Umræða fréttir
Af samningaviðræðum LR og TR
Rétt áður en blaðið fór í prentun hafði Læknablaðið samband við Þórð Sverrisson formann samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur sem á í samningaviðræðum við Tryggingastofnun ríkisins. Hann sagði að enn væru ýmis vandamál óleyst varðandi greiðslur og umsamdar einingar fyrir árið 2000. Algerlega væri ósamið fyrir árið 2001. Ekki er víst hvernig nýja sjúklingatryggingin verður meðhöndluð í samningunum. LR hefur sett fram hugmyndir en ekki fengið viðbrögð við þeim enn. Ekki náðist í Ingunni Vilhjálmsdóttur vegna samninga sérfræðinga á sjúkrahúsum en vonandi verður hægt að flytja jákvæðar fréttir af þeim samningum í næsta blaði.