júlí-ágúst blaðið
07. tbl. 111. árg. 2025
Ritstjórnargreinar
Tjáningarhindrar sem meðferð við ættlægu formi Amyotrophic lateral sclerosis (ALS). Ólöf Jóna Elíasdóttir
Miklum tíma og fjármunum hefur verið varið í rannsóknir á ALS með það að markmiði að finna meðferð. Tjáningarhindrar (antisense oliconucleotides (ASO)) komu til sögunnar 1998 sem tækni til að hafa áhrif á genatjáningu. Tofersen kom fram sem sértæk meðferð fyrir sjúklinga með SOD1-stökkbreytinguna árið 2023.
Þökkum frumkvöðlum í heimilislækningum. Margrét Ólafía Tómasdóttir
Sérnám í heimilislækningum er elsta sérnám á Íslandi og það stærsta. Í ár á námið 30 ára afmæli en fyrsta marklýsing námsins var gefin út 1995. Á 30 ára ferli hefur gríðarvinna verið lögð í þróun námsins, gæði og stöðlun.
Fræðigreinar
Sjúkratilfelli. Meðferð við ættlægum ALS-sjúkdómi með lyfinu tofersen
Sjúkratilfelli. Úlfur í sauðargæru – birtingarmynd og fjölbreytileiki aukaverkana með ónæmisörvandi krabbameinslyfjameðferð
Yfirlitsgrein. Munurinn á bólusetningarhegðun innflytjenda og innfæddra Íslendinga í COVID-19 faraldrinum
Tilgangur þessarar greinar er að skoða bólusetningarhegðun innflytjenda á Íslandi í Covid-19 faraldrinum með því bera hana saman við hegðun innfæddra Íslendinga. Gríðarleg áhersla var lögð á mikilvægi bólusetninga af heilbrigðisyfirvöldum á meðan á faraldrinum stóð, og mikilvægt að greina hvort mikill munur var á viðbrögðum þessara hópa, auk þess sem líklegt er að svo viðamikið bólusetningarátak sem hér um ræðir dragi að einhverju leyti fram undirliggjandi hneigðir og afstöðu til bólusetninga almennt.