Umræða fréttir
Hjartaflutningar, athugasemd
Vegna klausu sem birtist í októberhefti Læknablaðsins Framtíðin björt í hjartaflutningum, leyfi ég mér að koma á framfæri eftirfarandi leiðréttingum.
Í viðtalinu, sem tekið er upp úr blaði Norsku læknasamtakanna og byggist á viðtali við Normann E. Shumway, er því haldið fram, að hann hafi gert undirbúningsrannsóknir sínar við Stanford Háskólasjúkrahúsið í Kaliforníu.
Hið rétta er, að þessi undirbúningsvinna fór fram við Háskólasjúkrahúsið í Minneapolis í Minnesota undir yfirumsjón Owens Wangensten og dr. Waltons C. Lillehei. Prófessor Owen Wangensten var forstöðulæknir skurðdeildar Háskólasjúkrahússins í Minnesota í mörg ár og var frumkvöðull í heiminum í því að byggja nýjungar í skurðlækningum á vísindalegum rannsóknum og tilraunum á dýrum. Undir hans yfirumsjón voru því gerðar margar merkar uppgötvanir og nýjungar á sviði skurðlækninga. Walton C. Lillehei var einn af frumkvöðlum opinna hjartaskurðlækninga, en þeir Norman E. Shumway og Christian Barnard voru báðir í sérnámi í Minnesota á þessum árum.
Rétt er, að Shumway mun hafa lagt grunninn að tækninni, sem Christian Barnard síðan notaði, er hann framkvæmdi fyrsta hjartaflutninginn í mönnum, þegar hann sneri aftur til Suður-Afríku og sannaði þannig, að þessi aðgerð væri réttlætanleg á fólki.
Á þessum tíma hafði Shumway flutt sig um set og var nú farinn að starfa við Stanford Háskólasjúkrahúsið í Kaliforníu og tók síðan upp þráðinn og varð einn aðalfrumkvöðull þessara aðgerða í Bandaríkjunum.
Ég átti því láni að fagna að starfa við rannsóknir og tilraunir í líffæraflutningum á sömu rannsóknastofu og þeir fóstbræður Barnard og Shumway höfðu starfað á nokkrum árum áður.
Þeim sem vilja fræðast frekar um þessa sögu og aðrar rannsóknir og tilraunir sem gerðar voru við Háskólasjúkrahúsið í Minnesota til þess að gera opnar hjartaaðgerðir og síðan hjartaflutninga mögulega, skal bent á bækurnar King of heart, sem segir sögu Walton Lillehei, og ævisögu Christian Barnard Eitt líf.
Í viðtalinu, sem tekið er upp úr blaði Norsku læknasamtakanna og byggist á viðtali við Normann E. Shumway, er því haldið fram, að hann hafi gert undirbúningsrannsóknir sínar við Stanford Háskólasjúkrahúsið í Kaliforníu.
Hið rétta er, að þessi undirbúningsvinna fór fram við Háskólasjúkrahúsið í Minneapolis í Minnesota undir yfirumsjón Owens Wangensten og dr. Waltons C. Lillehei. Prófessor Owen Wangensten var forstöðulæknir skurðdeildar Háskólasjúkrahússins í Minnesota í mörg ár og var frumkvöðull í heiminum í því að byggja nýjungar í skurðlækningum á vísindalegum rannsóknum og tilraunum á dýrum. Undir hans yfirumsjón voru því gerðar margar merkar uppgötvanir og nýjungar á sviði skurðlækninga. Walton C. Lillehei var einn af frumkvöðlum opinna hjartaskurðlækninga, en þeir Norman E. Shumway og Christian Barnard voru báðir í sérnámi í Minnesota á þessum árum.
Rétt er, að Shumway mun hafa lagt grunninn að tækninni, sem Christian Barnard síðan notaði, er hann framkvæmdi fyrsta hjartaflutninginn í mönnum, þegar hann sneri aftur til Suður-Afríku og sannaði þannig, að þessi aðgerð væri réttlætanleg á fólki.
Á þessum tíma hafði Shumway flutt sig um set og var nú farinn að starfa við Stanford Háskólasjúkrahúsið í Kaliforníu og tók síðan upp þráðinn og varð einn aðalfrumkvöðull þessara aðgerða í Bandaríkjunum.
Ég átti því láni að fagna að starfa við rannsóknir og tilraunir í líffæraflutningum á sömu rannsóknastofu og þeir fóstbræður Barnard og Shumway höfðu starfað á nokkrum árum áður.
Þeim sem vilja fræðast frekar um þessa sögu og aðrar rannsóknir og tilraunir sem gerðar voru við Háskólasjúkrahúsið í Minnesota til þess að gera opnar hjartaaðgerðir og síðan hjartaflutninga mögulega, skal bent á bækurnar King of heart, sem segir sögu Walton Lillehei, og ævisögu Christian Barnard Eitt líf.