Umræða fréttir

Líffæraflutningahópur stofnaður

Íslenski líffæraflutningahópurinn (The Icelandic Transplant Group) var stofnaður 13. október 1999. Þeim Íslendingum sem þurfa á líffæraígræðslu að halda hefur fjölgað mikið á undanförnum árum sökum aukningar á langvinnum sjúkdómum sem leiða til líffærabilunar. Meðferð þessara sjúklinga er flókin og kallar á samstarf sérfræðinga úr mörgum greinum læknisfræðinnar. Líffæraflutningahópurinn er hugsaður sem sameiginlegur vettvangur þeirra sem sinna þessum sjúklingum.

Markmið hópsins eru að:

1. Tryggja að íslenskir líffæraþegar eigi kost á bestu þjónustu sem völ er á.

2. Efla samstarf lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna sem koma að málum líffæraþega.

3. Stuðla að símenntun.

4. Kynna starfsemi og hafa samstarf við þær erlendu stofnanir sem annast líffæraflutninga fyrir Íslendinga.

5. Kynna málefni líffæraþega innan heilbrigðiskerfisins.

6. Stuðla að samstarfi við sambærilega hópa erlendis og tryggja aðild Íslands að þeim fjölþjóðlegu samtökum sem að þessum málum vinna.

Umsjónarmenn hópsins eru:

Gunnar Guðmundsson lyflækningadeild Landspítalans, netfang: ggudmund@rsp. is

Runólfur Pálsson lyflækningadeild Landspítalans, netfang: runolfur@rsp.is

Sigurður Ólafsson lyflækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Fossvogi, netfang: sigurduro@aknet.is

Styrktaraðili hópsins er Novartis. Hægt er að sækja um aðild að hópnum hjá umsjónarmönnum.

Fréttatilkynning
Þetta vefsvæði byggir á Eplica