Stöðuauglýsingar

Framkvæmdastjóri lækninga á Vesturlandi

Laus er til umsóknar staða framkvæmdastjóra lækninga við Heilbrigðisstofnun Vesturlands. 

Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi.  Þátttaka í klínísku starfi er eftir samkomulagi.

Staðan veitist frá 1. september 2023.

Næsti yfirmaður er forstjóri stofnunarinnar. 

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Framkvæmdastjóri lækninga er yfirmaður allrar læknisþjónustu stofnunaninnar og ber faglega ábyrgð á þeirri þjónustu sem undir hann heyrir samkvæmt skipuriti í samræmi við 10 gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007.
 • Skipuleggur, samræmir og hefur umsjón með mönnun og framkvæmd læknisþjónustunnar.
 • Situr í framkvæmdastjórn og ber ábyrgð með henni á áætlanagerð, rekstri og þjónustu.
 • Vinnur að stefnumótun, markmiðasetningu, árangursmælingum og hefur frumkvæði að umbótum.
 • Hefur umsjón og eftirlit með gæðamálum, sýkingavörnum og fræðslu og kennslu lækna.
 • Er formaður viðbragðsstjórnar HVE og á sæti í lyfjanefnd HVE.

 

Hæfniskröfur:

 • Fullgild réttindi sem læknir með sérfræðimenntun og íslenskt starfsleyfi.
 • Menntun og/eða reynsla á sviði stjórnunar í heilbrigðisþjónustu æskileg.
 • Reynsla af mannauðsmálum er æskileg.
 • Staðgóð þekking á íslensku heilbrigðisskerfi og lagaumgjörð.
 • Reynsla af þverfaglegri teymisvinnu.
 • Reynsla af stefnumótun og umbótaverkefnum.
 • Leiðtogahæfileikar, frumkvæði, áreiðanleiki og metnaður til að ná árangri í starfi.
 • Geta til að takast á við krefjandi verkefni í breytilegu starfsumhverfi.
 • Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfileikar.
 • Reynsla af kennslu og þekking á vísindastörfum er æskileg.
 • Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti.

 

Frekari upplýsingar um starfið

Umsókn fylgi ítarlegar og staðfestar upplýsingar um nám og fyrri störf ásamt afriti af starfsleyfi og prófskírteinum.

Umsókn fylgi einnig kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið.

 

Samkvæmt 36. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007 metur stöðunefnd lækna faglega hæfni umsækjenda.

 

Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggir ákvörðun um ráðningu á innsendum gögnum, umsögn stöðunefndar, viðtölum og umsögnum.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu HVE.

 

Umsóknarfrestur er til og með 21. apríl 2023.

Sótt er um starfið rafrænt á www.hve.is eða á starfatorg.is.  

 

Nánari upplýsingar veitir Jóhanna F. Jóhannesdóttir, forstjóri HVE, tölvupóstfang: johanna.johannesdottir@hve.is

 

 

Heilbrigðisstofnun Vesturlands veitir fyrsta og annars stigs heilbrigðisþjónustu í heilbrigðisumdæmi Vesturlands í samræmi við lög og reglur á hverjum tíma. Þjónustan er veitt íbúum umdæmisins og öðrum sem eftir henni leita.  Kjarnastarfsemin skiptist á þrjú svið eftir meginviðfangsefnum þ.e. heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasvið.

 

HVE rekur átta heilsgæslustöðvar sem hafa það hlutverk að veita læknisþjónustu, hjúkrun, geðheilbrigðisþjónustu, heilsuvernd, forvarnir, slysa- og bráðaþjónustu, annast sjúkraflutninga og starfrækja geðheilsuteymi.

HVE rekur þrjár hjúkrunardeildir, á Hólmavík, Hvammstanga og í Stykkishólmi. Á Hvammstanga og í Stykkishólmi eru auk þess nokkur sjúkrarými.

Á Akranesi er öflugt umdæmissjúkrahús sem þjónar íbúum og öðrum sem eftir þjónustu leita. Sérstök áhersla er lögð á örugga sólarhringsþjónustu. Á sjúkrahúsinu er þrjár legudeildir þar sem veitt er fjölbreytt sérfræðiþjónusta á sviði lyflækninga, skurðlækninga, bæklunarlækninga, kvensjúkdómalækninga og fæðingahjálpar. Þar er einnig svæfingadeild og skurðstofur ásamt endurhæfingu, rannsókna- og myndgreiningaþjónustu. Speglunar-, göngu- og slysadeild er við sjúkrahúsið og unnið er að eflingu bráðamóttöku. Auk sérfræðilækna starfa sérnámsgrunnlæknar við stofnunina.

Í Stykkishólmi er sérhæfð endurhæfingardeild sem sinnir meðferð við háls- og bakverkjum á dagdeild sem stendur öllum landsmönnum til boða. 

Lögð er áhersla á virðingu, traust og fagmennsku.  Velferð skjólstæðinga skal höfð að leiðarljósi.  Stuðlað er að virkri sí- og endurmenntun starfsfólks.

HVE tekur þátt í menntun heilbrigðisstétta í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og aðrar menntastofnanir.

 

 

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica