Sædís Sævarsdóttir nýr deildarforseti læknadeildar Háskóla Íslands

„Við hjá Læknadeild erum með frábært starfsfólk og nemendur, en við þurfum grunnforsendur til að byggja undir það,“ segir Sædís í ítarlegu viðtali við Læknablaðið.

September blaðið

09. tbl. 111. árg. 2025

Ritstjórnargreinar

Örvar Arnarson

Botnlangabólga – uppáhaldsaðgerð skurðlæknisins. Örvar Arnarson

Skurðaðgerð vegna botnlangabólgu er algengasta bráðaskurðaðgerðin sem framkvæmd er í vestrænum heimi. Í dag er aðgerðin oftast gerð í gegnum kviðsjá, þar sem kviðarholið er fyllt af lofti og einungis gerð þrjú lítil göt í kviðinn. Þessi aðgerð er ein af fyrstu aðgerðunum sem sérnámslæknar framkvæma og keppast þeir gjarnan um að verða fyrstir á skurðstofuna.

Árdís Björk Ármannsdóttir

Vonir og væntingar til nýs örorku- og endurhæfingarkerfis. Árdís Björk Ármannsdóttir

Það er mikilvægt fyrir stjórnvöld og þjónustuaðila í nýju kerfi að fylgjast náið með áhrifum breytinganna, meta kosti þeirra og galla og fylgjast með heildarkostnaði. Hlusta á reynslu fagaðila og notenda og hafa hugrekki til að breyta því sem betur má fara. Þannig getur nýja kerfið orðið raunverulegt framfaraskref – og ekki bara vonir og væntingar á blaði. Við skulum ekki bara láta þetta reddast.

Fræðigreinar

Guðrún Margrét Viðarsdóttir, Halla Viðarsdóttir, Páll Helgi Möller

Yfirlitsgrein. Botnlangabólga

Botnlangabólgu geta fylgt fylgikvillar á borð við rof og myndun graftarkýla og er því skjót greining mikilvæg. Nákvæm sögutaka og líkamsskoðun eru lykilþættir í greiningu en blóðrannsóknir og myndrannsóknir geta einnig veitt mikilvægar upplýsingar. Ýmis stigunarkerfi hafa verið þróuð til að aðstoða við greiningu botnlangabólgu. Meðferð botnlangabólgu felst fyrst og fremst í skurðaðgerð en einnig kemur til greina að meðhöndla botnlangabólgu eingöngu með sýklalyfjum.

Brynhildur Thors, Enrico Bernardo Arkink, Zoran Podvez, Ólafur Árni Sveinsson

Sjúkratilfelli. Ofhreyfingar í útlimum – óvanaleg birtingarmynd skammvinnrar blóðþurrðar í heila

Hér er lýst tilfelli 79 ára konu sem leitaði til læknis vegna ofhreyfinga í vinstri útlimum þar sem myndgreining sýndi alvarlega þrengingu (nær lokun) í hægri hálsslagæð og dreifð blóðþurrðarsvæði í samsvarandi heilahveli. Einkenni voru talin á grunni blóðflæðiskerðingar til heila, sem kom helst fram þegar konan stóð á fætur, og höfðu aukist með nýlega aukinni blóðþrýstingsmeðferð. Hún fór í hálsæðaraðgerð (carotid endarterectomy) og náði sér vel.

 


júlí-ágúst blaðið

Umræða og fréttir

Helga Ágústa Sigurjónsdóttir

Framtíðarlæknar Íslands – læknanemarnir – mannauður og laun

Hjalti Dagur segir betra samráð milli stofnana, ráðuneytis og faghópa þurfa til að tryggja að mannauðurinn sjái sér hag í að starfa hér til frambúðar. Málið snúist ekki aðeins um prósentu og krónur heldur um traust og virðingu fyrir þeim sem halda þjónustunni gangandi.

Óli Hilmar Ólason

Klínísk skoðun og aðferðarfæði. Skoðun nýbura. Óli Hilmar Ólason

Á Íslandi er fyrsta nýburaskoðun framkvæmd af barnalækni í flestum tilfellum. Þegar börn fæðast á fæðingarheimilum er fyrsta skoðun framkvæmd af ljósmóður. Við nýburaskoðun er hægt að greina heilsuvandamál sem ekki voru þekkt á meðgöngu. 

Olga Björt Þórðardóttir

„Áskoranir varðandi mönnun fylgja okkur áfram inn í haustið“

Sjúkrahúsið á Akureyri er, eins og Landspítali, háskólasjúkrahús, en töluvert minna og deildir vinna mjög náið saman. Læknablaðið ræddi við Kristjönu Kristjánsdóttur, deildarstjóra mannauðsdeildar á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Helga Ágústa Sigurjónsdóttir

Breytingar í ritstjórn Læknablaðsins

Síðastliðið vor viku þau Halla Viðarsdóttir skurðlæknir og Oddur Ingimarsson geðlæknir úr sætum sínu í ritstjórn Læknablaðsins og er þeim þakkað gott og skemmtilegt samstarf og óskað heilla í þeim verkefnum sem í framtíðinni bíða. Í stað þeirra hafa dr. Örvar Arnarson skurðlæknir og dr. Hallgerður Lind Kristjánsdóttir blóðmeinalæknir þegið sæti í ritstjórn Læknablaðsins.

Thelma Kristinsdóttir

Úr penna stjórnarmanna LÍ. Þarf að binda laun lækna(nema) í kjarasamning? Thelma Kristinsdóttir

Nú líkt og þá eru heilbrigðisstofnanir landsins uppfullar af læknanemum yfir sumartímann. Þar hafa þeir verið ráðnir í afleysingar, gagngert til þess að hleypa þeirra framtíðarkollegum í kærkomið sumarfrí. Laun þessara læknanema hafa, í gegnum tíðina, tekið mið af launum nýútskrifaðs læknis.

Olga Björt Þórðardóttir

„Þú færð ekki úrvalslið nema þú fjárfestir í yngri flokkum“

Sædís hefur umfram allt trú á framtíð íslenskrar læknisfræði, en leggur áherslu á að samhæfa fjármögnun og stjórnsýslu heilbrigðis- og menntakerfis betur og leyfir sér að vera bjartsýn enda er fagfólk í lykilstöðum nú. „Við hjá Læknadeild erum með frábært starfsfólk og nemendur, en við þurfum grunnforsendur til að byggja undir það,“ segir hún.

Olga Björt Þórðardóttir

„Offita er ekki persónulegt val“

Finnski læknirinn og prófessorinn Kirsi Pietiläinen hefur haft mikil áhrif á viðhorf til offitu og sykursýki, bæði í heimalandi sínu og víðar. Kirsi kemur til vinnufundar Nordic obesity network á Íslandi í október og heldur erindi á ráðstefnu Félags fagfólks um offitu í Salnum, Kópavogi 31. október. 

Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Leikjaforrit til snemmgreiningar á heilabilun: nýsköpun og tækifæri í læknisfræði

Fjórar vinkonur úr menntaskóla tóku höndum saman síðastliðinn vetur og kepptu í Gull­egginu með hugmynd sína Vita, hugörvarvandi leikjaforrit sem ætlað er að flýta fyrir greiningu á heilabilun.

Oddur Ingimarsson

Algengi örorku og fjárhagslegir hvatar til atvinnuþátttöku

Það er áskorun að hanna lífeyriskerfi öryrkja þannig að það tryggi grunnframfærslu en án þess að draga úr hvata til atvinnuþátttöku. Jafnframt þarf kerfið að vera réttlátt gagnvart þeim sem vinna og fjármagna kerfið. Áhrif hlutaörorku á algengi örorku á eftir að koma í ljós en vonandi minnkar hlutaörorka algengi fullrar örorku frekar en að verða aðallega viðbót við kerfið eins og hætta er á.

Doktorsvörn við Háskóla Íslands. Inga Lára Ingvarsdóttir

Inga Lára Ingvarsdóttir varði doktors-ritgerð sína í læknavísindum við læknadeild Háskóla Íslands þann 27. júní síðast-liðinn. Andmælendur voru dr. Jan van der Linden, prófessor við Karolinska sjúkrahúsið í Svíþjóð, og dr. Julie Vishram-Nielsen, prófessor við Zealand University Hospital í Danmörku.

Sigrún Helga Lund

Tölfræði. Túlkun marktækni þegar öryggisbil skarast. Sigrún Helga Lund

Í bæði rannsóknarsamstarfi og kennslu hef ég oft orðið vör við þann misskilning að þegar öryggisbil fyrir meðaltöl tveggja eða fleiri hópa skarast, þýði það sjálfkrafa að ekki sé marktækur munur milli hópanna. Þetta er skiljanlegt, enda höfum við vanist því að ef einungis eitt meðaltal er metið og borið saman við fast viðmið, þá nægi að skoða hvort viðmiðið liggi utan öryggisbilsins til að álykta um marktækni.

Vilhelmína Haraldsdóttir

Bókin mín. Hnífur eftir Salman Rushdie. Vilhelmína Haraldsdóttir

Ég var fimm ára þegar ég lærði að lesa og las fyrst bókina um Dísu ljósálf. Ég las mikið sem barn en þegar ég fór í MR og svo læknisfræðina varð eitthvað undan að láta.

 

Lára Halla Maack

Öldungadeildin. Læknaróman Art Nouveau. Lára Halla Maack

Hér fylgir mynd af næturljósi, sem Magga frænka gaf mér 1980, það var gjöf frá gömlum hjónum í Kanada. Ekki var ég fyrr búin að mynda það og setja á fb-síðu styrktarfélagsins, en tölvupóstur barst mér frá uppboðsfyrirtækjum í Evrópu sem buðu mér milljónir fyrir litla Möggulampann, sögðu hann vera frá 1910.

Kristján Orri Víðisson

Dagur í lífi. Sumardagur í Lundi. Kristján Orri Víðisson

11:30 Röntgenfundur og svo farið saman yfir sjúklinga gjörgæslunnar ásamt þeim læknum sem eru við vinnu á gjörgæslunni í dag. Alltaf lærdómsríkt að heyra hvað reyndari kollegar segja um tilfellin á deildinni.

Arnar Geirsson

Sérgreinin mín. Hjarta- og lungnaskurðlækningar. Að laga bilaðar hjartalokur á hverjum degi. Arnar Geirsson

Ég fór í almennar skurðlækningar við Yale í Bandaríkjunum árið 1998 fyrir tilstilli Margrétar Oddsdóttur og Jónasar Magnússonar sem höfðu skapað góð tengsl við skurðdeildinna á Yale. Þetta var fimm ára klínískt nám að viðbættum tveimur rannsóknarárum.

Sigurður Ragnarsson

Sérgreinin mín. Hjarta- og lungnaskurðlækningar. Yfirgefðu aldrei sjúklinginn þinn. Sigurður Ragnarsson

Ég fékk sérfræðileyfi í hjarta- og brjóstholsskurðlækningum árið 2016. Ég stundaði rannsóknir með sérnáminu og lauk doktorsprófi frá Háskólanum í Lundi 2017 um árangur míturlokuviðgerða. Ég hef haldið áfram að stunda rannsóknir eftir doktorsprófið og þá helst um hjartaþelsbólgu (endocarditis).

Egill Rafn Sigurgeirsson

Liprir pennar. Hin hliðin á lækninum. Egill Rafn Sigurgeirsson

Að sjálfsögðu tók ég með mér nokkur býflugnabú þegar við fluttum heim. Eftir námskeið sem ég hélt í býrækt árið 2000, stofnuðum við nokkrir áhugamenn og konur Býflugnaræktendafélag Íslands (Bý). Ég hef nú kennt ríflega 220 manns býrækt á undanförnum árum, þar af nokkrum kollegum.




Þetta vefsvæði byggir á Eplica