Þekking almennings á Íslandi á líknarmeðferð og viðhorf til lífsloka

Forsíðumynd að þessu sinni er tileinkuð rannsókn sem birtist í þessu tölublaði. Hún er um þekkingu og viðhorf almennings hér á landi til líknarmeðferðar og lífsloka. Lífslokameðferð er oft veitt í bland við aðrar meðferðir, allt eftir þörfum sjúklinga. Hún er mikilvægur þáttur í heilbrigðisþjónustu, sérstaklega fyrir þá sem eru að glíma við krabbamein, hjartasjúkdóma og aðra alvarlega sjúkdóma.

aprílblaðið

04. tbl. 111. árg. 2025

Ritstjórnargreinar

Jón Eyjólfsson

Líknarmeðferð, þekking og viðhorf meðal almennings á Íslandi. Jón Eyjólfur Jónsson

Á Íslandi og víða í veröldinni umhverfis okkur er vaxandi þungi í umræðunni um það að einstaklingur eigi að geta ákveðið eigið dánardægur, að uppfylltum vissum skilyrðum og oftast er krafist aðkomu, eða að minnsta kosti ábyrgðar læknis. Hér er því margþætt siðferðis,- og siðfræðilegt viðfangsefni. Það er því fengur í könnun á þekkingu almennings á þeim hugtökum sem falla undir þessi mál.

 

Nanna S. Kristinsdóttir

Kjarasamningur lækna frá sjónarhóli Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Nanna S. Kristinsdóttir

Það reyndist tímafrekt verkefni að varpa launum lækna yfir í nýja launatöflu. Ungir sérfræðingar fá hlutfallslega mesta launahækkun og þar ræður mestu um hraðari ávinnslu starfsaldurs. Vörpun eldri lækna reyndist meiri áskorun og augljóst að starfsbundnir þættir stofnunarinnar þyrftu að hæfa flestum læknum. Var þar litið til þátta sem ráða miklu um aðgengi að heilsugæslustöðvum og samfellu í þjónustu við skjólstæðinga í anda heimilislækninga.

Fræðigreinar

Svandís Íris Hálfdánardóttir, Valgerður Sigurðardóttir

Rannsókn. Þekking á líknarmeðferð og viðhorf til lífsloka meðal almennings á Íslandi

Á Íslandi er þekkingu almennings á líknarmeðferð ábótavant en hugtakið sjálft er vel þekkt enda hefur sérhæfð líknarþjónusta verið starfrækt á landinu í 35 ár. Það er þó þörf á að bæta þekkingu og efla vitund almennings um tilgang og eðli líknarmeðferðar. Þær aðferðir sem notaðar eru í líknarmeðferð geta bætt líðan og lífsgæði.

Fehima Líf Purisevic, Hrafnhildur Eymundsdóttir, Jón Snædal, Helga Eyjólfsdóttir

Rannsókn. Svipgerðir og faraldsfræði framheilabilunar á Íslandi

Markmið rannsóknarinnar var að kanna algengi og nýgengi framheilabilunar á Íslandi síðastliðna áratugi og að afla frekari upplýsinga um lýðfræði, klínísk einkenni og greiningaraðferðir ásamt því að bera saman svipgerðir sjúkdómsins. Vegna eðlis framheilabilunar verður að teljast líklegt að nánast allir sjúklingar sem greinst hafa með framheilabilun hafi komið í greiningarferli á minnismóttöku Landspítalans eða séu þar í eftirliti á einhverjum tíma. Undirmarkmið var að kanna lyfjanotkun einstaklinga með framheilabilun við sjúkdómsgreiningu.

Luis Gísli Rabelo, Carlos Magnús Rabelo, Sigurður Ingi Magnússon, Bryndís Sigurðardóttir, Inga Lára Ingvarsdóttir, Tómas Guðbjartsson

Sjúkratilfelli. Öndunarbilun vegna COVID-19 lungnabólgu meðhöndluð með lungnadælu(VV-ECMO) – tvö sjúkratilfelli

Hér er lýst tveimur tilfellum áður hraustra karlmanna á miðjum aldri sem veiktust heiftarlega af COVID-19 lungnabólgu. Báðir fengu í kjölfarið alvarlega öndunarbilun þar sem hefðbundin meðferð í öndunarvél dugði ekki til. Var því gripið til meðferðar með lungnadælu og náðu sjúklingarnir fullri heilsu.


marsblaðið

Umræða og fréttir

Olga Björt Þórðardóttir

Fyrsta tilfelli SMA greindist í fyrsta mánuði sem skimað var

„Það er gaman að starfa sem barnataugalæknir þegar hægt er að bjóða meðferð við þessum alvarlega sjúkdómi sem við höfðum enga meðferð við fyrir nokkrum árum. Það verður spennandi að fá að fylgjast með þessum börnum í framtíðinni og áframhaldandi lyfjaþróun.“

Rafn Hilmarsson

KLÍNÍSK SKOÐUN OG AÐFERÐAFRÆÐI. Blöðruhálskirtill. Rafn Hilmarsson

Blöðruhálskirtill er líffæri í grindarholi karla, staðsettur neðan við þvagblöðru og framan við endaþarm og gengur þvagrásin í gegnum hann. Hlutverk blöðruhálskirtils er að framleiða hluta af sæðisvökvanum, ásamt sáðblöðrum sem eru samtengdar kirtlinum. Blöðruháls- kirtill er á stærð við kirsuberjatómat (20ml) hjá ungum manni en stækkar með aldri og hjá miðaldra manni nær golfkúlu (40ml). 

Elsa Valsdóttir

Sameiginlegt Vísindaþing 2025

Föstudaginn 4. apríl var haldið sameiginlegt vísindaþing Skurðlæknafélags Íslands, Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands, Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna, Fagráðs hjúkrunar aðgerðarsjúklinga og Fagdeilda skurðhjúkrunarfræðinga, svæfingar- og gjörgæsluhjúkrunarfræðinga. Þingið var haldið á hótel Hilton og var metþátttaka, en tæplega 400 manns skráðu sig til leiks.

Elsa Valsdóttir

Námskeið í ATLS fyrir lækna í framlínunni

Lengi vel þurftu íslenskir læknar að sækja þessi námskeið erlendis, en undanfarin ár hafa þau verið haldin á Íslandi, undir merkjum ATLS í Svíþjóð, að frumkvæði og undir forystu Elfars Úlfarssonar, heila- og taugaskurðlæknis. Hér eftir verða námskeiðin alfarið íslensk, undir merkjum Skurðlæknafélagsins, í samvinnu við Menntadeild Landspítala, sem sér um alla framkvæmd.

Rósa Steinunn Solveigar Sturludóttir

Smokkaherferð sóttvarnalæknis

Læknablaðið hafði spurnir af því Sóttvarnarlæknir fyrirhugi herferð með áherslu á vitundarvakningu almennings um notkun smokksins. Eins og vel er þekkt er smokkurinn alltaf besta vörnin gegn kynsjúkdómum. Læknablaðið hafði af þessu tilefni samband við Önnu Margréti Guðmundsdóttur lækni Embætti Landlæknis og spurði hana út í aðaláherslur þessarar herferðar.

 

Magdalena Ásgeirsdóttir

Úr penna stjórnar. Félagsstörf. Magdalena Ásgeirsdóttir

Ég hef verið þeirrar gæfu njótandi að hafa í mörg ár verið treyst fyrir setu í stjórn félagsins og starfað með þremur formönnum. Ég tók þetta að mér af því að ég vildi kynnast öllum hliðum þessa öfluga félags sem og að leggja mitt af mörkum. Mér hefur þótt stjórnarsetan skemmtilegt og gefandi. Ég hef kynnst mörgum og eignast góða vini.

 

Olga Björt Þórðardóttir

Heimaspítali: Nýjung í þjónustu við einstaklinga í krabbameinsmeðferðum á Landspítala

Ný þjónusta er nú í þróun á Landspítala sem miðar að því að hægt verði að gefa ákveðnar krabbameinsmeðferðir úr sjúkrahúsaðstæðum og inn á heimili sjúklinga. Nú hefur verið stigið skref í átt til þess að gera einstaklingum kleift að fá krabbameinslyfjameðferð heima þar sem það á við. Þetta mun auka lífsgæði þeirra sem glíma við alvarlega sjúkdóma, en auk þess vonandi fækka innlögnum og efla þjónustu utan spítala. Læknablaðið ræddi við yfirlækna tveggja sérsviða sem hafa unnið að þessari nýjungAgnesi Smáradóttur, yfirlækni lyflækninga krabbameina, og Signýju Völu Sveinsdóttur, yfirlækni blóðlækninga

Olga Björt Þórðardóttir

Þrjár vikur sem reyndu vel á þolmörk margra

Í októbermánuði í fyrra greindist barn á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins með blóðugan niðurgang. Fljótlega staðfesti saursýni að um væri að ræða E. coli bakteríu sem myndar svokallað Shiga-eitur (Shiga toxin-producing E. coli, STEC). Á örfáum dögum varð ljóst að ekki væri um einstakt tilfelli að ræða – heldur hópsýkingu sem reyndi á allt viðbragðskerfi barnaspítalans.

Einar Stefánsson, Jón Eyjólfur Jónsson, Gestur I Pálsson, Jón Snædal

Bréf til blaðsins. Vanhelgun ævikvöldsins

Ákvörðun um byggingarframkvæmdir í Sóltúnshúsinu er tekin að íbúunum forspurðum. Íbúar hússins fá hvorki grenndarkynningu né andmælarétt. Ljóst má vera að eigendur venjulegs fjölbýlishúss í Reykjavík myndu ekki byggja heila hæð ofan á húsið án þess að kynna það íbúum, varla gera það án þeirra samþykkis og ekki detta í hug að íbúarnir búi í húsinu meðan byggingarframkvæmdir standa. Þetta á við um venjulega heilbrigða borgara. Hafa heilabilaðir og fatlaðir íbúar hjúkrunarheimila engan rétt?

Rósa Steinunn Solveigar Sturludóttir

Annt um tvískipt hlutverk lækna

Sæmundur Rögnvaldsson er nýdoktor og sérnámslæknir í lyflækningum. Hann var valinn Ungur vísindamaður Landspítala vorið 2025 og nú á dögunum fékk hann um 60 milljóna króna rannsóknarstyrk frá World Cancer Research Fund. Styrkur þessi er til þess að rannsaka tengsl næringar og líkamsþyngdar við forstig mergæxlis og þróun þess yfir í mergæxli. Á síðasta ári fékk hann auk þess tæplega 70 milljón króna verkefnastyrk frá Rannís til að rannsaka tengsl forstigs mergæxlis við aðra sjúkdóma.

Hlynur Grímsson

Bókin mín. Af lifandi og dauðum, kaþólikkum og mótmælanda. Hlynur Grímsson

Einn daginn var sett fyrir að lesa Dracula eftir Bram Stoker fyrir næsta tíma. Ég var nú ekkert mjög impressed: Vampírur? Í alvöru? Mundi eftir all nokkrum mislélegum vampírubíómyndum þar sem ég var yfirleitt sofnaður fyrir hlé. Dró að hefja lesturinn eins lengi og ég gat. Eitt rigningarkvöldið varð ég samt að byrja.

Dögg Pálsdóttir

Lögfræðipistill. Verktaka lækna. Dögg Pálsdóttir

Læknafélag Íslands (LÍ) kallaði í upphafi þessa árs eftir upplýsingum frá heilbrigðisstofnunum um þóknanir sem þær greiða verktakalæknum. Í ljós kom að flestar ef ekki allar eru með fastar og nokkuð áþekkar þóknanir fyrir þessi störf. Þóknanirnar eru mismunandi eftir því hvort unnin er dagvinna eða hvort læknirinn er á sólarhringsvakt, það er, vinni dagvinnu frá kl. 8-16 og sé á bakvakt frá klukkan 16-8 næsta morgun.

Ívar Sævarsson

Dagur í lífi. … „bara badabastu, bastu!“ Ívar Sævarsson

8:05 Fyrsti sjúklingur dagsins bíður mín á einu bráðastæðinu. Það er maður með hjartsláttartruflanir. Hann reynist vera í ofansleglahraðtakti (SVT) en heldur góðum þrýstingi. Ég framkvæmi „modified Valsava“ og viti menn, hann slær aftur yfir í sinus! Einstaklega gefandi þegar þetta heppnast.

Gunnlaugur Sigfússon

Sérgreinin mín. Barnahjartalækningar. Börnin eru besta fólk með hjartað á réttum stað. Gunnlaugur Sigfússon

Ég hef starfað á Barnaspítala Hringsins frá heimkomu 1997 og samhliða sjálfstætt starfandi barnahjartalæknir á stofu. Á árunum 2011-2020 vann ég í hlutavinnu á hjartadeildinni á Astrid Lindgren barnaspítalanum við Karolinska í Stokkhólmi og var það einstaklega gefandi tími og góð reynsla.

Harpa Viðarsdóttir

Sérgreinin mín. Barnahjartalækningar. Smellur þetta allt saman? Harpa Viðarsdóttir

Ein af þeim sérgreinum sem ég hafði kynnst hvað mest á Íslandi voru nýburalækningar. Ég fann að það átti vel við mig. Það var þó alltaf eitthvað við hjartað sem mér þótti spennandi en taldi það óskynsamlegt val, af ýmsum ástæðum. Mér voru minnisstæðir þeir tveir mánuðir af kandidatsárinu mínu sem ég lenti á „bláa teyminu“ á hjartadeildinni sem sinnti þá að mestu takttruflunum. 

Halla Fróðadóttir

Liprir pennar. Leiðin til Curacao liggur í gegnum safnkerfi nýrans. Halla Fróðadóttir

Það er afar hressandi að skipta svona alfarið um vinnu umhverfi og kynnast nýju fólki, nýrri þjóð og nýrri menningu. Fjölskyldan er alsæl. Yngsti sonur okkar er í alþjóðlegum skóla og annar af eldri sonum okkar kom með og vinnur hjá köfunarfyrirtæki. Maðurinn minn vinnur heiman frá í fyrirtækinu sínu á Íslandi.




Þetta vefsvæði byggir á Eplica