Kápa mánaðarins

ÞUNGUN ER GUÐDÓMLEG

Nútíminn hefur leitt birtu og ljós og rannsóknarmöguleika inn í móðurkviðinn, fósturgreining er komin á annað tilverustig en áður var. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að allt áhrærandi meðgöngu og fæðingu er guðdómlegur hluti sköpunarverksins og ofar allri tækni hvaða nafni sem hún nefnist. – Myndin er teiknuð og varðveitt hjá Getty Images/Sciepro.

Á kápu blaðsins núna eru settar inn nokkrar fyrirsagnir úr blaðinu, - þetta tíðkaðist um árabil í langri sögu Læknablaðsins og síðast gert í desemberblaðinu 1972.

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica