06. tbl. 99. árg. 2013

Umræða og fréttir

Góð nýting orlofshúsanna


Eitt af heilsárshúsum félagsins í landi Brekkuskógar í Biskupstungum.

Orlofshús og íbúðir Læknafélags Íslands eru í stöðugri notkun árið um kring og í ár bættust tvær nýjar íbúðir við úrvalið. Ein við Skálatún á Akureyri og stórt og glæsilegt heilsárshús í Úlfsstaðaskógi við Egilsstaði. Úlfsstaðaskógur er ca 10 km frá Egilsstöðum í suðaustur, um það bil 10 mínútna akstur.  Húsið er rúmlega 100 fm á tveimur hæðum og skiptist í 3 svefnherbergi með svefnplássi fyrir 6 manns í rúmi + 2 dýnur. Setustofa er vel búin húsmunum með útvarpi/geislaspilara, sjónvarp er á efri hæðinni ásamt DVD spilara.  Í eldhúsi eru öll helstu eldhúsáhöld og rafmagnstæki.  Þvottavél er í þvottahúsi.  Við húsið er verönd með gasgrilli og borði ásamt sólstólum.  Einnig er heitur pottur við húsið. 

Íbúðin við Skálatún er ekki síður góður kostur. Hún er 99 fm. 3ja herbergja á jarðhæð með heitum potti og sólpalli við Skálatún 37 Akureyri.

Þessar lýsingar eiga reyndar í aðalatriðum við öll 14 orlofshús og íbúðir sem standa félögum í LÍ til boða en af og til  koma upp tilkynningar um forföll á bókunum og þá er um að gera að grípa tækifærið og skella sér yfir helgi eða eina viku og njóta næðis frá erli hversdagsins í sveitakyrrðinni eða í þéttbýli á Suður-, Norður- eða Vesturlandi. 

Sjá allt um orlofshús og íbúðir LÍ á orlofsvef félagsins www.lis.is



Þetta vefsvæði byggir á Eplica