Umræða fréttir

Smásjáin

Til lækna

Hjálagðar eru vinnureglur Tryggingastofnunar ríkisins um útgáfu lyfjaskírteina fyrir terbínafín (Lamisil).

Eins og kunnugt er var felld niður greiðsluþátttaka TR í þessu lyfi frá og með áramótum, samkvæmt reglugerðarbreytingu Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Niðurfelling greiðsluþátttökunnar hefur mætt mikilli andstöðu lækna, einkum sérfræðinga í húðsjúkdómum, sem hafa fært rök fyrir því, að nauðsynlegt sé að koma til móts við sjúklinga með alvarlegar og langvinnar sveppasýkingar í húð og nöglum.

Vinnureglurnar eru settar í samráði við HTR og skýra sig sjálfar. Vakin er athygli á því, að sjúklingi er ætlað að greiða að fullu fyrir lyfið fyrstu tvo mánuði meðferðarinnar og skal læknir votta, að þeirri meðferð sé lokið.

Áður innsend vottorð verða endurskoðuð með tilliti til vinnureglnanna og óskað eftir frekari upplýsingum sé þeirra þörf.

Tryggingayfirlæknir

Vinnureglur

n Útgáfa lyfjaskírteina fyrir sveppalyf, lyfjaflokkur D01BA02 (terbínafín), vegna sveppasýkinga í nöglum og/eða húð.

1. Í umsókn um lyfjaskírteini (læknisvottorði) skal læknir votta, að sjúklingur hafi þegar lokið tveggja mánaða meðferð með lyfinu (1). Jafnframt skulu fylgja niðurstöður ræktunar og/eða smásjárskoðunar, sem staðfesta greiningu.

2. Gefið er út lyfjaskírteini, sem heimilar afgreiðslu á 30 daga skammti, E merkt. Gildistími skírteinis er sex mánuðir frá útgáfudegi.1. Sjúklingur greiðir að fullu fyrir fyrstu tvo mánuðina.

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica