06. tbl. 95. árg. 2009

Umræða og fréttir

Mynd mánaðarins. Jón Sigurðsson

Mynd: Jón Sigurðsson.

Íslenskir læknanemar á krufninganámskeiði á vegum Háskólans í Glasgow sumarið 1969. Á nám-skeiðinu voru einnig danskir læknanemar. Tveimur árum áður höfðu Danir unnið Íslendinga 14:2 í hinum dæmalausa knattspyrnulandsleik í Kaupmannahöfn. Þótti íslensku læknanemunum kominn tími til að hefna ófaranna og skoruðu því Danina á hólm í knattspyrnulandsleik læknanema á óháðum útivelli í Glasgow. Íslendingarnir unnu frækinn sigur 10:0.

Á myndinni eru frá vinstri: Skúli Bjarnason, Björn Magnússon, Kristján Arinbjarnarson, Magni Jónsson, Brynjólfur Mogensen, Hjalti Björnsson (látinn), Geir Friðgeirsson, Þorsteinn Gíslason, Kristján Steinsson og Arnar Ásgeirsson (látinn). Markvörðurinn Þórarinn Tyrfingsson var farinn í sturtu þegar myndin var tekin að leik loknum.

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica