03. tbl. 98. árg. 2012

Umræða og fréttir

Breytingar á reglum um fæðingarstyrk

u00
Glóðvolgur Íslendingur fæddur á Landspítala 23. febrúar 2012, skuldar ekkert og fær ef til vill fæðingarstyrk.


Á fundi stjórnar Fjölskyldu- og styrktarsjóðs lækna (FOSL) hinn 1. febrúar síðastliðinn voru samþykktar breytingar á reglum sjóðsins um fæðingarstyrki.

Breytingin felst í því að ef báðir foreldrar barns eru læknar fá þeir framvegis báðir fæðingarstyrk, annað foreldrið fær fullan styrk, hitt foreldrið fær hálfan styrk. Áður voru reglur þannig að aðeins var veittur einn styrkur með hverju barni. Fullur fæðingarstyrkur vegna eins barns nemur nú 350.000 krónum, eða 525.000 krónum ef báðir foreldrar eru læknar. Þá er ennfremur gerð sú breyting að sækja þarf um fæðingarstyrk innan árs frá fæðingu barns.

Eingöngu læknar sem starfa og þiggja laun á Íslandi eiga rétt á að fá greiddan fæðingarstyrk úr sjóðnum. Sjá nánar reglur FOSL á heimasíðu Læknafélags Íslands, www.lis.is Aðrar breytingar voru ekki gerðar á reglunum, en stjórnin vinnur að heildarendurskoðun þeirra.

Stjórn FOSL skipa þau Dóra Lúðvíksdóttir, formaður, Hjalti Már Þórisson og Ólafur Þór Gunnarsson.Varamaður er Rannveig Pálsdóttir.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica