11. tbl. 109. árg. 2023

Umræða og fréttir

Zetterberg taugaefnafræðingur fyrirles í Blásölum

Sænski vísindamaðurinn Henrik Zetterberg heldur fyrirlestur á Fræðslufundi lyflækninga í Blásölum 24. nóvember

Zetterberg er prófessor í taugaefnafræði við Háskólann í Gautaborg og yfirlæknir í klínískri efnafræði við Sahlgrenska. Hann fékk á dögunum afhent Ingvars-verðlaun sænska læknafélagsins fyrir framúrskarandi rannsóknir á vitsmunalegum sjúkdómum.

„Með hvetjandi, orkumyndandi og vinalegu viðhorfi sínu er Henrik fyrirmynd rannsakenda og nemenda,“ segir Ola Winqvist, formaður dómnefndarinnar á vef félagsins. Zetterberg hefur komið til Íslands og myndað tengsl við marga lækna í kringum Alzheimer-greiningar.

 



Þetta vefsvæði byggir á Eplica