Umræða fréttir

Lyfjamál 85. Samanburður á notkun kynhormóna á Íslandi og í Danmörku 1994-1998

Notkun kynhormóna og lyfja sem hafa örvandi áhrif á kynfæri (ATC-flokkur G03) hefur farið ört vaxandi á síðustu árum. Árið 1994 var notað magn 91,3 DDD/1000íbúa/dag en á síðasta ári 120,9 (32% aukning). Söluverðmæti 1994 á apóteksverði var 337 milljónir króna en 557 milljónir á síðasta ári (65% aukning).

Í Danmörku var notað magn árið 1994 91,0 DDD/1000 íbúa/dag en 96,5 árið 1998 (6% aukning). Salan var 369 milljónir danskra króna árið 1994 en 425 milljónir árið 1998 (15% aukning).

Í báðum löndunum er magnaukningin mest í östrógenum (G03C) en talsverður munur er á hlutföllum; 79% á Íslandi en 10% í Danmörku. Notkun prógestógens (G03D) vex um 38% á Íslandi en minnkar um 9% í Danmörku. Notkun prógestógens og östrógens í blöndum (G03F) vex um 28% á Íslandi en aðeins 3% í Danmörku.

Athyglisvert er að í báðum löndum minnkar notkun gónadótrópíns og annarra lyfja með örvandi áhrif á egglos lítillega (G03G), en kostnaður þeirra vex gríðarlega. Á Íslandi var söluverðmæti í þessum flokki 30 milljónir króna árið 1994, en komið í 107 milljónir árið 1999 (197% aukning). Í Danmörku voru tölurnar 25 milljónir danskra króna 1994, en 59 milljónir árið 1998 (139% aukning).

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica