Kápa mánaðarins

Aðgerð


 

AÐGERÐ

Læknarnir Cushing og Scarff að undirbúa heilaskurð. Cushing (1869-1939) var brautryðjandi í taugalæknisfræði og starfaði lengst af á Johns Hopkins-spítalanum í Baltimore. Teikningar hans af heilanum, áhöld sem hann hannaði og þriggja binda ævisaga kanadíska læknisins William Osler sem Cushing fékk Pulitzer-verðlaunin fyrir eru meðal þess efnis sem hann lét eftir sig. Þetta góss er að stærstum hluta varðveitt á lækningasögusafni Yale-háskólans. Myndin á kápu októberblaðsins er birt með leyfi safnsins og tekin í kringum árið 1930 á Peter Bent Brigham-sjúkrahúsinu í Boston.Þetta vefsvæði byggir á Eplica