Umræða fréttir

Handbók í lyflæknisfræði

Út er komin önnur útgáfa Handbókar í lyflæknisfræði á vegum lyflækningadeildar Landspítala Hringbraut. Höfuðmarkmiðið með útgáfunni er "að setja á einn stað hagnýtar og aðgengilegar leiðbeiningar um það hvernig nálgast skuli tiltekin klínísk vandamál", eins og segir í formála bókarinnar.

Í rauninni er hér verið að leggja grunninn að íslenskri kennslubók í lyflæknisfræði, sem í framtíðinni er hugsuð þannig að útgáfuformið muni bjóða upp á stöðugar viðbætur, endurskoðun og breytingar. Útgáfan verði þannig í raun lifandi endurspeglun þeirrar þekkingar og reynslu sem fyrir hendi er hverju sinni.

Alls skrifa 30 höfundar í bókina. Ritstjórar eru Ari J. Jóhannesson og Runólfur Pálsson, aðtoð við ritstjórn veittu Ingibjörg Guðmundsdóttir og Sigríður Björnsdóttir.

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica