Umræða fréttir

Smásjáin

Læknar munið söfnun vegna málshöfðunar

Læknar, auk ýmissa annarra einstaklinga, hafa í samvinnu við Mannvernd ákveðið að höfða mál á hendur ríkinu í þeim tilgangi að fá úr því skorið hvort gagnagrunnslögin samrýmist stjórnarskrá, mannréttindasáttmála og alþjóðlegum skuldbindingum. Réttarhöldin verða umfangsmikil og kostnaðarsöm. Fjáröflun er hafin og byggist fjármögnun að talsverðu leyti á framlögum frá læknum sem er annt um persónufrelsi sjúklinga sinna og trúnað við þá.Fyrir hönd undirbúningshóps

Pétur HaukssonSýning um sögu lækningarannsókna sett upp í K-byggingu Landspítalans

SÝningin sem hékk lengi uppi á veggjum Þjóðarbókhlöðunnar í tilefni af 40 ára afmæli rannsóknardeildar Landspítalans hefur nú verið sett upp að stofni til í K-byggingu spítalans. Að vísu hafa munirnir verið settir í geymslu en um 500 myndir á nokkrum tugum sýningarspjalda verða til sýnis í K-byggingunni á næstunni. Á þessum veggspjöldum gefur að líta glefsur og skyndimyndir úr sögu læknisfræði á Íslandi og geyma þær mikinn fróðleik.

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica