Umræða fréttir
Sjúkraþjálfun. Breytt greiðsluþátttaka TR
Undanfarin þrjú ár hefur verið miðað við að sjúkraþjálfari sem hefur samning við Tryggingastofnun ríkisins (TR), geti samkvæmt beiðni frá lækni tekið sjúkling til meðferðar og meðhöndlað hann í allt að 36 skipti án þess að til komi sérstakt samþykki frá TR fyrir greiðsluþátttöku almannatrygginga. Undantekning frá þessari reglu hefur verið sjúkraþjálfun vegna íþróttaslysa sem bótaskyld eru hjá TR. Þar sem gert er ráð fyrir að íþróttafólk sé almennt í betra formi en aðrir, hefur hjá því verið miðað við allt að 18 skipti án sérstakrar samþykktar.
Kostnaður almannatrygginga vegna sjúkraþjálfunar hefur aukist verulega undanfarið. Aðhaldsaðgerða er því þörf. Ákveðið hefur verið að frá og með 1. janúar 2001 verði almennt miðað við að sjúkraþjálfari geti meðhöndlað slasað íþróttafólk allt að 12 sinnum og aðra allt að 20 sinnum án sérstaks samþykkis TR. Greiðsluþátttaka almannatrygginga í frekari þjálfun verður ekki samþykkt nema meðferðarlæknir votti að hennar sé þörf. Hins vegar er rétt að benda læknum á, að ef þeir telja þegar í upphafi ljóst að þörf sé á langvarandi sjúkraþjálfun (til dæmis hjá alvarlega fötluðu barni), geta þeir tekið það fram í beiðni sinni og sett þar fram meðferðaráætlun. Á sama hátt er rétt að benda á, að telji læknir að þörf sé á færri skiptum eða rétt að endurmeta stöðuna eftir færri skipti en að ofan greinir, getur hann tekið það fram í beiðni sinni (og tilgreint skiptafjöldann).
Frá tryggingayfirlækni
Kostnaður almannatrygginga vegna sjúkraþjálfunar hefur aukist verulega undanfarið. Aðhaldsaðgerða er því þörf. Ákveðið hefur verið að frá og með 1. janúar 2001 verði almennt miðað við að sjúkraþjálfari geti meðhöndlað slasað íþróttafólk allt að 12 sinnum og aðra allt að 20 sinnum án sérstaks samþykkis TR. Greiðsluþátttaka almannatrygginga í frekari þjálfun verður ekki samþykkt nema meðferðarlæknir votti að hennar sé þörf. Hins vegar er rétt að benda læknum á, að ef þeir telja þegar í upphafi ljóst að þörf sé á langvarandi sjúkraþjálfun (til dæmis hjá alvarlega fötluðu barni), geta þeir tekið það fram í beiðni sinni og sett þar fram meðferðaráætlun. Á sama hátt er rétt að benda á, að telji læknir að þörf sé á færri skiptum eða rétt að endurmeta stöðuna eftir færri skipti en að ofan greinir, getur hann tekið það fram í beiðni sinni (og tilgreint skiptafjöldann).
Frá tryggingayfirlækni