Umræða fréttir
Listin að lifa, listin að deyja
Út er komin hjá JPV forlagi, bókin Listin að lifa, listin að deyja eftir Óttar Guðmundsson geðlækni. Þetta er fimmta bók Óttars en áður hefur hann gefið úr Íslensku kynlífsbókina, Tímann og tárið, Það sem máli skiptir og skáldsöguna Kvennamaður deyr.
Bókin hefur að geyma hugleiðingar höfundar um líf og dauða en meginstef bókarinnar er sjálfur dauðinn og atferli hans að fornu og nýju. Óttar segir frá ýmsum atvikum og reynslu úr eigin lífi sem tengjast dauðanum og fjallar um mikilvægi dauðans varðandi trúarbrögð, heimspeki og allar listgreinar. Þjóðfélagsbreytingar liðinnar aldar, aukið langlífi þjóðarinnar, stórfenglegar uppgötvanir í læknisfræði og öðrum vísindum hafa haft mikil áhrif á atferli dauðans í samfélaginu. Dauðinn er hægfara og seinvirkur en ekki snöggur og hraður eins og áður á tímum umgangspesta og mikils ungbarnadauða. Á sama tíma hefur dauðinn fjarlægst út úr daglegum veruleika fólks og tekið sér bólfestu inni á sjúkrahúsum og öðrum stofnunum. Í stað hins raunverulega dauða sem áður bjó meðal fólksins í landinu er kominn óraunverulegur fjölmiðladauði sem veldur því að dauðinn verður enn fjarlægari. Óttar telur að þessar breytingar hafi mikil áhrif á allt líf fólks og allt andlegt líf í landinu. Sá sem ekki kann að deyja, kann ekki heldur að lifa svo að meint fjarvera dauðans breytir öllum lífsviðhorfum og lífsnautn fólks. Umræða um breytt atferli dauðans hefur verið mjög áberandi í thanatólógíu evrópskra háskóladeilda og vitnar Óttar í hátt í 100 heimildir og bækur um dauðann.
Bókin er öðrum þræði þematengd ævisaga þar sem dauðinn er sá öxull sem allt leikur um. Óttar gerir upp sakir við læknisstarfið, kirkjuna og vísindin og leitar á náðir skáldskapar og lista og reynir þannir að tengja vísindahyggju samtímans húmanisma fyrri alda. Hann fjallar um heimspeki og siðfræði sjálfsvíga, líknardrápa, endurlífgana og gjörgæsludeilda og tengir saman fortíð og nútíð. Er dauðinn helsti andstæðingur læknisfræðinnar eða tryggur samverkamaður og bandamaður? Af hverju eiga nútímalæknar svo erfitt með að sætta sig við dauðann sem sjálfsögð endalok lífsins? Hvenær missti læknisfræðin tengsl sín við heimspeki og húmanisma og hvarf inn á svið vélvæðingar og sérhæfingar?
Dauðinn er margslungið fyrirbæri sem er þrátt fyrir allt forsenda lífsins sjálfs. Þessar flóknu tengingar lífs og dauða fjallar Óttar Guðmundsson um í bók sinni.
Fréttatilkynning
Bókin hefur að geyma hugleiðingar höfundar um líf og dauða en meginstef bókarinnar er sjálfur dauðinn og atferli hans að fornu og nýju. Óttar segir frá ýmsum atvikum og reynslu úr eigin lífi sem tengjast dauðanum og fjallar um mikilvægi dauðans varðandi trúarbrögð, heimspeki og allar listgreinar. Þjóðfélagsbreytingar liðinnar aldar, aukið langlífi þjóðarinnar, stórfenglegar uppgötvanir í læknisfræði og öðrum vísindum hafa haft mikil áhrif á atferli dauðans í samfélaginu. Dauðinn er hægfara og seinvirkur en ekki snöggur og hraður eins og áður á tímum umgangspesta og mikils ungbarnadauða. Á sama tíma hefur dauðinn fjarlægst út úr daglegum veruleika fólks og tekið sér bólfestu inni á sjúkrahúsum og öðrum stofnunum. Í stað hins raunverulega dauða sem áður bjó meðal fólksins í landinu er kominn óraunverulegur fjölmiðladauði sem veldur því að dauðinn verður enn fjarlægari. Óttar telur að þessar breytingar hafi mikil áhrif á allt líf fólks og allt andlegt líf í landinu. Sá sem ekki kann að deyja, kann ekki heldur að lifa svo að meint fjarvera dauðans breytir öllum lífsviðhorfum og lífsnautn fólks. Umræða um breytt atferli dauðans hefur verið mjög áberandi í thanatólógíu evrópskra háskóladeilda og vitnar Óttar í hátt í 100 heimildir og bækur um dauðann.
Bókin er öðrum þræði þematengd ævisaga þar sem dauðinn er sá öxull sem allt leikur um. Óttar gerir upp sakir við læknisstarfið, kirkjuna og vísindin og leitar á náðir skáldskapar og lista og reynir þannir að tengja vísindahyggju samtímans húmanisma fyrri alda. Hann fjallar um heimspeki og siðfræði sjálfsvíga, líknardrápa, endurlífgana og gjörgæsludeilda og tengir saman fortíð og nútíð. Er dauðinn helsti andstæðingur læknisfræðinnar eða tryggur samverkamaður og bandamaður? Af hverju eiga nútímalæknar svo erfitt með að sætta sig við dauðann sem sjálfsögð endalok lífsins? Hvenær missti læknisfræðin tengsl sín við heimspeki og húmanisma og hvarf inn á svið vélvæðingar og sérhæfingar?
Dauðinn er margslungið fyrirbæri sem er þrátt fyrir allt forsenda lífsins sjálfs. Þessar flóknu tengingar lífs og dauða fjallar Óttar Guðmundsson um í bók sinni.
Fréttatilkynning