Umræða fréttir

Orlofsnefnd læknafélaganna festir kaup á nýju húsi

Í bæklingi orlofsnefndar læknafélaganna, sem fylgdi marshefti Læknablaðsins, gat formaður LÍ Sigurbjörn Sveinsson þess í stuttu spjalli að hugsanlega yrðu einhverjar meiri breytingar á orlofshúsnæði sem félagsmönnum LÍ stendur til boða, heldur ákvarðanir höfðu verið teknar um í vetur. Nú er það þegar komið á daginn.

Orlofsnefnd læknafélaganna hefur fest kaup á nýju húsi í landi Vaðness í Grímsnesinu, en sem kunnugt er tók nefndin á leigu eitt hús nú í vor á sama stað, til heilsársnotkunar.

Húsið sem keypt var stendur við Birkibraut nr. 6. Það var byggt á síðastliðnu hausti þannig að viðarilmur er ferskur og fá spor sem enn hafa verið stigin innandyra. Húsið er að öllu leyti sambærilegt við það sem þegar hafði verið leigt, þannig að allar upplýsingar í bæklingi orlofsnefndar um húsið að Kjarrbraut 2 gilda fyrir nýja húsið að Birkibraut 6.

Húsinu hefur verið úthlutað til orlofsgesta nú í sumar og var það gert á grundvelli þeirra umsókna sem bárust um dvöl í orlofshúsnæði læknafélaganna fyrir sumarið.

Hér er vissulega um ánægjulega viðbót að ræða á þeim möguleikum sem orlofsnefnd læknafélaganna býður félagsmönnum LÍ upp á til hvíldar og afþreyingar og vonandi að sem flestir fái notið.

-bþ-







Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica