Umræða fréttir
Íðorðasafn Lækna 123. Follow-up time
Laufey Steingrímsdóttir, næringarfræðingur, bað um álit á íslensku heitunum fylgitími og eftirfylgnitími til að tákna follow-up time. Undirrituðum leist betur á það fyrra, en gæta þarf þess að aðrar samsetningar lýsingarorðsins follow-up séu þýddar á lipran og sambærilegan hátt, svo sem follow-up care, follow-up contact, follow-up examination, follow-up measure, follow-up study og follow-up treatment. Þá þarf einnig að gæta þess að færa ekki hina miklu nafnorðanotkun enskunnar beint yfir í íslensku, en follow-up er oft notað sem nafnorð þegar samhengið er augljóst.
Ensk-íslensk orðabók Arnar og Örlygs birtir skýringar á nafnorðinu follow-up: 1. hvers kyns aðgerð í þeim tilgangi að fylgja tilteknu málefni eftir (bréf, heimsókn o.þ.u.l.); árétting. 2. (í læknisfræði) eftirmeðferð, reglulegt eftirlit með sjúklingi eftir aðgerð eða aðra læknismeðferð. Skýringar á sagnorðinu to follow-up má finna í hinni miklu orðabók Websters: a. að fylgja e-u eftir vandlega og af þrautseigju. b. að auka áhrif e-s með frekari aðgerð. c. að fylgja e-u eftir þar til lausn eða niðurstaða fæst. Íðorðasafn lækna birtir hvorki nafnorðið, sagnorðið né neina af ofangreindum samsetningum. Í læknisfræðiorðabók Stedmans má finna samsetninguna follow-up study: rannsókn þar sem fólki, sem orðið hefur fyrir áhættuþætti eða fengið ákveðna fyrirbyggjandi eða læknandi meðferð, er fylgt eftir um tíma eða með millibili til að ákvarða um afleiðingar eða árangur.
Sé lýsingarorðið follow-up þýtt með forliðnum fylgi- á íslensku, geta ofangreindar samsetningar fengið íslensk heiti þannig: follow-up care verði fylgiumönnun, follow-up contact verði fylgisamband, follow-up examination verði fylgiskoðun, follow-up measure verði fylgiráðstöfun, follow-up study verði fylgirannsókn og follow-up treatment verði fylgimeðferð. Gaman væri nú að fá viðbrögð lesenda.
Tvær tillögur
Auðbergur Jónsson, læknir, sendi bréf frá Egilsstöðum og fannst að vonum lítil "reisn" yfir þýðingartillögum undirritaðs í 122. pistli á samsetningunni ascending infection. Hann gengur beint til verks og stingur upp á að íslenska heitið verði einfaldlega sýking neðan frá, "þó vitanlega sé það ekki jafn þráðbein þýðing". Hafi hann bestu þakkir fyrir. Vilja fleiri leggja orð í belg?
Þá sendi Jón Steinar Jónsson, læknir, tölvupóst með tillögu að þýðingu á heitinu atopy (sjá 120. pistil, Læknablaðið 2000; 86: 207). Hann leggur til að íslenska heitið verði auðnæmi. Þetta er lipurt og laglegt heiti. Um sjúklinga sem auðveldlega fá ofnæmi (hafa ofnæmishneigð) má segja að þeir séu auðnæmir.
Pouch
Tryggvi Stefánsson, skurðlæknir, hringdi og var ekki sáttur við þýðingu Íðorðasafns lækna á enska orðinu pouch = kvos. Undirrituðum tókst síðan að finna orðið á þremur stöðum í safninu: pouch of Douglas = endaþarms- og legkvos, blind pouch (cul-de-sac) = blindpoki og branchial pouch (visceral pouch) = tálknpoki. Allar þessar þýðingar getur Tryggvi reyndar sætt sig við, en hann var að fást við að koma íslensku heiti á tilbúinn endaþarm, sem á ensku nefnist ýmist ileal pouch eða ileo-anal pouch. Fyrirbærið er búið til með sérstakri skurðaðgerð, þegar ristillinn hefur verið fjarlægður, til þess að mynda hægðageymi ofan við endaþarmsopið. Bein þýðing samkvæmt Íðorðasafninu gæti verið dausgarnar- og bakraufarpoki eða dausgarnar- og endaþarmsopspoki. Orðið kvos merkir dæld, dalverpi eða bolli og kemur því ekki til greina í þessu sambandi.
Samkvæmt frásögn Tryggva getur verið um nokkrar mismunandi útlitstegundir tenginga að ræða (J-pouch, S-pouch, H-pouch) og því mjög erfitt að finna eitt heiti sem lýsir útliti fyrirbærisins nákvæmlega. Hægðageymir er hins vegar heiti sem lýsir vel hinu starfræna hlutverki. Á sænsku mun heitið vera bäcken reservoir. Bäcken merkir mjaðmagrind og reservoir er geymir, þró, hylki, ílát, birgðir eða forði.
Það er skoðun undirritaðs að lausnin felist í því að sætta sig við þýðingu Íðorðasafnsins, pouch = poki, og nota það í ofangreindum samsetningunum, en að eiga einnig á takteinum heitið hægðageymir þegar lýsa þarf starfsemi eða hlutverki. Vera má að orðið posi geti einnig komið til greina, vegna hljóðlíkingar við pouch, en það er notað í vefja- og líffæraheitunum um sacculus á sama hátt og poki er notað um saccus. Annað mál er svo sú staðreynd að heitin ásgörn = jejunum og dausgörn = ileum hafa átt mjög erfitt uppdráttar hjá íslenskum læknum.
Ásgeir Blöndal, læknir á Húsavík, tók saman bókina Líkams- og heilsufræði og gaf út árið 1924. Þar segir meðal annars:
"Vjelindið gengur neðst úr kokinu, aftan barkans, niður með hryggnum, gegnum þindina og niður í efra magaop."
"Maginn er allstór poki, sem liggur fyrir neðan þindina undir vinstra síðu-barði, gengur þaðan niður á við til hægri, er víðastur ofan til, en mjókkar, er dregur niður að neðra magaopi."
"Skeifugörnin tekur við neðan magans, og er hún stuttur skeifuboginn garnarspotti, sem liggur utan um hægri enda briskirtilsins."
"Blágirnið er mestur hluti garnanna (um 5 metra langt), sem liggja í mörgum bugðum og fylla kviðarholið, ..."
"Langinn. Hann er miklu gildari og liggur í stórri lykkju, fyrst upp með hægri síðu, upp að lifur, síðan þvert yfir kviðinn, neðan bringspala, út að vinstri síðu; þaðan niður vinstra megin, niður að mjaðmagrind. Þar sem langinn byrjar, er nokkur hæll niður á við - langabotninn. Út úr honum gengur lítill, blindur garnastúfur - botnlanginn."
"Endagörnin tekur við af langanum."
Ensk-íslensk orðabók Arnar og Örlygs birtir skýringar á nafnorðinu follow-up: 1. hvers kyns aðgerð í þeim tilgangi að fylgja tilteknu málefni eftir (bréf, heimsókn o.þ.u.l.); árétting. 2. (í læknisfræði) eftirmeðferð, reglulegt eftirlit með sjúklingi eftir aðgerð eða aðra læknismeðferð. Skýringar á sagnorðinu to follow-up má finna í hinni miklu orðabók Websters: a. að fylgja e-u eftir vandlega og af þrautseigju. b. að auka áhrif e-s með frekari aðgerð. c. að fylgja e-u eftir þar til lausn eða niðurstaða fæst. Íðorðasafn lækna birtir hvorki nafnorðið, sagnorðið né neina af ofangreindum samsetningum. Í læknisfræðiorðabók Stedmans má finna samsetninguna follow-up study: rannsókn þar sem fólki, sem orðið hefur fyrir áhættuþætti eða fengið ákveðna fyrirbyggjandi eða læknandi meðferð, er fylgt eftir um tíma eða með millibili til að ákvarða um afleiðingar eða árangur.
Sé lýsingarorðið follow-up þýtt með forliðnum fylgi- á íslensku, geta ofangreindar samsetningar fengið íslensk heiti þannig: follow-up care verði fylgiumönnun, follow-up contact verði fylgisamband, follow-up examination verði fylgiskoðun, follow-up measure verði fylgiráðstöfun, follow-up study verði fylgirannsókn og follow-up treatment verði fylgimeðferð. Gaman væri nú að fá viðbrögð lesenda.
Tvær tillögur
Auðbergur Jónsson, læknir, sendi bréf frá Egilsstöðum og fannst að vonum lítil "reisn" yfir þýðingartillögum undirritaðs í 122. pistli á samsetningunni ascending infection. Hann gengur beint til verks og stingur upp á að íslenska heitið verði einfaldlega sýking neðan frá, "þó vitanlega sé það ekki jafn þráðbein þýðing". Hafi hann bestu þakkir fyrir. Vilja fleiri leggja orð í belg?Þá sendi Jón Steinar Jónsson, læknir, tölvupóst með tillögu að þýðingu á heitinu atopy (sjá 120. pistil, Læknablaðið 2000; 86: 207). Hann leggur til að íslenska heitið verði auðnæmi. Þetta er lipurt og laglegt heiti. Um sjúklinga sem auðveldlega fá ofnæmi (hafa ofnæmishneigð) má segja að þeir séu auðnæmir.
Pouch
Tryggvi Stefánsson, skurðlæknir, hringdi og var ekki sáttur við þýðingu Íðorðasafns lækna á enska orðinu pouch = kvos. Undirrituðum tókst síðan að finna orðið á þremur stöðum í safninu: pouch of Douglas = endaþarms- og legkvos, blind pouch (cul-de-sac) = blindpoki og branchial pouch (visceral pouch) = tálknpoki. Allar þessar þýðingar getur Tryggvi reyndar sætt sig við, en hann var að fást við að koma íslensku heiti á tilbúinn endaþarm, sem á ensku nefnist ýmist ileal pouch eða ileo-anal pouch. Fyrirbærið er búið til með sérstakri skurðaðgerð, þegar ristillinn hefur verið fjarlægður, til þess að mynda hægðageymi ofan við endaþarmsopið. Bein þýðing samkvæmt Íðorðasafninu gæti verið dausgarnar- og bakraufarpoki eða dausgarnar- og endaþarmsopspoki. Orðið kvos merkir dæld, dalverpi eða bolli og kemur því ekki til greina í þessu sambandi.Samkvæmt frásögn Tryggva getur verið um nokkrar mismunandi útlitstegundir tenginga að ræða (J-pouch, S-pouch, H-pouch) og því mjög erfitt að finna eitt heiti sem lýsir útliti fyrirbærisins nákvæmlega. Hægðageymir er hins vegar heiti sem lýsir vel hinu starfræna hlutverki. Á sænsku mun heitið vera bäcken reservoir. Bäcken merkir mjaðmagrind og reservoir er geymir, þró, hylki, ílát, birgðir eða forði.
Það er skoðun undirritaðs að lausnin felist í því að sætta sig við þýðingu Íðorðasafnsins, pouch = poki, og nota það í ofangreindum samsetningunum, en að eiga einnig á takteinum heitið hægðageymir þegar lýsa þarf starfsemi eða hlutverki. Vera má að orðið posi geti einnig komið til greina, vegna hljóðlíkingar við pouch, en það er notað í vefja- og líffæraheitunum um sacculus á sama hátt og poki er notað um saccus. Annað mál er svo sú staðreynd að heitin ásgörn = jejunum og dausgörn = ileum hafa átt mjög erfitt uppdráttar hjá íslenskum læknum.
Ásgeir Blöndal, læknir á Húsavík, tók saman bókina Líkams- og heilsufræði og gaf út árið 1924. Þar segir meðal annars:
"Vjelindið gengur neðst úr kokinu, aftan barkans, niður með hryggnum, gegnum þindina og niður í efra magaop."
"Maginn er allstór poki, sem liggur fyrir neðan þindina undir vinstra síðu-barði, gengur þaðan niður á við til hægri, er víðastur ofan til, en mjókkar, er dregur niður að neðra magaopi."
"Skeifugörnin tekur við neðan magans, og er hún stuttur skeifuboginn garnarspotti, sem liggur utan um hægri enda briskirtilsins."
"Blágirnið er mestur hluti garnanna (um 5 metra langt), sem liggja í mörgum bugðum og fylla kviðarholið, ..."
"Langinn. Hann er miklu gildari og liggur í stórri lykkju, fyrst upp með hægri síðu, upp að lifur, síðan þvert yfir kviðinn, neðan bringspala, út að vinstri síðu; þaðan niður vinstra megin, niður að mjaðmagrind. Þar sem langinn byrjar, er nokkur hæll niður á við - langabotninn. Út úr honum gengur lítill, blindur garnastúfur - botnlanginn."
"Endagörnin tekur við af langanum."