Umræða fréttir

Viðauki B við rekstrarleyfi gagnagrunns

Hvaða upplýsingar eru það sem fluttar verða í miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði? Það varð ekki ljóst fyrr en með útgáfu rekstrarleyfisins til Íslenskrar erfðagreiningar hf. Hér á síðunni eru taldir upp helstu flokkar og tegundir upplýsinga sem flytja á í gagnagrunninn eftir að búið er að semja við heilbrigðisstofnanir og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn um aðgang að sjúkraskrám.



Flutningur upplýsinga í gagnagrunn á heilbrigðissviði



I. Heilsufarsupplýsingar sem skráðar hafa verið áður en samræmd rafræn sjúkraskrá hefur verið tekin í notkun.

A. Þjóðskrárupplýsingar

a. Kennitala (notist dulkóðuð).

b. Aldur við skráningu upplýsinga.

c. Kyn.

d. Búseta (sveitarfélag/póstnúmer) við skráningu upplýsinga.

e. Hjúskaparstaða við skráningu upplýsinga.

B. Kóðaðar og aðrar tölulegar upplýsingar

a. Sjúkdómsgreiningar sem sem skráðar eru í tölvukerfum heilbrigðisstofnana í ICD-9/ICD-10 greiningarkerfi.

b. Aðgerðarnúmer.

c. Innritunardagur.

d. Útskriftardagur.

e. Myndgreiningar.

f. Rannsóknaniðurstöður.

g. Lífeðlisfræðilegar upplýsingar.

h. Lyfjameðferð ef hægt er að kóða upplýsingar í sjúkraskrá og læknabréfum.



II. Heilsfarsupplýsingar sem skráðar eru eftir að samræmd rafræn sjúkraskrá hefur verið tekin í notkun.

1. Stofnun

1.1 Kennitala stofnunar

1.2 Deild

1.3 Tegund sérgreinar

2. Auðkenni sjúklings

2.1 Tegund sjúklings

2.2 Kennitala sjúklings á dulkóðuðu formi

2.3 Persónuupplýsingar

2.3.2 Kyn

2.3.3 Hjúskaparstaða

2.3.5 Sveitarfélag

2.6 Atvinna

2.7 Menntun

3. Innritun eða koma á sjúkrastofnun

4. Útskrift af sjúkrastofnun

5. Ástæða innlagnar

6. Viðtal og skoðun læknis við komu

7. Lyf við komu

8. Ofnæmi

9. Meðferðaráætlun sérfræðings

10. Upplýst ákvörðun um meðferð

11. Fyrirmæli læknis

12. Lyfjafyrirmæli

13. Lyfjagjöf - Alltaf háð lyfjafyrirmælum, (oft margar lyfjagjafir við ein fyrirmæli)

14. Mat sérfræðings á meðferð

15. Lyf við útskrift

16. Dagálar

17. Samráðskvaðningar

18. Göngudeildarnótur læknis

19. Upplýsingasöfnun hjúkrunar

20. Hjúkrunarferli

21. Sjúkdómsgreiningar

22. Aðgerðir

23. Skráning á lífsmörkum

24. Göngudeildarnótur hjúkrunarfræðings

25. Ónæmisaðgerðir

26. Skráning annarra heilbrigðisstétta

27. Vísindarannsóknir tengdar sjúkraskrá



4.2 Samskiptaupplýsingar í sjúkraskrá

4.2.1 Rafrænar samskiptaupplýsingar

Rannsóknarbeiðnir og rannsóknarniður- stöður. Myndgreiningabeiðnir og svör



Lífstíll

Reykir (J/N).



C. Kóðaðar félagslegar upplýsingar.

Heimilt er með samningum að flytja í gagnagrunn þær félagslegu upplýsingar sem kóðaðar eru í samræmi við skilgreindar kóðanir í almennu kröfulýsingunni og sértæku kröfulýsingunum þegar þær liggja fyrir þar með taldar upplýsingar sem koma fram í sjúkdómsgreiningum og aðgerðalýsingum.



D. Erfðafræðilegar upplýsingar.

Erfðafræðilegar upplýsingar sem fengnar eru með sameindaerfðafræðilegum rannsóknum er eingöngu heimilt að flytja í gagnagrunn á heilbrigðissviði með samþykki sjúklings. Heimilt er að flytja í gagnagrunn á heilbrigðissviði sjúkdómsgreiningar sem fengist hafa með skoðun á erfðaefni eða öðrum athugunum (t.d. sjúkdómsgreiningar arfgengra sjúkdóma) og ennfremur greiningar byggðar á litningarannsóknum, t.d. á meðfæddum sjúkdómum eða illkynja sjúkdómum.



F. Óskir um viðbótarupplýsingar

Gera má ráð fyrir að á síðari stigum munu rekstrarleyfishafi, heilbrigðisyfirvöld, heilbrigðisstofnanir og/ eða sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn setja fram óskir um vinnslu og flutning viðbótarupplýsinga í gagnagrunn á heilbrigðissviði. Skoða þarf með hvaða skilyrðum slíkur flutningur yrði heimilaður og ávallt skal bera óskir um slíkar breytingar undir tölvunefnd og starfrækslunefnd eins og fram kemur í inngangi viðauka þessa.

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica