Umræða fréttir

Smásjáin 2

Geðlæknafélag Íslands mótmælir niðurskurði á Sjúkrahúsi Reykjavíkur

Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða á almennum félagsfundi Geðlæknafélags Íslands mánudaginn 7. febrúar 2000:

"Almennur félagsfundur Geðlæknafélag Íslands haldinn 7. febrúar 2000 mótmælir harðlega fyrirhuguðum niðurskurði á þjónustu við geðsjúka á geðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Verði þessar tillögur samþykktar af heilbrigðisráðherra eru líkur á að fjórðungs fækkun verði á bráðarýmum fyrir geðsjúka á Íslandi auk skerðingar á annarri þjónustu í samræmi við það. Kemur sú skerðing verst niður á þeim sem haldnir eru alvarlegustu geðsjúkdómunum, þeim sem búa við erfiðar félagsaðstæður og einstaklingum sem þurfa á bráðainnlögn að halda vegna sjálfsvígshættu. Geðsjúkdómar eru oftar en ekki sjúkdómar ungs fólks. Ónóg meðferð á byrjunarstigum geðsjúkdóma getur stofnað lífi ungra einstaklinga í hættu og stuðlað að varanlegri örorku."

Geðlæknafélag Íslands vill samþykki sjúklinga fyrir afhendingu sjúkragagnaEftirfarandi ályktun var samþykkt á almennum félagsfundi Geðlæknafélags Íslands mánudaginn 7. febrúar 2000:

"Almennur félagsfundur Geðlæknafélags Íslands, haldinn 7. febrúar 2000, krefst þess að engin sjúkragögn verði látin af hendi í miðlæga gagnagrunna á heilbrigðissviði, nema að fengnu samþykki viðkomandi sjúklinga."

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica