Umræða fréttir
Hin hliðin á Páli Torfa Önundarsyni
Ljúfar ballöður, seiðandi salsa, tangó með tregablöndum tóni, ómþýður gítar, stríður bassi og grátandi nikka. Allt þetta og margt fleira er að finna á Timbúktú og tólf öðrum, nýútkomnum geisladiski Páls Torfa Önundarsonar, þar sem hann flytur eigin lög, gömul og ný, og hefur sér til fulltingis heilt landslið tónlistarmanna. Auk lagasmíðinnar hefur Páll Torfi einnig samið flesta textana og spurning, hvort einhver þeirra verði jafn vinsæll og Kartöflugarðurinn úr Þykkvabænum forðum, sem reyndar annar maður alls óskyldur eignaði sér.
En skyldi vera gott fyrir blóðmeinafræðinginn að hafa smá salsa í blóðinu? Gefum Páli Torfa orðið:
Ég hef raunar alltaf haldið því fram að blóðmeinafræðingurinn hafi orðið til löngu á eftir tónlistarmanninum Páli Torfa. Spurningin er kannski fremur sú hvort það sé gott fyrir einhvern, sem hefur áhuga á salsa, að verða læknir og blóðmeinafræðingur? Mér finnst það fara afskaplega vel saman - hóflega þó. Sem þýðir að annað er aðalstarfið en hitt tómstund og góð tómstund held ég að geri ekkert nema gott fyrir sálina í mönnum og hjálpi til við brauðstritið.
Í sannleika sagt er gott fyrir alla að hafa einhverja tómstundaiðkun og nýta tómstundirnar í annað en horfa á sjónvarpið. Hvíldin er fólgin í því að gera eitthvað, ekki að leggjast flatur fyrir.
Það eru mjög margir læknar sem iðka einhver tómstundastörf, meðal okkar má finna listmálara, leikritaskáld, hestamenn, kylfinga, briddsara og músíkanta. Það eru einnig dæmi þess að læknar noti hluta læknisfræðinnar sem tómstund, vinni til dæmis klínísk störf mestan part en síðan vísindastörf til hliðar, þá er einnig hægt að líta á vísindarannsóknina sem einhvers konar sport. Aðalstarfið er að fást við sjúklinga en kvöldin fara í rannóknir. Menn gera þetta líka til að dreifa huganum og það hjálpar vissulega mjög mikið til að brenna ekki út. Ég geri þetta til dæmis sjálfur og lít á það að vinna að vísindaverkefni sem aðferð til þess að slaka á frá þeim hluta læknisfræðinnar sem er brauðstritið. Og í sjálfu sér er það ekkert mjög ólíkt því að vera með gítar eða saxófón í hönd. Í hvoru tveggja er samspilið, samstarf við aðra, sköpun á formi, sköpun á texta. Í hvoru tveggja verður að vera rytmi og stæll í framsetningu til að hefjast á flug - þetta er nánast alveg eins, sömu lögmálin.
Ég hef líka sagt að það sé ágætis stjórnunarnám að spila í hljómsveit, vegna þess að í hljómsveit
ákveða menn á hvaða hljóðfæri eigi að leika, menn fá ákveðin hlutverk og ákveðið frelsi en einnig ákveðinn ramma og fá ekki að leika sóló fyrr en kemur að þeim. Það gengur ekki að einhver fari að spila sóló ofan í sóló annars, gagnkvæm tillitssemi verður að ríkja. Þannig eru heilmiklar samlíkingar í þessu, hljómsveit er í raun eins og smækkuð mynd af stóru fyrirtæki. Átök geta verið innan sveitarinnar, eins og annars staðar, og allt gengur út á að ná málamiðlun, þannig að
sameiginlegt markmið náist.
Ég var í gítarnámi hjá Eyþóri Þorlákssyni frá 12 ára aldri og framundir tvítugt og hef í raun eytt mjög svipuðum tíma í músíkina alla tíð, að jafnaði kannski um klukkustund á dag. Einu gildir hvort ég hef verið einn eða í samspili með öðrum. Þetta er í raun spurning um það hvernig maður ver tímanum.
Hvert eða hvort eitthvert framhald verður á útgáfuævintýri veit ég ekki. Þetta er svo sem engin ferð til fjár. Í bili, að minnsta kosti, er það stofuspilamennskan sem verður ofan á hjá blóðmeinafræðingnum Páli Torfa Önundarsyni.
-bþHvað gera læknar í frístundum sínum? Hvað tekur við þegar vinnudegi lýkur? Leita menn andlegrar og líkamlegrar uppörvunar á öðrum sviðum, utan læknislistarinnar? Læknablaðið hleypir hér af stokkunum nýjum dálki undir heitinu Hin hliðin. Þau sem vilja sýna á sér hina hliðina eru hvött til að hafa samband, benda á viðmælendur eða senda pistla til blaðsins. Allar ábendingar eru vel þegnar.
En skyldi vera gott fyrir blóðmeinafræðinginn að hafa smá salsa í blóðinu? Gefum Páli Torfa orðið:
Ég hef raunar alltaf haldið því fram að blóðmeinafræðingurinn hafi orðið til löngu á eftir tónlistarmanninum Páli Torfa. Spurningin er kannski fremur sú hvort það sé gott fyrir einhvern, sem hefur áhuga á salsa, að verða læknir og blóðmeinafræðingur? Mér finnst það fara afskaplega vel saman - hóflega þó. Sem þýðir að annað er aðalstarfið en hitt tómstund og góð tómstund held ég að geri ekkert nema gott fyrir sálina í mönnum og hjálpi til við brauðstritið.
Í sannleika sagt er gott fyrir alla að hafa einhverja tómstundaiðkun og nýta tómstundirnar í annað en horfa á sjónvarpið. Hvíldin er fólgin í því að gera eitthvað, ekki að leggjast flatur fyrir.
Það eru mjög margir læknar sem iðka einhver tómstundastörf, meðal okkar má finna listmálara, leikritaskáld, hestamenn, kylfinga, briddsara og músíkanta. Það eru einnig dæmi þess að læknar noti hluta læknisfræðinnar sem tómstund, vinni til dæmis klínísk störf mestan part en síðan vísindastörf til hliðar, þá er einnig hægt að líta á vísindarannsóknina sem einhvers konar sport. Aðalstarfið er að fást við sjúklinga en kvöldin fara í rannóknir. Menn gera þetta líka til að dreifa huganum og það hjálpar vissulega mjög mikið til að brenna ekki út. Ég geri þetta til dæmis sjálfur og lít á það að vinna að vísindaverkefni sem aðferð til þess að slaka á frá þeim hluta læknisfræðinnar sem er brauðstritið. Og í sjálfu sér er það ekkert mjög ólíkt því að vera með gítar eða saxófón í hönd. Í hvoru tveggja er samspilið, samstarf við aðra, sköpun á formi, sköpun á texta. Í hvoru tveggja verður að vera rytmi og stæll í framsetningu til að hefjast á flug - þetta er nánast alveg eins, sömu lögmálin.
Ég hef líka sagt að það sé ágætis stjórnunarnám að spila í hljómsveit, vegna þess að í hljómsveit
ákveða menn á hvaða hljóðfæri eigi að leika, menn fá ákveðin hlutverk og ákveðið frelsi en einnig ákveðinn ramma og fá ekki að leika sóló fyrr en kemur að þeim. Það gengur ekki að einhver fari að spila sóló ofan í sóló annars, gagnkvæm tillitssemi verður að ríkja. Þannig eru heilmiklar samlíkingar í þessu, hljómsveit er í raun eins og smækkuð mynd af stóru fyrirtæki. Átök geta verið innan sveitarinnar, eins og annars staðar, og allt gengur út á að ná málamiðlun, þannig að
sameiginlegt markmið náist.
Ég var í gítarnámi hjá Eyþóri Þorlákssyni frá 12 ára aldri og framundir tvítugt og hef í raun eytt mjög svipuðum tíma í músíkina alla tíð, að jafnaði kannski um klukkustund á dag. Einu gildir hvort ég hef verið einn eða í samspili með öðrum. Þetta er í raun spurning um það hvernig maður ver tímanum.
Hvert eða hvort eitthvert framhald verður á útgáfuævintýri veit ég ekki. Þetta er svo sem engin ferð til fjár. Í bili, að minnsta kosti, er það stofuspilamennskan sem verður ofan á hjá blóðmeinafræðingnum Páli Torfa Önundarsyni.
-bþHvað gera læknar í frístundum sínum? Hvað tekur við þegar vinnudegi lýkur? Leita menn andlegrar og líkamlegrar uppörvunar á öðrum sviðum, utan læknislistarinnar? Læknablaðið hleypir hér af stokkunum nýjum dálki undir heitinu Hin hliðin. Þau sem vilja sýna á sér hina hliðina eru hvött til að hafa samband, benda á viðmælendur eða senda pistla til blaðsins. Allar ábendingar eru vel þegnar.