04. tbl. 95. árg. 2009

Umræða og fréttir

Hópslysaæfing læknanema. Guðrún María Jónsdóttir, Andri Elfarsson

Hópslysaæfing læknanema var haldin laugardaginn 7. mars síðastliðinn á plani Slökkvistöðvar höfuðborgarsvæðisins í Hafnarfirði. Hefð er fyrir því að halda slíka æfingu annað hvert ár. Þátttaka var góð að þessu sinni eða alls um 120 manns.

u112-fig4

 

Kennslu- og fræðslumálanefnd sá um skipulagningu æfingarinnar, með dyggri aðstoð Hjálparsveitar skáta í Kópavogi, Garðabæ og Reykjavík. Undirbúningsfyrirlestrar í skyndihjálp, bráðaflokkun og vettvangsstjórnun voru haldnir viku fyrr, til þess að nemar væru sem best búnir undir æfinguna.

Læknanemar skiptu með sér verkum. Fyrsta árs nemar voru í hlutverki slasaðra; annars og þriðja árs nemar sáu um flutning slasaðra af slysstað og inn á söfnunarsvæði slasaðra. Nemar í klínísku námi sáu um áverkamat og meðferð, sem oft á tíðum reyndi mikið á ? enda um að ræða allt að 35 manns sem lent höfðu í alvarlegu rútuslysi og stórslasast.

Eins og tíðkast fór æfingin fram í tvígang. Eftir fyrra skiptið var farið yfir þau atriði sem vel gengu og þau sem betur hefðu mátt fara. Síðari áfanginn gekk mun liðlegar fyrir sig og til marks um það gleymdust engir stórslasaðir á vettvangi, sem að líkindum hefðu þar með dáið drottni sínum á þessum annars fallega degi.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica