02. tbl. 103. árg. 2017

Umræða og fréttir

Unglæknar og læknanemar verðlaunaðir á Lyflæknaþingi

Unglæknar og læknanemar voru verðlaunaðir fyrir framúrskarandi vísindaerindi á þingi Félags íslenskra lyflækna sem fór fram í desember.

Í hópi læknanema kepptu til úrslita Kristján Torfi Örnólfsson og Þórður Páll Pálsson og bar Kristján sigur úr býtum. Erindi hans bar heitið Lýðgrunduð rannsókn á ættlægni Primary biliary cholangitis á Íslandi. Titill erindis Þórðar var Nýrnaígræðslur á Íslandi: Þættir sem hafa áhrif á græðlingsstarfsemi einu ári frá ígræðslu.

Úr hópi unglækna voru þau Rósa B. Þórólfsdóttir og Arnar Jan Jónsson valin til að kynna sín erindi og keppa um verðlaun. Erindi Rósu var svo valið besta erindi unglæknis á þinginu en það heitir Mislestursstökkbreyting í PLEC geni eykur áhættu á gáttatifi. Erindi Arnars nefndist Algengi langvinns nýrnasjúkdóms áætlað út frá reiknuðum gaukulsíunarhraða: Lýðgrunduð rannsókn Auk viðurkenningarskjals voru veitt verðlaun að upphæð kr. 100.000 fyrir fyrsta sætið og kr. 50.000 fyrir annað sætið. Peningaverðlaunin voru veitt úr Verðlaunasjóði í læknisfræði sem Árni Kristinsson og Þórður Harðarson veita forstöðu.

 
Verðlaunahafar og formaður Félags íslenskra lyflækna og fulltrúi dómnefndar. Davíð O. Arnar,
Rósa B. Þórólfsdóttir, Þórður Páll Pálsson, Kristján Torfi Örnólfsson, Arnar Jan Jónsson,
Margrét Birna Andrésdóttir og Þórður Harðarson.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica