Umræða fréttir

Lyfjamál 89. Tíu söluhæstu lyfin 1999



Í lyfjamálaumræðunni að undanförnu hefur oft verið talað um vaxandi kostnað samfélagsins af lyfjum og bent á að stór hluti ört vaxandi kostnaðar muni vera vegna nýrra lyfja. Af því tilefni var athugað hvaða lyf voru söluhæst á síðasta ári og söluþróun þeirra skoðuð. Af 722 lyfjum (flokkuð samkvæmt ATC) sem voru með einhverja sölu skráða á árinu 1999 voru 10 söluhæstu lyf í stafrófsröð: búdesóníð, cítalópram, flúoxetín, flútíkasón, nikótín, ómeprazól, paracetamól í blöndum, paroxetín, simvastatín og storkuþáttur VIII.

Á árinu 1989 var hlutdeild þessara lyfja, sem þá voru á markaði, 3% af heildarsölu lyfja. Á síðasta ári var hlutdeildin komin í 21%. Af þessum 10 söluhæstu lyfjum hefur meirihluti komið á markað á tímabilinu.

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica