Umræða fréttir
Lyfjamál 90
Að tillögu sóttvarnaráðs hefur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra nýlega skipað sjö manna nefnd sem hefur það hlutverk að vakta ónæmi fyrir sýklalyfjum meðal sýkla í mönnum, dýrum og umhverfi. Jafnframt skal nefndin fylgjast með notkun sýklalyfja og vera yfirvöldum og öðrum er málið varðar til ráðgjafar um aðgerðir til að sporna við ofnotkun sýklalyfja og öðru sem að gagni má koma til að hindra myndun ónæmis. Nefndin skal skila ráðherra skýrslu um störf sín árlega. Formaður hennar er Karl G. Kristinsson prófessor, sýklafræðideild Landspítala Hringbraut.
Nokkur árangur hefur náðst á undanförnum árum í þá átt að draga úr notkun sýklalyfja og gætir þess helst í flokki súlfónamíða (J01E) og makrólíða (J01F). Miklar árstíðasveiflur eru í notkun beta-laktam sýklalyfja, penicillína og tetracýklína eins og sést á línuritum hér að neðan. Þegar skoðuð er notkun lyfjaforma fyrir börn sjást jafnvel enn meiri árstíðasveiflur en jafnframt greinileg minnkun á tímabilinu.
Nokkur árangur hefur náðst á undanförnum árum í þá átt að draga úr notkun sýklalyfja og gætir þess helst í flokki súlfónamíða (J01E) og makrólíða (J01F). Miklar árstíðasveiflur eru í notkun beta-laktam sýklalyfja, penicillína og tetracýklína eins og sést á línuritum hér að neðan. Þegar skoðuð er notkun lyfjaforma fyrir börn sjást jafnvel enn meiri árstíðasveiflur en jafnframt greinileg minnkun á tímabilinu.