Fyrsti læknirinn sem gegnir embætti heilbrigðisráðherra

Í viðtali við Læknablaðið er rætt við Ölmu um hjartað á bak við stefnuna og verkefnin, hvernig reynsla mótar framtíðarsýnina og hvers vegna lýðheilsa er ekki bara áhersla, heldur mikilvægt sparnaðarráð fyrir heilbrigðiskerfið.

júlí-ágúst blaðið

07. tbl. 111. árg. 2025

Ritstjórnargreinar

Ólöf Jóna Elíasdóttir

Tjáningarhindrar sem meðferð við ættlægu formi Amyotrophic lateral sclerosis (ALS). Ólöf Jóna Elíasdóttir

 Miklum tíma og fjármunum hefur verið varið í rannsóknir á ALS með það að markmiði að finna meðferð. Tjáningarhindrar (antisense oliconucleotides (ASO)) komu til sögunnar 1998 sem tækni til að hafa áhrif á genatjáningu. Tofersen kom fram sem sértæk meðferð fyrir sjúklinga með SOD1-stökkbreytinguna árið 2023.

Margrét Ólafía Tómasdóttir

Þökkum frumkvöðlum í heimilislækningum. Margrét Ólafía Tómasdóttir

Sérnám í heimilislækningum er elsta sérnám á Íslandi og það stærsta. Í ár á námið 30 ára afmæli en fyrsta marklýsing námsins var gefin út 1995. Á 30 ára ferli hefur gríðarvinna verið lögð í þróun námsins, gæði og stöðlun. 

Fræðigreinar

Björn Logi Þórarinsson, Karen Eva Halldórsdóttir, Ágúst Hilmarsson, Ólafur Árni Sveinsson

Sjúkratilfelli. Meðferð við ættlægum ALS-sjúkdómi með lyfinu tofersen

Ívan Árni Róbertsson, Örvar Gunnarsson, Elsa Jónsdóttir, Agnes Smáradóttir, Sigurdís Haraldsdóttir

Sjúkratilfelli. Úlfur í sauðargæru – birtingarmynd og fjölbreytileiki aukaverkana með ónæmisörvandi krabbameinslyfjameðferð

Markus Meckl, Birgir Guðmundsson, Kjartan Ólafsson, Stéphanie Barillé

Yfirlitsgrein. Munurinn á bólusetningarhegðun innflytjenda og innfæddra Íslendinga í COVID-19 faraldrinum

Tilgangur þessarar greinar er að skoða bólusetningarhegðun innflytjenda á Íslandi í Covid-19 faraldrinum með því bera hana saman við hegðun innfæddra Íslendinga. Gríðarleg áhersla var lögð á mikilvægi bólusetninga af heilbrigðisyfirvöldum á meðan á faraldrinum stóð, og mikilvægt að greina hvort mikill munur var á viðbrögðum þessara hópa, auk þess sem líklegt er að svo viðamikið bólusetningarátak sem hér um ræðir dragi að einhverju leyti fram undirliggjandi hneigðir og afstöðu til bólusetninga almennt.


júlí-ágúst blaðið

Umræða og fréttir

Olga Björt Þórðardóttir

„Við þurfum að halda í starfsfólkið okkar og viðhalda starfsánægju til framtíðar“

Í kjölfar aukins sveigjanleika með frídaga til að viðhalda sem ákjósanlegastri og mikilvægri þjónustu Landspítala hafa læknar, þegar á hólminn er komið, ekki getað nýtt frídaga sína áður en tímabili lauk. Runólfur segir að ætíð sé unnið að bættu skipulagi þegar komi að starfsemi Landspítala og þung áhersla lögð á að starfsfólk geti tekið orlof.

Halldóra Jónsdóttir

Geðdagurinn 2025

Geðdagurinn er árleg ráðstefna geðþjónustu Landspítala og var haldin í fjórða sinn þann 9. maí. Ráðstefnan er öllum opin en flestir þátttakendur voru starfsfólk geðþjónustu Landspítala og annað fagfólk sem starfar að geðheilbrigðismálum.

Ólöf Jóna Elíasdóttir

Slagteymi Landspítala hlýtur hvatningarstyrk

Við óskum slagteyminu innilega til hamingju með styrkinn. 

Jóhann Ág. Sigurðsson, Óttar Guðmundsson

Í minningu Vilhjálms Rafnssonar prófessor emeritus og fyrrum ritstjóra Læknablaðsins

Vilhjálmur var í ritstjórn Læknablaðsins um árabil og ritstjóri þess á árunum 1993-2005. Honum tókst að koma blaðinu formlega aftur á Medline og þar með PubMed-leitarvélina í mars 2005. Við Læknablaðið kom vísindamaðurinn Vilhjálmur vel í ljós. Hann hafði sér að leiðarljósi Ara fróða sem alltaf vildi hafa það sem sannara reyndist.

Steinunn Þórðardóttir

Úr penna stjórnarmanna LÍ. Dánaraðstoð: Ósk um yfirvegun í stað upphrópana. Steinunn Þórðardóttir

Þau sem tala fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar hérlendis hafa lagt ríka áherslu á valfrelsi einstaklingsins þegar kemur að dauðanum. Hefur umræðan á köflum stappað nærri upphrópunum. Þessi umræða er í eðli sínu mjög flókin og marglaga og verður að fá að þroskast án óeðlilegs þrýstings eða bráðlætis.

Olga Björt Þórðardóttir

Fyrsti læknirinn sem gegnir embætti heilbrigðisráðherra

Í þessu viðtali við Læknablaðið ræðum við við Ölmu um hjartað á bak við stefnuna og verkefnin, hvernig reynsla hennar hefur mótað framtíðarsýnina og hvers vegna lýðheilsa er ekki bara áhersla, heldur mikilvægt sparnaðarráð fyrir heilbrigðiskerfið.

Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Fær sínar bestu vísindahugmyndir á fjöllum

Segja má að Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur í lungnalækningum við lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands, sé sannkallaður fjallagarpur en hann lauk þeim merka áfanga í apríl síðastliðnum að ganga á 100 hæstu tinda Íslands.

Dögg Pálsdóttir

Löfræði 56. pistill. Lífeyrissjóðsmál lækna. Dögg Pálsdóttir

Hvernig læknar og aðrir standa að lífeyrissjóðsgreiðslum sínum skiptir miklu gagnvart undirbúningi fyrir eftirlaunaárin og tekjustöðu eftir starfslok. Það þarf að huga alla starfsævina að lífeyrissjóðsmálum og þegar á starfsævina líður að huga að undirbúningi starfsloka.

Olga Björt Þórðardóttir

„Vandamálið mitt er að ég hef áhuga á öllu“

„Við svæfingalæknar eigum ekki eitthvað eitt svið, líffæri eða sjúkdóm. Við erum því í mjög breiðu samstarfi með mörgum sérgreinum sjúkrahússins og öllum fagstéttum. Mitt markmið er að reyna að vinna sömuleiðis í breiðu samstarfi í rannsóknum.“

Helga Ágústa Sigurjónsdóttir

Velkomin í hópinn – það er stórt að geta kallað sig lækni

Það var hátíðlegt í húsakynnum Læknafélags Íslands á sólbjörtum degi í byrjun júní, þegar Læknafélag Íslands bauð 103 nýútskrifaða lækna velkomna í hóp íslenskra lækna. Mikil gleði og bjartsýni ríkti meðal eldri sem yngri lækna við móttöku nýju læknanna – framtíðar íslenska heilbrigðiskerfisins.

Ásgerður Sverrisdóttir

Bókin mín. Framandi slóðir, ástir, mannlegt eðli og læknislist. Ásgerður Sverrisdóttir

 Ein áhrifamesta bókin sem ég hef hlustað á, er þriggja kynslóða skáldsaga frá framandi slóðum sem náði sterkum tökum á mér, The Covenant of Water eftir indverska lækninn Abraham Varghese.

Bryndís Sigurðardóttir

Dagur í lífi. Dagur í lífi smitsjúkdómalæknis á vakt 17. júní. Bryndís Sigurðardóttir

 

11:15 COVID faraldur á HSU. Spurt um meðferðarleiðbeiningar. Stutt svar: ekki lyfjameðferð lengur. Fæ enn áfallastreitu þegar COVID berst í tal.

Doktorsvörn við Háskóla Íslands Hrafnhildur Gunnarsdóttir

Hrafnhildur Gunnarsdóttir varði doktorsritgerð sína í læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands 16. júní síðastliðinn. Ritgerðin ber heitið: Lýðgrunduð rannsókn á frumkomnu aldósterónheilkenni á Íslandi: Frá greiningu til mótefnalitunar og erfðarannsókna (A Nationwide Study on Primary Aldosteronism in Iceland: From Detection to Immunohistochemistry and Genetic Testing).

Doktorsvörn við Háskóla Íslands. Hrönn Harðardóttir

Föstudaginn 6. júní 2025 varði Hrönn Harðardóttir doktorsritgerð sína við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Þáttur streituviðbragða við greiningu lungnakrabbameins í þróun sjúkdómsins. (The role of the psychobiological stress response to a lung cancer diagnosis in tumor biology and survival).

Hannes Petersen

Sérgreinin mín. Háls- nef og eyrnalækningar. Sérgreinin sem ég hafði engan áhuga á. Hannes Petersen

Það var 30. nóvember 1987 og hálft ár frá útskrift úr læknadeild Háskóla Íslands. Ég sat í aðalbyggingu Háskólans, á rannsóknarstofu í líffærafræði og var að teikna mynd af örsæju útliti nýrnagaukuls. Á rás 2 var verið að spila Týndu kynslóðina með Bjartmari í að minnsta kosti fjórða sinn þann daginn, þegar síminn hringdi.

Arnar Tulinius

Sérgreinin mín. Háls-, nef- og eyrnalækningar „Þetta er kannski eitthvað“. Arnar Tulinius

Á þriðja ári valdi ég rannsóknarverkefni innan háls-, nef- og eyrnalækninga (HNE) með Hannesi Petersen, prófessor. Það snéri að jafnvægiskerfi og heyrn fyrirbura seinna í lífinu. Nú skil ég vel að það hljómar kannski ekki mjög spennandi en það var það! Hannesi tókst að minnsta kosti að selja mér það mjög vel.

Karl Erlingur Oddason

Liprir pennar. Bakþankar og bróderingar. Karl Erlingur Oddason

Nú er komið eitt og hálft ár síðan ég flutti heim og kominn tími fyrir mig sjálfan að spýta í lófana og framkvæma hluti sem hafa setið á hakanum. Eitt af því sem ég hef byrjað að gera er að taka upp bróderingu þar sem ég kaupi gömul verk á nytjamörkuðum og fylli í.




Þetta vefsvæði byggir á Eplica