7-8. tbl. 107. árg. 2021

Umræða og fréttir

Svör heilbr.starfsmanna: Mynda traust og koma í veg fyrir flæðisvanda. Sandra B. Franks

 1. Þegar fagleg hæfni sjúkraliða er ekki nýtt sem skyldi vegna vanþekkingar samstarfsfólks á kunnáttu þeirra og getu myndast togstreita og álag milli fagstétta sem leitt getur til erfiðra samskipta, vanlíðunar og jafnvel kulnunar í starfi.

Með því að upplýsa samstarfsfólk um faglega þekkingu sjúkraliða og nýta hana í samræmi við kunnáttu, menntun og reynslu myndast traust til að vinna í teymum, sem bætir líðan starfsfólks og þar með gæði þjónustunnar.

2. Lykilatriði er að markviss heilbrigðisþjónusta sé veitt af réttu fagfólki á réttum stað innan kerfisins. Heilbrigðiskerfið þarf að virka sem samfelld heild þannig að upplýsingar og samstarf meðal þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu komi í veg fyrir flæðisvanda.

Heilsugæsla > sérfræðiþjónusta > sjúkrahús > heimahjúkrun > hjúkrunarheimili þurfa að sníða þjónustuna, samstarfið og upplýsingaflæðið að þörfum þeirra sem leita eftir úrræðum við margvíslegum heilbrigðisvanda. Með árangurstengdri fjármögnun, gagnsæju flokkunarkerfi og skýrum ferlum og verklagi væri þetta mögulegt.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica