07/08. tbl. 94.árg. 2008

Umræða og fréttir

Nýir félagar í læknastétt

Embættispróf í læknisfræði frá HÍ 14. júní 2008

Læknafélag Íslands bauð nýútskrifuðum læknum úr læknadeild HÍ 2008 til móttöku í húsakynnum félagsins. Hinir nýbökuðu læknar undirrituðu þar hinn forna læknaeið og nutu veitinga og viðurkenninga í kjölfar glæsilegs árangurs.

Birna Jónsdóttir formaður LÍ ávarpaði hópinn og kynnti fyrir þeim hlutverk og starfsemi Læknafélagsins en sagði síðan að fyrir unga lækna í dag væri mikilvægt að hugsa stórt og í alþjóðlegu samhengi.

Lilja Sigrún Jónsdóttir, formaður kvenna í læknastétt, tók næst til máls og tilnefndi óvænt til verðlauna Brynhildi Tinnu Birgisdóttur fyrir hæstu meðaleinkunnina í hópi kvenna í útskriftarárganginum. Verðlaunin sjálf verða síðan veitt á aðalfundi félagsins í haust.

Að lokum ávarpaði Stefán B. Sigurðsson, formaður læknadeildar HÍ, hópinn. Hann sagði þetta vera síðasta útskriftarhópinn sem fór í gegnum klásusprófið svokallaða og annar hópurinn sem tekið hefur bandaríska CSE-prófið. Stefán sagði að íslenski hópurinn hefði verið aðeins fyrir ofan ameríska meðaltalið bæði núna og í fyrra og mættu menn vera stoltir af því.

Nokkuð jöfn kynjaskipting er í útskriftarhópnum í ár en konurnar eru þó ívið fleiri. Í máli Stefáns kom fram að þróunin væri greinilega sú að konur yrðu í meirihluta, t.d. hefðu stúlkur verið um 70% nemenda í inntökuprófunum síðastliðið haust og að þannig væri skiptingin orðin í allflestum deildum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Embættispróf í læknisfræði frá HÍ 14. júní 2008

Aðalheiður Rósa Jóhannesdóttir

Alda Birgisdóttir

Árdís Björk Ármannsdóttir

Ásthildur Erlingsdóttir

Baldur Helgi Ingvarsson

Bjarki Kristinsson

Brynhildur Tinna Birgisdóttir

Dýrleif Pétursdóttir

Elísabet Björgvinsdóttir

Eyjólfur Þorkelsson

Eyþór Örn Jónsson

Geir Hirlekar

Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir

Gunnar Þór Geirsson

Gunnar Steinn Mánason

Gunnar Thorarensen

Haukur Heiðar Hauksson

Hálfdán Pétursson

Heiðdís Valgeirsdóttir

Heiðrún P. Maack

Helgi Már Jónsson

Hildur Guðjónsdóttir

Hrafnhildur Hjaltadóttir

Hrefna Katrín Guðmundsdóttir

Ingi Hrafn Guðmundsson

Ingi Karl Reynisson

Kamilla Sigríður Jósefsdóttir

Kristján Þór Gunnarsson

Lovísa Björk Ólafsdóttir

Magnús Karl Magnússon

Ólöf Jóna Elíasdóttir

Ólöf Júlía Kjartansdóttir

Rannveig Linda Þórisdóttir

Sigríður Margrét Möller

Sigríður Erla Óskarsdóttir

Sigurður Árnason

Sigurður Ragnarsson

Svanhvít Hekla Ólafsdóttir

Sverrir Ingi Gunnarsson

Sverrir Jónsson

Sæmundur Jón Oddsson

Tryggvi Þorgeirsson

Vala Kolbrún Pálmadóttir

Valgerður Rós Sigurðardóttir

Þorsteinn Viðar Viktorsson

Þórarinn Arnar Ólafsson

Þórhildur Halldórsdóttir

Þórunn Helga Felixdóttir

Örlygur Arnarson



Þetta vefsvæði byggir á Eplica