Kápa mánaðarins

COVID-19 Í HÖRPU

                               

Starfsfólk Heilsugæslunnar í Efra-Breiðholti var mætt í bílakjallarann í Hörpu sunnudaginn 22. mars til þess að taka sýni úr ökumönnum og farþegum bíla sem áttu pantaðan tíma. Bílaröð hlykkjaðist hægt og varlega gegnum rýmið og undraverur í búningum munduðu sótthreinsaða pinna til að fiska upp sýni úr koki og nefholi fólksins. - Fáheyrðar aðstæður og líktust helst kvikmyndatöku fyrir einhvern villtan framtíðartrylli en var engu að síður ískaldur raunveruleikinn sjálfur.
VS

Ljósmynd/Anton Brink
Þetta vefsvæði byggir á Eplica