11. tbl. 91. árg. 2005

Umræða og fréttir

Endurskoðun vinnu­reglna við útgáfu lyfjaskírteina

Umfangsmikil endurskoðun og samræming hefur átt sér stað á vinnureglunum á síðustu mánuðum. Á heimasíðu Trygg­inga­stofnunar ríkisins www.tr.is undir krækjunni lyfjamál má finna algengustu vinnureglurnar. Nokkrar þeirra eru enn í vinnslu og munu þær birtast á heimasíðunni um leið og þær eru tilbúnar. Nánari upplýsingar veitir Guðrún I. Gylfadóttir, lyfjafræðingur.

Læknir sækir um lyfjaskírteini á þar­til­gerðum vottorðum sem eru á heima­síðu TR, sjúkdómsgreining og/eða sjúkrasaga er alltaf forsenda fyrir útgáfu lyfja­skír­teinis.

Tryggingastofnun hefur heimild til útgáfu lyfjaskírteina skv. 12. gr. reglu­gerðar nr. 458/2005 um greiðslur almannatrygginga í lyfja­kostnaði. Í samræmi við reglugerðina hefur TR sett sér vinnureglur þar sem meðal annars koma fram skilyrði fyrir samþykki/útgáfu lyfja­skírteinis og gildistími þeirra. Um er að ræða almenna vinnureglu og sértækar vinnureglur er taka til ákveðinna lyfja, lyfjaflokka eða sjúkdóma.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica