02. tbl. 100. árg. 2014

Umræða og fréttir

Öldungar á nýju ári - auglýsing

Næsti fundur Öldungadeildarinnar verður haldinn miðvikudaginn 5. febrúar kl. 16:00. Á undan fundi verða kaffiveitingar frá kl. 15:30. Þá mun dr. Árni Björnsson þjóðháttarfræðingur flytja erindi sem hann nefnir: Saga þorrablótanna.

Miðvikudaginn 5. mars flytur dr. Þorbjörn Broddason fjölmiðlafræðingur erindi sitt: Framtíð dagblaða og annarra þjóðbundinna einstefnufjölmiðla á tímum sjálfhverfra örmiðla og þjóðlausra ofurmiðla.

Á fundinum 2. apríl fræðir Magnús Jónsson sagnfræðingur okkur um ýmislegt í sambandi við ferðina væntanlegu þar sem hann verður fararstjóri.

Utanlandsferðin


Utanlandsferðinni í ár er heitið til Írlands eins og fram hefur komið í fjölda netpósta til félaga í öldungadeildinni. Flogið verður til Manchester 14. maí og til baka frá London 22. maí. Verðið er kr. 300.000. Allt er innifalið nema hádegisverður. Skráning er á Ferðaskrifstofunni Vita á Suðurlandsbraut 2 í húsi Hótels Nordica. Síminn þar er 570 4444. Veljið 2 þegar lesið er upp á símsvaranum hvaða möguleikar eru í boði.

Ferðalýsingin frá Magnúsi Jónssyni fararstjóra okkar hefur verið send í netpósti til allra öldunga sem hafa gefið upp netfang sitt. Þeir sem hafa ekki séð ferðalýsinguna geta farið á innri vef www.lis.is og prentað hana út.

Við höfum fengið nokkra netpósta endursenda, einkum varðandi lækna sem eru nýhættir störfum og hafa ekki tilkynnt um ný netföng. Vinsamlega sendið leiðréttingar á netföngum og ný netföng til mbe@talnet.is. Hið sama gildir um farsímanúmer.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica