa ekki endilega að vera góð.
Á þessum fundi sannfærðist höfundurinn um það að fyrirtæki og fyrirtæki er ekki eitt og hið sama og að stjórnun og stjórnun eiga ekkert sameiginlegt nema nafnið svo og að stjórnun, hverju sem stjórnað er, er annaðhvort góð eða vond og skiptir þá mestu máli að stjórnendurnir viti hverju þeir eru að stjórna og hvert sé markmiðið með stjórnuninni. Það er aðal góðrar stjórnunar og feluský eins og gæði breyta þar engu um. Minningin um þennan fund varð tilefni þessarar greinar vegna þess að þáttaskil eru nú í báðum fyrirtækjunum og það er fróðlegt að skoða hvernig ráðamen fyrirtækjanna hafa brugðist við þessum þáttaskilum ef af því mætti draga einhvern lærdóm.
Á liðnu vori voru tvö stærstu fyrirtæki landsins í heilbrigðisþjónustu sameinuð og heita nú löngu og óþjálu nafni Landspítali Íslands háskólasjúkrahús í Fossvogi og/eða við Hringbraut. Um réttmæti þessar aðgerðar er deilt og verður deilt um ókomin ár. Hún verður, að minnsta kosti ekki réttlætt með hinu margtuggna hugtaki "frjáls samkeppni", sem stærsti stjórnmálaflokkur landsins og ráðandi stjórnarflokkur, telur sitt evangelium.
En skoðum "fyrirtækin" aðeins nánar. Annars vegar var fyrirtæki sem hefur það hlutverk að stunda flutningastarfsemi og viðskipti sem henni tengjast. Forstjórinn var sérfræðingur um slíka starfsemi og hafði við hlið sér aðra sérfræðinga tengda starfseminni. Hlutverk forstjórans er að reka fyrirtækið með því markmiði að veita viðskiptavinum viðunandi þjónustu og skila eigendunum viðunandi arði. Í skjóli sérþekkingar sinnar og samstarfmanna getur hann valið starfsmenn og hann hefur líka vald og þekkingu til að reka þá eða færa til innan fyrirtækisins eftir þörfum. Auk þessa getur hann lagt niður eða dregið úr starfsemi sem ekki skilar viðunandi arði.
Hins vegar var "fyrirtæki", sem hefur að markmiði að veita sjúkum og særðum mjög sérhæfða þjónustu . Þjónustu sem þjóðfélagið er skyldugt til, lögum samkvæmt að veita þegnum sínum, eftir þörfum, (þetta var áður en kostnaðarvitundin var innleidd sem þáttur í heilbrigðisþjónustunni) og ber ekki að skila öðrum arði en betra lífi fyrir einstaklinginn. Forstjóri þessa "fyrirtækis" þá var verkfræðingur, sem hafði að vísu aflað sér þekkingar á rekstri sjúkrastofnana en þekkti ekki sjúklinga og vissi ekkert um læknisfræði. Hann var því algerlega háður ráðleggingum starfsmanna "fyrirtækisins" um stjórnun annarra þátta starfseminnar en þeirra sem lutu að fjárhagslegum rekstri, og þó ekki því yfirmaður hans um þann þátt var heilbrigðisráðherra, og yfir honum fjármálaráðherra sem hvorugur hafði snefil af þekkingu á rekstri "fyrirtækisins".
Sú kenning að læknar geti ekki stjórnað sjúkrastofnunum er nú orðin nokkurra áratuga gömul. Höfundur hefur aldrei fundið frambærileg rök fyrir kenningunni og fundist hún álíka gáfuleg og að verkfræðingar ættu ekki að stjórna vegagerð eða byggingaframkvæmdum eða kennaramenntaðir menn skólum. Sök okkar læknanna liggur í því að alltof margir hafa trúað kenningunni og fyrir bragðið er stjórn heilbrigðiskerfisins ormétin af valdafíklum með litla eða enga þekkingu á lækningum eða læknisfræði.
En snúum okkur aftur að tímamótunum. Framundan eru forstjóraskipti hjá Eimskipafélaginu og þegar hefur nýr forstjóri verið ráðinn. Sá er hagfræðingur að mennt, sérmenntaður í rekstrarhagfræði og hefur stjórnað einu stærsta sveitarfélagi landsins um árabil og farist það vel úr hendi. Að flestra dómi réttur maður á réttum stað þó sumir hafi fundið pólitíska lykt af ráðningunni.
Áður en Landspítalinn og Borgarspítalinn voru sameinaðir hafði stjórnun Landspítalans rekið á reiðanum í nokkur ár. Eftir sameininguna var ráðinn forstjóri, sem er mætur hagfræðingur og embættismaður en ekki er vitað að hann hafi komið nálægt heilbrigðisstofnunum eða lækningum. Um svipað leyti var ráðinn nýr formaður stjórnarnefndar Ríkisspítalanna, nú háskólaspítala við Hringbraut og í Fossvogi, fyrrum sveitarstjóri í þorpi úti á landi sem ekki er vitað til að hafi nokkurn tímann komið nálægt heilbrigðismálum. Þannig hefur það verið um árabil að enginn af æðstu stjórnendum stærstu sjúkrastofnana landsins hefur verið læknismenntaður og við sameininguna hefur það ekki breyst.
Sé það gæðastjórnun að stofnunum sé stjórnað af fólki, sem hefur litla eða enga þekkingu á hlutverki og markmiðum stofnunarinnar, er það niðurstaða höfundar að gæði þurfa ekki endilega að vera góð.