Umræða fréttir
Yfirlýsing um sjálfsforræði lækna
Samráðsfundur landsfélaga lækna í Evrópu og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar haldinn í Varsjá, Póllandi 17. til 19. marz 2000
1. vitandi um yfirlýsingu Samráðsfundar landsfélaga lækna í Evrópu og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Tel Aviv í Ísrael 9. marz 1999;
2. staðfestir á ný, að frumskylda lækna felst í umönnun* sjúklinganna;
3. viðurkennir, að verulegt og viðeigandi sjálfsforræði er ómissandi þáttur í því, að læknar geti uppfyllt starfsskyldur sínar við sjúklinga sína og farið eftir þeim siðareglum, sem gilda fyrir læknastéttina;
4. samþykkir, að tilsvarandi skylda af hálfu lækna krefst þess, að tryggð sé ábyrg, virk og gagnsæ eigin stjórnun af hálfu læknastéttarinnar;
5. leggur á það áherzlu, að einstakir læknar og læknastéttin í heild taki mið af innviðum, úrræðum og menningu þess samfélags, sem þau eru hluti af;
6. staðfestir á ný, að sem hluta af ferli eigin stjórnunar axli læknar sem starfsstétt ábyrgð á því að setja gæðastaðla fyrir umönnun, sem einstakir læknar veita sjúklingum sínum;
7. samþykkir, að samfélagið veitir læknum sjálfsforræði í starfi, að samfélagið krefst tilsvarandi ábyrgðar af hálfu læknastéttarinnar og að það er grunnur þess trúnaðartrausts er samfélagið sýnir læknum;
8. vekur athygli á yfirlýsingum Alþjóðafélags lækna um sjálfsforræði og sjálfsstjórnun (Madrid 1987) og um réttindi sjúklingsins (Lissabon 1980, Balí 1995), svo og yfirlýsingu Fastanefndar lækna í Evrópu um sjálfsforræði í starfi og um ábyrgð (1999);
9. álítur að umönnun sjúklinga* og sjálfsforræði lækna séu í hættu í hvert sinn sem starfsfrelsi er skert, þegar kostnaði er haldið niðri eða þjónusta er skömmtuð af efnahagsástæðum;
10. álítur að nauðsynlegt sé, að löggjöf um störf þeirra, sem veitt er fullt leyfi til lækninga, skuli taka mið af eftirfarandi íhugun og meginreglum, sem varða hlutverk þeirra í samfélaginu:
a) Læknar þurfa að hafa sjálfsforræði í starfi til þess að taka klínískar ákvarðanir varðandi umönnun sjúklinga*.
b) Traust það, sem samfélagið hefir á læknum, gerir réttmætt að þeim sé veitt viðeigandi sjálfsforræði í starfi.
c) Það er skylda lækna að vernda trúnað við sjúklinga, þegar þeir rækja starf sitt í þágu beztu hagsmuna sjúklingsins og réttinn til þess að rækja þessa skyldu ber að lögfesta.
d) Allir læknar ættu að hafa rétt til að starfa sjálfstætt.**
e) Læknum ætti ekki að refsa, fjárhagslega eða á annan hátt, þegar þeir leitast við að tryggja sjúkum og varnarlausum
- jafnan aðgang að virkri meðferð og
- að tiltæk séu nægileg úrræði til þess að hægt sé annast um sérhvern sjúkling.
f) Lagaákvæði er varða sjálfsforræði lækna mega ekki ganga í berhögg við ákvæði Alþjóðasiðareglna lækna (London 1949, Sidney 1968, Feneyjum 1988, Stokkhólmi 1994).
Íslensk þýðing © Örn Bjarnason 2000
* Að því er þetta skjal varðar, ná orðin "umönnun sjúklinga" til forvarna, greiningar, meðferðar, endurhæfingar og hæfingar.
** Vegna ákvæða í stofnskránni getur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) ekki tekið afstöðu til þessa atriðis.
1. vitandi um yfirlýsingu Samráðsfundar landsfélaga lækna í Evrópu og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Tel Aviv í Ísrael 9. marz 1999;
2. staðfestir á ný, að frumskylda lækna felst í umönnun* sjúklinganna;
3. viðurkennir, að verulegt og viðeigandi sjálfsforræði er ómissandi þáttur í því, að læknar geti uppfyllt starfsskyldur sínar við sjúklinga sína og farið eftir þeim siðareglum, sem gilda fyrir læknastéttina;
4. samþykkir, að tilsvarandi skylda af hálfu lækna krefst þess, að tryggð sé ábyrg, virk og gagnsæ eigin stjórnun af hálfu læknastéttarinnar;
5. leggur á það áherzlu, að einstakir læknar og læknastéttin í heild taki mið af innviðum, úrræðum og menningu þess samfélags, sem þau eru hluti af;
6. staðfestir á ný, að sem hluta af ferli eigin stjórnunar axli læknar sem starfsstétt ábyrgð á því að setja gæðastaðla fyrir umönnun, sem einstakir læknar veita sjúklingum sínum;
7. samþykkir, að samfélagið veitir læknum sjálfsforræði í starfi, að samfélagið krefst tilsvarandi ábyrgðar af hálfu læknastéttarinnar og að það er grunnur þess trúnaðartrausts er samfélagið sýnir læknum;
8. vekur athygli á yfirlýsingum Alþjóðafélags lækna um sjálfsforræði og sjálfsstjórnun (Madrid 1987) og um réttindi sjúklingsins (Lissabon 1980, Balí 1995), svo og yfirlýsingu Fastanefndar lækna í Evrópu um sjálfsforræði í starfi og um ábyrgð (1999);
9. álítur að umönnun sjúklinga* og sjálfsforræði lækna séu í hættu í hvert sinn sem starfsfrelsi er skert, þegar kostnaði er haldið niðri eða þjónusta er skömmtuð af efnahagsástæðum;
10. álítur að nauðsynlegt sé, að löggjöf um störf þeirra, sem veitt er fullt leyfi til lækninga, skuli taka mið af eftirfarandi íhugun og meginreglum, sem varða hlutverk þeirra í samfélaginu:
a) Læknar þurfa að hafa sjálfsforræði í starfi til þess að taka klínískar ákvarðanir varðandi umönnun sjúklinga*.
b) Traust það, sem samfélagið hefir á læknum, gerir réttmætt að þeim sé veitt viðeigandi sjálfsforræði í starfi.
c) Það er skylda lækna að vernda trúnað við sjúklinga, þegar þeir rækja starf sitt í þágu beztu hagsmuna sjúklingsins og réttinn til þess að rækja þessa skyldu ber að lögfesta.
d) Allir læknar ættu að hafa rétt til að starfa sjálfstætt.**
e) Læknum ætti ekki að refsa, fjárhagslega eða á annan hátt, þegar þeir leitast við að tryggja sjúkum og varnarlausum
- jafnan aðgang að virkri meðferð og
- að tiltæk séu nægileg úrræði til þess að hægt sé annast um sérhvern sjúkling.
f) Lagaákvæði er varða sjálfsforræði lækna mega ekki ganga í berhögg við ákvæði Alþjóðasiðareglna lækna (London 1949, Sidney 1968, Feneyjum 1988, Stokkhólmi 1994).
Íslensk þýðing © Örn Bjarnason 2000
* Að því er þetta skjal varðar, ná orðin "umönnun sjúklinga" til forvarna, greiningar, meðferðar, endurhæfingar og hæfingar.
** Vegna ákvæða í stofnskránni getur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) ekki tekið afstöðu til þessa atriðis.