Umræða fréttir

Hollvinafélag læknadeildar Háskóla Íslands

Hollvinafélag læknadeildar Háskóla Íslands var stofnað 15. nóvember 1996. Fyrsti formaður félagsins var Árni Björnsson en núverandi formaður er Örn Bjarnason. Aðrir í stjórn eru Guðmundur Bjarnason, Helga Erlendsdóttir, Sveinn Magnússon og Vilhelmína Haraldsdóttir. Fulltrúi stúdenta í stjórn er Hjalti Már Þórisson. Hollvinafélagið hefur unnið að margvíslegum verkefnum á liðnum árum, hæst ber þó hina vinsælu fyrirlestraröð "Undur líkamans - furður fræðanna" sem haldin var veturinn 1997-1998. Hollvinafélagið var einnig aðili að opnu húsi og fyrirlestraröð í Læknagarði síðastliðið haust og á hverju vori veitir félagið viðurkenningu þeim læknakandídat sem hæsta einkunn hlýtur við brautskráningu. Nýlega ákvað stjórn félagsins að styrkja norræna ráðstefnu læknanema sem haldin verður hér með vorinu.

Rétt er að geta þess að félagar í Hollvinasamtökunum og hollvinafélögunum njóta margháttaðra fríðinda og fá reglulega upplýsingar um innra starf Háskólans og læknadeildar.

Við viljum sérstaklega benda afmælisárgöngum á að hægt er að fá aðstoð skrifstofu Hollvinasamtakanna við að ná til gamalla skólafélaga þar sem samtökin hafa skrár yfir alla kandídata sem brautskráðir hafa verið frá HÍ.

Núverandi stjórn Hollvinafélags læknadeildar hefur ákveðið að gera átak til að fjölga félagsmönnum en þeir eru aðeins 127 talsins. Í því sambandi er birtur hér listi yfir félagsmenn og er þeim velunnurum læknadeildar sem ekki hafa enn gengið til liðs við Hollvinafélagið bent á að hafa samband við skrifstofu Hollvinasamtakanna í síma 551 4374, eða á netfang sigstef@hi.is. Rétt er að geta þess að nokkrir læknar eru félagar í Hollvinasamtökunum án þess að hafa gengið í Hollvinafélag læknadeildar og geta þeir sömuleiðis snúið sér til skrifstofunnar ef þeir vilja að félagsgjald þeirra renni til stuðnings læknadeildar.



Stofnskrá Hollvinafélags læknadeildar HÍ

Félagið heitir Hollvinafélag læknadeildar Háskóla Íslands. Markmið félagsins er að auka tengsl læknadeildar við fyrrum nemendur sína og aðra velunnara deildarinnar. Skal þess gætt að félagsmenn hafi greiðan aðgang að starfsemi og þjónustu deildarinnar og að tekjum félagsins sé ráðstafað til uppbyggingar lærdóms og rannsókna í læknadeild.

Félagar í Hollvinafélagi læknadeildar eru sjálfkrafa félagar í Hollvinasamtökum Háskóla Íslands. Félagar í Hollvinasamtökum Háskóla Íslands geta gerst meðlimir í Hollvinafélagi læknadeildar með því að greiða sérstaka upphæð til félagsins, eða óska eftir því að hluti árgjalds til Hollvinasamtakanna gangi til Hollvinafélags læknadeildar, samanber stofnskrá Hollvinasamtakanna.

Framlög til Hollvinafélags læknadeildar má merkja ákveðinni starfsemi. Óskilyrtum fjárframlögum ráðstafar stjórn Hollvinafélags læknadeilar í samræmi við markmið félagsins.

Með fjármál, félagaskrá og samskipti við hollvini skal farið í samráði við stjórn Hollvinasamtaka Háskóla Íslands og skrifstofu þeirra, sem sér um þjónustu við hollvinafélög.

Stjórn Hollvinafélags læknadeildar skal skipuð fimm mönnum kjörnum á aðalfundi. Stjórnin skiptir með sér verkum. Aðalfund skal halda í október ár hvert. Formaður situr í fulltrúaráði Hollvinasamtaka Háskóla Íslands.



Félagar í Hollvinafélagi læknadeildar HÍ

Andri Már Þórarinsson

Anna Jóhannsdóttir

Arna Guðmundsdóttir

Atli Árnason

Atli Dagbjartsson

Árni Kristinsson

Ásgeir Haraldsson

Ásmundur Brekkan

Bjarni A. Agnarsson

Bjarni Þjóðleifsson

Björn Guðmundsson

Bogi Andersen

Bragi Guðmundsson

Bryndís Þórðardóttir

Brynjólfur Mogensen

Dóra Einarsdóttir

Edda Guðmundsdóttir

Edda Sigrún Ólafsdóttir

Egill Ágúst Jacobsen

Einar Hjaltason

Einar Stefánsson

Eiríkur Örn Arnarson

Elín Bjarnadóttir

Emil L. Sigurðsson

Geir Karlsson

Gestur Pálsson

Gísli Einarsson

Guðjón Vilbergsson

Guðmundur Bjarnason

Guðmundur Björnsson

Guðmundur Georgsson

Guðmundur S. Jónsson

Guðmundur Pétursson

Guðmundur Þorgeirsson

Guðrún Agnarsdóttir

Gunnar Biering

Gunnar H. Gunnlaugsson

Gunnar Rafn Jónsson

Gunnar Þór Jónsson

Gunnar Sigurðsson

Gunnar Wiig

Gunnhildur Guðnadóttir

Gunnlaugur Geirsson

Gunnlaugur Snædal

Gylfi Haraldsson

Halldór Kolbeinsson

Hannes Blöndal

Hannes Pétursson

Hannes Þórarinsson

Haukur Valdimarsson

Helga Erlendsdóttir

Helga Hannesdóttir

Helga M. Ögmundsdóttir

Helgi J. Ísaksson

Helgi Kr. Sigmundsson

Helgi Sigurðsson

Helgi Valdimarsson

Hjalti Már Þórisson

Hjördís Claessen

Hjördís Harðardóttir

Hjördís Smith

Hrafn Tulinius

Högni Óskarsson

Ingibjörg Harðardóttir

Ingvar Þóroddsson

Ingveldur Birna Björnsdóttir

Jakob Kristinsson

Jóhann Ágúst Sigurðsson

Jóhannes Nordal

Jón Ívar Einarsson

Jón Aðalsteinn Jóhannsson

Jón Eyjólfur Jónsson

Jón Lárus Sigurðsson

Jón G. Stefánsson

Jón Þorsteinsson

Jónas Björn Magnússon

Karl G. Kristinsson

Katrín Fjeldsted

Kristinn Þ. Sigurðsson

Kristín Einarsdóttir

Kristján Erlendsson

Leifur Dungal

Magnús Gottfreðsson

Magnús Jóhannsson

Magnús Karl Pétursson

Oddur Ólafsson

Ólafur Ó. Guðmundsson

Ólafur Kjartansson

Ólafur F. Mixa

Ólafur H. Oddsson

Ólafur Steingrímsson

Ólöf Sigurðardóttir

Ómar Ragnarsson

Páll Pálsson

Pálmi V. Jónsson

Pétur Heimisson

Pétur Skarphéðinsson

Reynir Tómas Geirsson

S. Hugrún Ríkarðsdóttir

Sigmundur Magnússon

Sigurður Árnason

Sigurður Björnsson

Sigurður Guðmundsson

Sigurður Yngvi Kristinsson

Sigurður Thorlacius

Sigurlaug Karlsdóttir

Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir

Sólrún Jónsdóttir

Stefán Carlsson

Stefán E. Matthíasson

Stefán Þórarinsson

Sunna Snædal

Sveinbjörn Gizurarson

Sveinn Magnússon

Sverrir Bergmann

Sverrir Harðarson

Tómas Helgason

Tómas Á. Jónasson

Tómas Zoëga

Tryggvi Helgason

Vilhelmína Haraldsdóttir

Vilhjálmur Rafnsson

Víkingur Arnórsson

Þorgerður Sigurðardóttir

Þorsteinn Jóhannesson

Þorsteinn Njálsson

Þorsteinn Svörfuður Stefánsson

Þorvaldur Veigar Guðmundsson

Þorvaldur Jónsson

Þór Eysteinsson

Þórdís Guðmundsdóttir

Örn Bjarnason

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica