Umræða fréttir
Klínískar leiðbeiningar hjá landlækni
Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu og lögum um réttindi sjúklinga hefur landlæknir verulegu hlutverki að gegna viðvíkjandi leiðbeiningum og eftirliti á sviði heilbrigðismála. Þessu hlutverki gegnir embættið með ýmsum hætti, svo sem söfnun tölfræðilegra gagna, samanburði við nágrannalönd og eftirliti með daglegum störfum heilbrigðisstétta.
Liður í þessu starfi er útgáfa klínískra leiðbeininga og nú er að færast töluvert líf í það starf. Sigurður Helgason læknir hefur verið ráðinn til að stjórna verkinu og hefur hann virkjað fjölda lækna til þátttöku í gerð klínískra leiðbeininga.
Þetta starf er skammt á veg komið en Læknablaðið mun fylgjast með því og greina frá hvernig það gengur þegar tímabært þykir. En þeim sem vilja fylgjast með starfinu er bent á að snúa sér til landlæknisembættisins. Það má gera með því að fara inn á heimasíðu embættisins en slóðin þangað er:
http://www.landlaeknir.is
Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið postur@landlaeknir.is
Liður í þessu starfi er útgáfa klínískra leiðbeininga og nú er að færast töluvert líf í það starf. Sigurður Helgason læknir hefur verið ráðinn til að stjórna verkinu og hefur hann virkjað fjölda lækna til þátttöku í gerð klínískra leiðbeininga.
Þetta starf er skammt á veg komið en Læknablaðið mun fylgjast með því og greina frá hvernig það gengur þegar tímabært þykir. En þeim sem vilja fylgjast með starfinu er bent á að snúa sér til landlæknisembættisins. Það má gera með því að fara inn á heimasíðu embættisins en slóðin þangað er:
http://www.landlaeknir.is
Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið postur@landlaeknir.is