Kápa mánaðarins

Mislingaveiran

 

Kápumyndin í apríl er þrívíddarmynd af mislingaveirunni sem er gjörð af meistarahöndum auðsjáanlega.

Mislingar byrja með hita, horrennsli, hósta, rauðum augum og sárum hálsi. Í kjölfarið fylgja útbrot um allan skrokkinn. Mislingar eru bráðsmitandi og ferðast um með andardrættinum, hósta og hnerra. Allar ættu að vera sprautaðir með MMR en það er bóluefni sem verndar börn og fullorðna fyrir mislingum, hettusótt og rauðum hundum.

Mynd frá CDC (Centers for Disease Control and Prevention), teiknari: Alissa Eckert.

Mislingar hafa vafalítið fylgt mannkyni frá örófi alda. Þeim var einna fyrst lýst á 9. öld af lækni í hinni fornu Persíu sem greindi á milli bólusóttar og mislinga. Sjúkdómurinn olli miklum búsifjum á fyrri tíð, og dæmi eru um að byggðarlög hafi nærfellt lagst í auðn af hans völdum. Hann er talinn hafa lagt um 200 milljónir manna að velli síðastliðin 150 ár og enn deyja um 150-160 þúsund börn árlega þrátt fyrir að bóluefni hafi verið til reiðu frá miðjum sjöunda áratug síðustu aldar.

Úr leiðara Sigurðar Guðmundssonar í Læknablaðinu í apríl 2014         Þetta vefsvæði byggir á Eplica