Umræða fréttir
Lyfjamál 84: Sala bólgueyðandi lyfja (ATC-M01A) á Íslandi 1990-1999
Meðfylgjandi mynd sýnir sölu bólgueyðandi lyfja undanfarin 10 ár. Eftir nokkuð stöðugt tímabil 1991-1995 hefur kostnaður farið ört vaxandi. Notkun oxíkamafbrigða og própíónsýruafbrigða fer lítið eitt minnkandi og mikil samkeppni samheitalyfja og lækkandi verð hefur einnig sitt að segja. Kostnaðaraukningin liggur að mestum hluta í vaxandi notkun díklófenaks í nýju formi, Voltaren rapid.