06. tbl. 91. árg. 2005

Umræða og fréttir

Bæklingur um meðferð við tóbaksfíkn

Í tilefni af reyklausa deginum þann 31. maí tóku Læknafélag Íslands og Læknar gegn tóbaki sig saman og þýddu og staðfærðu sænskan bækling sem ber heitið Viðtalsmeðferð fyrir fólk sem reykir. Verður hann sendur öllum íslenskum læknum.

Ljóst er að Íslendingar skera sig úr í alþjóðlegum samanburði hvað varðar takmarkað framboð á meðferðarúrræðum fyrir tóbaksfíkla. Læknar geta hins vegar veitt skjólstæðingum sínum lágmarksmeðferð með því að ræða við þá um hættur af tóbaksneyslu og leiðir til reykleysis. Til þess er bæklingurinn ætlaður.

Bæklingurinn er framlag læknafélaganna til eflingar tóbaksvarna en reyklausi dagurinn sem haldinn er ár hvert að tilhlutan WHO er að þessu sinni helgaður heilbrigðisstarfsfólki sem er í lykilaðstöðu til að hafa áhrif á neysluvenjur almennings.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica