Umræða fréttir
Nefnd til að sporna gegn ofnotkun sýklalyfja
Nýverið var skipuð nefnd til að sporna gegn ofnotkun sýklalyfja og hindra ónæmi baktería fyrir sýklalyfjum. Nefndin var skipuð að tillögu sóttvarnaráðs. Auk þess hlutverks sem felst í nafni nefndarinnar skal nefndin vera yfirvöldum til ráðuneytis um þennan málaflokk og skila ráðherra skýrslu árlega. Formaður nefndarinnar er Karl G. Kristinsson prófessor, sýklafræðideild Landspítala - háskólasjúkrahúss.
Af vef Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis.
Af vef Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis.