Umræða fréttir
Veiklað "Infirmarium"
Sennilega fer best á því að aldrei verði með fullu ljóst hver stakk upp á að nota einhvers konar latínu í merki hins nýja háskólasjúkrahúss. Það má hins vegar koma fram að háskólahlutinn, það er að segja læknadeild Háskóla Íslands með öllum námsbrautum sínum, var ekki spurð álits. Árið 1997 var skipt yfir í nýja alþjóðaskráningu sjúkdóma, ICD-10, þar sem annað hvort er notað landsmálið, íslenska á Íslandi, eða alþjóðalæknisfræðimálið, enska. Latína er ekki lengur alþjóðalæknisfræðimál enda er latínukunnátta flestra stúdenta úr menntaskóla nú næsta lítil og villur í notkun latínu, þegar menn reyna það, eru tíðar. Því skýtur það skökku við að setja Infirmarium academicum inn í nafngift spítalans. Á ensku er spítalinn látinn heita University Hospital og ef eitthvað erlent átti að standa nálægt merkinu, hefðu það átt að vera ensku orðin. Merkið er einnig ágætt eitt og sér án nokkurra sérstakra stafa ofan við það.
Spítalar urðu ekki til fyrr en á alllangt var liðið á miðaldir og tengdust háskólum sem kennslustofnanir á 19. öld. Aðeins tiltölulega fáir spítalar í hinum eldri borgum Stóra-Bretlands (en ekki höfuðborginni, Lundúnum) bera heitið Infirmary. Þá er oftar en ekki um að ræða spítala sem stofnaðir voru um eða fyrir miðja 19. öldina, yfirleitt til að aðstoða þá sem minna máttu sín í þjóðfélaginu. Öll nýrri sjúkrahús í Bretlandi, hvað þá í öðrum Evrópulöndum eða vestanhafs, heita einfaldlega hospital. Að kalla hið nýja háskólasjúkrahús Infirmarium er því mjög gamaldags og ekki í takt við það sem nú er gert annars staðar. Það verður ekki betra við að hnýta við það academicum. Aðeins eitt sjúkrahús veit ég um á Norðurlöndum sem kennt er við akademíu. Það er í Uppsölum og kallast á sænsku Akademiska sjukhuset og Academic Hospital á ensku. Þar, í hinum elsta háskólabæ á Norðurlöndum, er hefð fyrir því að kenna ýmislegt fleira í bæjarlífinu við akademíuna.
Í minni latnesku orðabók (Cassel's New Latin Dictionary, 1964), er enska orðið hospital þýtt með valetudinarium, það er að segja staður þar sem mönnum batnar. Orðið infirmatio er til í orðabókinni og þýðir a weakening, a refuting, invalidating. Infirmitas er einnig til og þýðir weakness, feebleness, mental weakness, instability, fickleness. Sögnin infirmo þýðir to weaken, og sá sem er infirmus, sem einnig er til í kvenkyni og hvorugkyni, er weak, feeble, timorous. Infirmarium er ekki nefnt þar sem orð. Í latneskri orðabók Kristins Ármannssonar segir að sjúkrahús megi einnig þýða með orðinu nosocomium. Cassel segir að university skuli þýða með academia og það sé síðlatneska, en Universitas er einnig fullgilt eins og allir vita (Universitas Islandiae).
Ég hef að auki leitað í svotil öllum latneskum orðabókum Háskólabókasafns, enskum, norrænum, frönskum og þýskum. Í öllum orðabókum um klassíska latínu, þar með talið Oxford Latin Dictionary frá 1968, Forcellinis Totis Latinitatis Lexicon frá 1865 (sex bindi), Thesaurus Linguae Latinae frá 1943 og jafnvel í bók með það ágæta heiti Latin for the Illiterate frá 1996, finnst þetta orð ekki. Í J.F. Niermeyers Mediae Latinitatis Lexicon frá 1976 finnst orðið infirmaria (kvenkynsorð) í merkingunni munkaspítali (monastic infirmary) í texta frá 1130 og orðið infirmitorium frá um 1170, bæði komin úr frönskum króníkum (infirmerie d´un monastére). Þá finnst í því stóra sjö binda riti Glossarium Mediae et Infimce Latinitatis eftir D.P. Carpenter (París, 1844) orðið infirmatorium frá 1219 og infirmatoria frá 1345 og infirmerium er einnig nefnt í merkingunni klaustur. Loks í Revised Medieval Latin Wordlist frá 1965 er getið um hið nýja latneska heiti háskólasjúkrahússins í Reykjavík, infirmarium, og vitnað í rit frá 12. öld og frá um 1400. Þar er infirmitorium jafngilt. Svo virðist sem nýja íslensk-latneska orðið infirmarium frá árinu 2000, samhljóða tiltölulega sjaldséðri orðmynd frá miðöldum, geti verið búið til upp úr hinu enska infirmary, sem aftur er komið á miðöldum úr frönsku (infirmerie). Með svipuðum hætti er librarium skylt library. Í Oxford English Dictionary, 2nd Ed., 1989 (20 bindi), er þessi uppruni enska orðsins áréttaður og orðið sagt eiga upprunalega við "the sick-quarters in a religious establishment, for the treatment of sick and wounded" en hafi á 18. öld verið "the common name for a public (provincial) hospital".
Ef nota ætti eignarfallsmyndina af orðinu háskóli (academia) með infirmaríinu, sýnist mér ennfremur rétt að skrifa academiae, sem væri þá bein þýðing á eignarfalli orðsins háskóli, eins og í "háskólasjúkrahús". Auðvitað mætti líka tala um valetudinarium academiae eða nosocomium academiae, en ef menn vilja endilega nota infirmarium, er rétt að segja infirmarium academiae. Ef nota ætti "academicum", yrði íslenska þýðingin á því orði væntanlega háskólalegur og ekki er talað um háskólalega sjúkrahúsið á íslensku. Latínukennari sem ég hafði samband við taldi að infirmarium academicum gæti svo sem gengið málfræðilega (samanber civis academicus = háskólaborgari), en að öll orðmyndin infirmarium academicum væri "vesaldarleg" (sbr. infirmus) og skorti reisn. Er ekki besta og beinskeyttasta þýðingin á Infirmarium academicum "Háskólahælið"?
Á öllum þessum vandræðagangi er aðeins til ein góð og skjótvirk lausn: Taka burt orðin Infirmarium academicum sem allra fyrst úr merki spítalans (lógóinu) og annars staðar þar sem þau kunna að hafa verið sett og gleyma þeim! Sjúkrahúsið á að heita Landspítali - háskólasjúkrahús og á ensku er heitið Landspítali - University Hospital. Annað ekki. Það hlýtur að vera krafa læknastéttarinnar og háskólamanna innan spítalans að nafngiftarmálum aðalsjúkrahúss landsmanna sé háttað eins og gert er annars staðar í heiminum.
Spítalar urðu ekki til fyrr en á alllangt var liðið á miðaldir og tengdust háskólum sem kennslustofnanir á 19. öld. Aðeins tiltölulega fáir spítalar í hinum eldri borgum Stóra-Bretlands (en ekki höfuðborginni, Lundúnum) bera heitið Infirmary. Þá er oftar en ekki um að ræða spítala sem stofnaðir voru um eða fyrir miðja 19. öldina, yfirleitt til að aðstoða þá sem minna máttu sín í þjóðfélaginu. Öll nýrri sjúkrahús í Bretlandi, hvað þá í öðrum Evrópulöndum eða vestanhafs, heita einfaldlega hospital. Að kalla hið nýja háskólasjúkrahús Infirmarium er því mjög gamaldags og ekki í takt við það sem nú er gert annars staðar. Það verður ekki betra við að hnýta við það academicum. Aðeins eitt sjúkrahús veit ég um á Norðurlöndum sem kennt er við akademíu. Það er í Uppsölum og kallast á sænsku Akademiska sjukhuset og Academic Hospital á ensku. Þar, í hinum elsta háskólabæ á Norðurlöndum, er hefð fyrir því að kenna ýmislegt fleira í bæjarlífinu við akademíuna.
Í minni latnesku orðabók (Cassel's New Latin Dictionary, 1964), er enska orðið hospital þýtt með valetudinarium, það er að segja staður þar sem mönnum batnar. Orðið infirmatio er til í orðabókinni og þýðir a weakening, a refuting, invalidating. Infirmitas er einnig til og þýðir weakness, feebleness, mental weakness, instability, fickleness. Sögnin infirmo þýðir to weaken, og sá sem er infirmus, sem einnig er til í kvenkyni og hvorugkyni, er weak, feeble, timorous. Infirmarium er ekki nefnt þar sem orð. Í latneskri orðabók Kristins Ármannssonar segir að sjúkrahús megi einnig þýða með orðinu nosocomium. Cassel segir að university skuli þýða með academia og það sé síðlatneska, en Universitas er einnig fullgilt eins og allir vita (Universitas Islandiae).
Ég hef að auki leitað í svotil öllum latneskum orðabókum Háskólabókasafns, enskum, norrænum, frönskum og þýskum. Í öllum orðabókum um klassíska latínu, þar með talið Oxford Latin Dictionary frá 1968, Forcellinis Totis Latinitatis Lexicon frá 1865 (sex bindi), Thesaurus Linguae Latinae frá 1943 og jafnvel í bók með það ágæta heiti Latin for the Illiterate frá 1996, finnst þetta orð ekki. Í J.F. Niermeyers Mediae Latinitatis Lexicon frá 1976 finnst orðið infirmaria (kvenkynsorð) í merkingunni munkaspítali (monastic infirmary) í texta frá 1130 og orðið infirmitorium frá um 1170, bæði komin úr frönskum króníkum (infirmerie d´un monastére). Þá finnst í því stóra sjö binda riti Glossarium Mediae et Infimce Latinitatis eftir D.P. Carpenter (París, 1844) orðið infirmatorium frá 1219 og infirmatoria frá 1345 og infirmerium er einnig nefnt í merkingunni klaustur. Loks í Revised Medieval Latin Wordlist frá 1965 er getið um hið nýja latneska heiti háskólasjúkrahússins í Reykjavík, infirmarium, og vitnað í rit frá 12. öld og frá um 1400. Þar er infirmitorium jafngilt. Svo virðist sem nýja íslensk-latneska orðið infirmarium frá árinu 2000, samhljóða tiltölulega sjaldséðri orðmynd frá miðöldum, geti verið búið til upp úr hinu enska infirmary, sem aftur er komið á miðöldum úr frönsku (infirmerie). Með svipuðum hætti er librarium skylt library. Í Oxford English Dictionary, 2nd Ed., 1989 (20 bindi), er þessi uppruni enska orðsins áréttaður og orðið sagt eiga upprunalega við "the sick-quarters in a religious establishment, for the treatment of sick and wounded" en hafi á 18. öld verið "the common name for a public (provincial) hospital".
Ef nota ætti eignarfallsmyndina af orðinu háskóli (academia) með infirmaríinu, sýnist mér ennfremur rétt að skrifa academiae, sem væri þá bein þýðing á eignarfalli orðsins háskóli, eins og í "háskólasjúkrahús". Auðvitað mætti líka tala um valetudinarium academiae eða nosocomium academiae, en ef menn vilja endilega nota infirmarium, er rétt að segja infirmarium academiae. Ef nota ætti "academicum", yrði íslenska þýðingin á því orði væntanlega háskólalegur og ekki er talað um háskólalega sjúkrahúsið á íslensku. Latínukennari sem ég hafði samband við taldi að infirmarium academicum gæti svo sem gengið málfræðilega (samanber civis academicus = háskólaborgari), en að öll orðmyndin infirmarium academicum væri "vesaldarleg" (sbr. infirmus) og skorti reisn. Er ekki besta og beinskeyttasta þýðingin á Infirmarium academicum "Háskólahælið"?
Á öllum þessum vandræðagangi er aðeins til ein góð og skjótvirk lausn: Taka burt orðin Infirmarium academicum sem allra fyrst úr merki spítalans (lógóinu) og annars staðar þar sem þau kunna að hafa verið sett og gleyma þeim! Sjúkrahúsið á að heita Landspítali - háskólasjúkrahús og á ensku er heitið Landspítali - University Hospital. Annað ekki. Það hlýtur að vera krafa læknastéttarinnar og háskólamanna innan spítalans að nafngiftarmálum aðalsjúkrahúss landsmanna sé háttað eins og gert er annars staðar í heiminum.