01. tbl. 109. árg. 2023

Umræða og fréttir

Félagsgjöld LÍ 2023 og afslættir

Á aðalfundi LÍ 14. október 2022 var samþykkt breytt fyrirkomulag félagsgjalda til LÍ, sem gefur læknum aukinn sveigjanleika gagnvart félagsgjöldum. Helstu þættir hins breytta fyrirkomulags eru:

1. Fullt félagsgjald LÍ er áfram föst fjárhæð. Á aðalfundi LÍ 2022 var ákveðið að fullt félagsgjald árið 2023 verður 155.000 kr. Af því greiðast 23.400 kr. til Læknablaðsins.

2. Afslættir af félagsgjaldi til almennra lækna verða sem hér segir. Sambærilegir afslættir eru á áskriftargjaldi viðkomandi til Læknablaðsins:

a. Árið sem læknir útskrifast greiðist ¼ hluta árgjalds (í raun ½ árgjald í hálft ár).

b. Ár 2 og ár 3 eftir útskrift greiðist ½ árgjalds.

c. Ár 4 og ár 5 eftir útskrift greiðist ¾ árgjalds.

d. Eftir það greiðist fullt árgjald.

3. Læknar, sem ekki vinna samkvæmt neinum samningum, sem LÍ eða aðildarfélög þess hafa gert, greiða ¼ hluta árgjalds. Sækja þarf um þetta lægra árgjald til stjórnar LÍ, sem ákveður hvort fullnægt sé skilyrðum lækkaðs árgjalds.

4. Læknar, sem búa erlendis en koma til Íslands og vinna reglulega, í afleysingum eða á stofu, greiða ¼ hluta árgjalds. Sækja þarf um þetta lægra árgjald til stjórnar LÍ, sem ákveður hvort fullnægt sé skilyrðum lækkaðs árgjalds.

5. Læknar eldri en 70 ára, sem eru í vinnu, greiða ¼ árgjalds.

6. Óvirkir félagsmenn (m.a. eldri en 70 ára, sem eru hættir að vinna og læknar sem búa erlendis og vinna ekkert hér á landi) sem vilja vera félagsmenn, greiða 10% af fullu félagsgjaldi.

7. Læknanemar sem lokið hafa 4. ári í læknanámi greiða ekkert félagsgjald þó þeir gerist aukaaðilar að LÍ. Læknanemar eftir þriðja ár halda áfram að fá Læknablaðið án greiðslu.

Áskrift að Læknablaðinu er ekki innifalin í árgjaldi samkvæmt töluliðum 3, 4, 5 og 6.

 



Þetta vefsvæði byggir á Eplica