Að sjá skóginn fyrir jólatrjám

Forsíðumynd desembermánaðar sýnir sjúkratilfelli þar sem útkoma myndgreiningar líkist lýsandi jólatré. Segja má að myndin undirstriki gildi nákvæmrar greiningar og að læknisfræðin getur stundum falið í sér óvænt sjónrænt munstur.

Desember blaðið

12. tbl. 111. árg. 2025

Ritstjórnargreinar

Jóhannes Kári Kristinsson

Amöbusýking í hornhimnu: Sjaldgæfur en sjónskerðandi augnsjúkdómur. Jóhannes Kári Kristinsson

Í þessu tölublaði Læknablaðsins kynna Sigurrós Jónsdóttir læknir og félagar afturskyggna rannsókn á nýgengi AK á Íslandi á tímabilinu 1996–2021. Níu tilfelli greindust á þessum tíma, sem samsvarar nýgengi upp á 1,1 á hverja milljón íbúa á ári. 

Sólrún Melkorka Maggadóttir

Nóbelsverðlaunin í læknisfræði 2025 – jafnvægislist ónæmiskerfisins. Sólrún Melkorka Maggadóttir

Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 2025 hljóta þau Mary E. Brunkow, Fred Ramsdell og Shimon Sakaguchi fyrir byltingarkenndar uppgvötvanir sínar er lúta að ónæmisþoli í útvefjum. Rannsóknir þeirra, sem taka til nær þriggja áratuga, sýndu fram á virkni og starfsemi T-stýrifrumna (T regulatory cells) og leiddu til uppgvötvunar FOXP3 sem lykilumritunarþáttar þeirra frumna. Þannig þróuðust rannsóknir þeirra frá því að kanna sjálfsónæmi yfir í áhrifamestu uppgvötvanir innan ónæmisfræði á síðustu árum.

Fræðigreinar

Sigurrós Jónsdóttir, Ingibjörg Hilmarsdóttir, Daníel Alexandersson, Gunnar Már Zoega

Rannsókn. Amöbusýkingar í hornhimnu á Íslandi á árunum 1996-2021

Hornhimnusýking af völdum Acanthamoeba er sjaldgæfur sjúkdómur sem oftast er tengdur við linsunotkun. Töf á greiningu og meðferð, mögulegar samsýkingar og þol amöbunnar gegn lyfjameðferð geta valdið varanlegri sjónskerðingu. Markmið rannsóknarinnar var að meta nýgengi amöbusýkinga í hornhimnu á Íslandi síðastliðin 25 ár, greina helstu áhættuþætti og áskoranir í greiningu og meðferð, en ekki síst varpa ljósi á möguleg sóknarfæri.

Ólafur Árni Sveinsson, Jordan Cunningham, Brynhildur Thors

Yfirlitsgrein. Nýjar áherslur í meðferð fótaóeirðar – dópamínvirk lyf á útleið

Algengustu orsakir fótaóeirðar eru ættlægni og járnskortur. Nýjar leiðbeiningar hafa verið birtar um meðhöndlun fótaóeirðar. Ný sýn er á notkun dópamínörva í fótaóeirð. Ekki er lengur mælt með notkun þessara lyfja. Ef nota þarf þessi lyf ber að stefna á lága skammta yfir takmarkaðan tíma og fræða sjúkling um mögulegar aukaverkanir við langtímanotkun (sérstaklega einkennamögnun). Mikilvægi járns hefur komið í meingerð og meðferð sjúkdómsins. Ef viðkomandi hefur ferritín í blóði undir 75 ng/mL er mælt með járnmeðferð um munn eða í æð til að hækka ferrritíngildið yfir 100 ng/mL. Ofannefndar leiðbeiningar hjá einstaklingum með fótaóeirð eru aðrar en hjá almennu þýði. Mælt er með notkun gabapentíns eða pregabalíns sem fyrstu meðferð ef járnbirgðir eru góðar. Í þessari grein verður farið yfir einkenni, orsakir og nýlegar leiðbeiningar um meðferð fótaóeirðar.

Dóra Lúðvíksdóttir, Ólafur Pálsson

Tilfelli mánaðarins. Sameinandi greining – að sjá skóginn fyrir jólatrjám

Hér er lýst sjúkratilfelli 72ja ára konu með þekktan astma og endurteknar kinnholubólgur til margra ára, auk einkenna ertings í stórum loftvegum, hæsi og hósta. Hún hafði haft meðferð með langvirkandi beta-örvum og sterum í formi innúða. Sex mánuðum fyrir komu á sjúkrahús hafði hún versnandi einkenni astma, fengið ítrekaða kúra með sýklalyfjum og sterum. Hún hafði mikil eymsli framanvert á brjóstkassa við hósta.


nóvemberblað

Umræða og fréttir

Kristján Guðmundsson

Bókin mín. Hugleiðing um bækur og lækningar. Kristján Guðmundsson

Illviðrasumar í vegagerð í Fljótum norður las ég Kiljan og hef haft mikið dálæti á honum. En þó finnst mér hann enn betri sem þýðandi og bestur þegar hann þýðir önnur höfuðskáld eins og Hemingway í Vopnin kvödd eða Fjallkirkju Gunnars Gunnarssonar.

Hrafn Hlíðdal

Dagur í lífi. Dagur á barnaspítala drottningar. Hrafn Hlíðdal

18:00 Við fjölskyldan erum komin í miðvikudagsklúbbinn með vinahjónum. Við erum fjórar fjölskyldur sem skiptumst á að bjóða vikulega í einfaldan mat. Við fáum tex-mex súpu og krakkarnir fá að leika og horfa svo á mynd. Það er svo gaman hvað maður eignast þétt net af vinum við það að flytja til útlanda.

Ragnar Bjarnason

Sérgreinin mín. Barnalækningar og innkirtlalækningar barna og unglinga – frábært „val“! Ragnar Bjarnason

Eftir menntaskólaárin í MH hafði ég óljósar hugmyndir um hvað ég vildi verða þegar að ég yrði stór, reyndar snemma hávaxinn. Hafði mikinn áhuga á náttúruvísindum almennt, líffræði og jarðfræði efst á blaði. Margir af félögunum stefndu á læknisfræði sem ég ákvað að láta reyna á. Framan af var námið frekar þurrt og lítið gert til að gera það áhugavert. Allt breyttist þegar klíníska námið byrjaði.

Berglind Jónsdóttir

Sérgreinin mín. Snemma beygist krókurinn. Berglind Jónsdóttir

Læknisfræði lærði ég í Háskólanum í Kaupmannahöfn, með stuttu stoppi sem skiptinemi í Læknadeild HÍ á þriðja og fjórða ári. Barnakúrsinn var á spítalanum í Holbæk. Eftirvæntingin var mikil enda hafði ég beðið lengi. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum, þarna voru frábærir barnalæknar sem nutu þess að kenna og ég man ekki eftir að hafa skemmt mér jafn vel í neinu prófi eins og verklega og munnlega prófinu í barnalæknisfræði.

Ebba Margrét Magnúsdóttir

Liprir pennar. Þorum, viljum, getum. Ebba Margrét Magnúsdóttir

Nú þegar hálf öld er liðin frá fyrsta kvennafrídeginum koma konur og kvár saman með kröfuspjöld og vilja breyta því sem betur má fara. Man vel eftir þegar ég sjö ára tók þátt með móður minni að mér fannst margmennið yfirþyrmandi og kröfuspjöldin skrýtin. En gleðin, baráttan og stoltið sem skein úr augum kvenna þennan dag gleymist ei. Eitthvað stórt var í vændum. Þær þorðu, vildu og gátu.

Ólafur Skúli Indriðason

Klínísk skoðun og aðferðarfræði. Þvagskoðun. Ólafur Skúli Indriðason

Við mat á niðurstöðum verður að hafa í huga hvort þvagsýni sé ferskt, fyrsta morgunþvag er jafnan best þar sem það er þétt og súrt, og nauðsynlegt er að fá miðbunusýni og þvo ytri þvagfæri vel fyrir töku sýnis til að fyrirbyggja húðmengun. Við mat á bráðum nýrnaskaða er þó mikilvægt að skoða þvag sem fyrst og ekki rétt að bíða til morguns.

Olga Björt Þórðardóttir

Meira flækjustig þó tilgangurinn sé mikilvægur

Nýir kjarasamningar hafa haft víðtæk áhrif á skipulag vinnu og náms hjá sérnámslæknum á bæði skurð- og kvenna-/fæðingarlæknisfræðisviðum Landspítala. Þó að meginmarkmið samninganna hafi verið að bæta vinnuumhverfi, stytta vinnuviku og tryggja meiri hvíld, hefur útfærslan leitt til aukins flækjustigs, álags á kennslu og breytinga á námstækifærum.

Olga Björt Þórðardóttir

„Sinnum fólki, ekki pappírum“

Gunnar Þór Geirsson tók við sem formaður Félags íslenskra heimilislækna (FÍH) um miðjan október. Gunnar hefur setið í stjórn FÍH frá árinu 2022 og verið ritari félagsins, sem telur um 270 meðlimi. Hann hefur verið heimilislæknir og kennslustjóri hjá HSS síðan 2018. Hann hyggst beita sér fyrir því að minnka skrifræðið svo heimilislæknar fái meiri tíma til að sinna sínum skjólstæðingum.

Olga Björt Þórðardóttir

Samstillt átak gegn sýklalyfjaónæmi

Sýklalyfjaónæmi er vaxandi alþjóðlegt vandamál og hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýst því yfir sem einni stærstu heilbrigðisógn sem mannkynið stendur frammi fyrir. Ef þróunin heldur áfram óáreitt gæti það þýtt að jafnvel einfaldar sýkingar verði ómeðhöndlanlegar. Ísland hefur nú sett sér heildstæða aðgerðaáætlun til að sporna við útbreiðslu sýklalyfjaónæmis, þar sem lögð er áhersla á samspil manna, dýra og umhverfis. Læknablaðið ræddi við Andreas Ströberg, sérfræðing í vatnamálum hjá Umhverfis- og orkustofnun, sem heldur erindið „Salerni til sjávar“ á Læknadögum 2026.

Karl Andersen

Breytt úthlutanakerfi Vísindasjóðs Landspítala

Í ár verða gerðar veigamiklar breytingar á úthlutunarkerfi Vísindasjóðs Landspítala. Þessar breytingar byggja á þeim áherslubreytingum sem koma fram í nýrri vísindastefnu spítalans. Í stuttu máli er stefnan sú að styrkja vísindarannsóknir innan spítalans og leggja áherslu á stór og metnaðarfull verkefni sem líkleg eru til að leiða til birtingar sem vísindagreinar og á alþjóðlegum ráðstefnum.

Ragnar Freyr Ingvarsson

Úr penna stjórnarmanna LÍ. Þurfum við ekki að tala aðeins um afköst? Ragnar Freyr Ingvarsson

Mat á afköstum (framleiðni) í heilbrigðis-þjónustu er flókið viðfangsefni. Það snýst ekki bara um magn heldur umfram allt um gæði. Við viljum öll skilvirkt og öflugt heilbrigðiskerfi sem notar verðmæti eins og mannauð, fjármagn, tækni og tíma vel til að veita eins góða þjónustu og völ er á. Mikilvægt er að greina afköst heilbrigðiskerfisins og safna upplýsingum um hvernig við getum bætt þjónustuna.

Olga Björt Þórðardóttir

„Þetta var í raun heimsþing öldrunarlækninga“

Belgíski prófessorinn Mirko Petrovic er leiðandi sérfræðingur í öldrunarlækningum, sérstaklega á sviði öldrunarlyfjafræði og innkirtlalækninga. Undanfarna áratugi hefur hann byggt upp glæsilegan feril sem helgaður er því að bæta lyfjameðferð aldraðra með sérstakri áherslu á fjöllyfjameðferð, mögulega óþarfar lyfjaávísanir og áskoranir sem fylgja hækkandi aldri.

Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Vilja sjá möguleika á eftirfylgni í takt við aðra langvinna sjúkdóma

Efnaskipta- og offituteymi hefur verið starfrækt á Reykjalundi frá árinu 2001, en það sinnir meðferð einstaklinga með alvarlega offitu og fylgikvilla hennar. Hluti skjólstæðinga gengst svo undir efnaskiptaaðgerðir í kjölfarið. Bjarni Geir Viðarsson skurðlæknir á Landspítalanum og Guðrún Höskuldsdóttir innkirtlalæknir og yfiræknir offituteymis Reykjalundar ræddu stöðu mála í Læknavarpinu

Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Orkuhúsið þverfagleg þjónusta á sviði stoðkerfisvandamála

Orkuhúsið í Urðarhvarfi er samstarf þriggja fyrirtækja á sviði stoðkerfisvandamála. Að Orkuhúsinu standa Læknastöðin, Sjúkraþjálfun Íslands og Röntgen Orkuhúsið og hafa þessir aðilar starfað saman frá byrjun. Haukur Björnsson, bæklunarskurðlæknir hjá Læknastöðinni segir samsteypuna leiðandi í fagmennsku, áreiðanleika og persónulegri þjónustu að öllu því sem snýr að stoðkerfi líkamans.

Þórarinn Guðnason, Ragnhildur Þórarinsdóttir

Aðsent efni. Þjónustukönnun á þremur læknastöðvum sérfræðilækna árið 2025

Sextán spurninga könnun var gerð á tímabilinu 10. febrúar 2025 til 29. apríl 2025 í; Orkuhúsi í Urðarhvarfi, Læknastöðinni í Glæsibæ og Læknasetrinu í Mjódd. Fyrir innra gæðastarf eins og þetta þarf ekki leyfi Vísindasiðanefndar, en ráðgjöf var fengin hjá Persónuvernd við gerð könnunarinnar.

Lára Halla Maack

Öldungadeildin. Haustferð Öldungadeildar LÍ 2025. Lára Halla Maack

Öldungadeildin fór í tveggja daga ferðalag í september 2025. Núverandi stjórn deildarinnar tók við í maí 2025 en inn-gilding nýrrar stjórnar tók marga mánuði, illskiljanlegt með áhugamannafélag. En allar skráningar tókust á endanum og ferðalagið var skipulagt með amríkuhraða, klíku og nepótisminn brúkaður út og suður.




Þetta vefsvæði byggir á Eplica