Umræða fréttir

Yfirlýsing um einkaleyfi á genamengi mannsins

Samráðsfundur landsfélaga lækna í Evrópu og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar haldinn í Varsjá, Póllandi 17. til 19. marz 2000



hefir alvarlegar áhyggjur af veitingu einkaleyfa á genamengi mannsins og raða úr því, einkum til þeirra sem gæta viðskiptahagsmuna,



deilir þeirri skoðun, að þetta sé málefni, sem vísindasamfélagið eigi ekki eitt sér að ákvarða um og



hvetur landsfélög lækna til þess að stuðla að opinberri umræðu um þau alvarlegu siðfræðilegu og siðrænu vandamál, sem tengjast veitingu þessarar gerðar einkaleyfa og að því, að í umræðunni taki þátt almennir borgarar, stjórnmálamenn og vísindasamfélagið.

Íslensk þýðing © Örn Bjarnason 2000


Þetta vefsvæði byggir á Eplica