12. tbl. 104. árg. 2018

Umræða og fréttir

Öldungasíðan

                                    

Frá árinu 2011 hefur öldungasíðan stungið upp kolli í blaðinu, í öðru hverju tölublaði nánar tiltekið, einsog klukka. Ritstjóri síðunnar hefur verið Páll Ásmundsson nýrnalæknir sem var ritstjóri fræðilegs hluta Læknablaðsins á árunum 1972-1977. Allt hefur staðið einsog stafur á bók í samskiptum blaðsins við Pál, og efni frá honum komið í tæka tíð og ævinlega fullbúið undir prentverkið.

Læknablaðið þakkar Páli kærlega fyrir hans framlag til blaðsins fyrr og síðar, og býður jafnframt Magnús Jóhannsson velkominn til að ritstýra öldungasíðunni.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica