Stöðuauglýsingar

Læknar við heilsugæslustöðvar HVE

Heilbrigðisstofnun Vesturlands óskar eftir sérfræðingum í heimilislækningum á þrjár heilsugæslustöðvar HVE á Snæfellsnesi sem fyrst.

Til greina kemur að ráða tímabundið almenna lækna með reynslu fáist ekki sérfræðingar til starfa.

Á Snæfellsnesi eru þrjár stafsstöðvar; í Grundarfirði, Ólafsvík og Stykkishólmi. Unnið er að nánara samstarfi milli heilsugæslustöðvanna með aukna teymisvinnu að leiðarljósi.

Á starfsstöðvunum starfar auk lækna öflugur þverfaglegur hópur heilbrigðisstarfsmanna s.s. heilbrigðisgagnafræðingar, hjúkrunarfræðingar, ljósmóðir sem annast mæðravernd á svæðinu, móttökuritarar, sálfræðingur, sjúkraflutningmenn, sjúkraliðar og sjúkraþjálfarar. Heilsugæslusviðið á Snæfellsnesi þjónar fyrst og fremst íbúum svæðis, en auk þess annast læknar reglubundna þjónustu við íbúa á hjúkrunarheimilum og fangelsið á Kvíabryggju.

Helstu verkefni og ábyrgð

Almenn læknisþjónusta og heilsuvernd.

Vaktþjónusta fylgir störfum samkvæmt samkomulagi.

Leitað er að áhugasömum einstaklingum til að taka þátt í að endurskipuleggja og þróa heilsugæsluþjónustu til framtíðar í samræmi við áherslur heilbrigðisstefnu til ársins 2030 og starfsáætlun HVE.

Hæfniskröfur

  • Íslenskt lækningaleyfi er skilyrði.
  • Sérfræðiviðurkenning í heimilislækningum er æskileg eða reynsla af störfum í heilsugæslu.
  • Lögð er áhersla á faglegan metnað, jákvæðni og sveigjanleika.
  • Lipurð og áreiðanleiki í samskiptum er skilyrði.
  • Góðrar íslenskukunnáttu er krafist.
  • Ökuleyfi.

Áskilinn er réttur til að hafna umsóknum frá einstaklingum, sem teljast ekki uppfylla framangreind skilyrði.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.

Umsókn skal fylgja ítarleg náms og starfsferilskrá auk staðfests afrits af starfsleyfi Embættis landlæknis.

Möguleiki er á aðstoð við útvegun húsnæðis.

Snæfellsnes er mjög góður staður til að búa á, fjölskylduvænt umhverfi og stutt í mikla náttúrufegurð.

Áhugasömum er velkomið að koma í heimsókn og kynna sér aðstæður.

Fleiri upplýsingar um þjónustu, mannlíf og stjórnsýslu á síðum sveitarfélaga:

https://www.grundarfjordur.is/

https://snb.is/

https://www.stykkisholmur.is/

Starfshlutfall er 80-100%

Umsóknarfrestur er til og með 28.09.2022

Nánari upplýsingar veitir

Vilborg Lárusdóttir, Mannauðsstjóri - vilborg.larusdottir@hve.is - 432-1000
Þórður Ingólfsson, Yfirlæknir - thordur.ingolfsson@hve.is - 432-1450

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica