03. tbl. 94. árg. 2008

Fræðigrein

Tilfelli mánaðarins

Takttruflun með gleiðum QRS samstæðum

Fimmtíu og fjögurra ára gamall karlmaður leitaði á heilsugæslustöð á Suðurlandi vegna brjóstverks. Verkurinn hafði komið skyndilega og var á bak við bringubein með leiðni út í vinstri handlegg. Verkurinn var í upphafi slæmur en skánaði síðan. Maðurinn fann fyrir vægri ógleði samfara verknum. Hann hafði aldrei áður fundið fyrir svipuðum einkennum og fyrir utan sögu um reykingar var fyrri saga ómarkverð.

Við skoðun á heilsugæslustöðinni, tæplega tveimum klukkustundum frá upphafi einkenna, var hann nýorðinn verkjalaus og mældist blóðþrýstingur 163/84 og púls 94. Hlustun á hjarta- og lungum var eðlileg sem og önnur líkamsskoðun.

Fyrsta hjartalínurit sýndi sínustakt með tíðum aukaslögum frá sleglum. Annað rit var tekið mínútu síðar (mynd 1) en sjúklingurinn var þá verkjalaus, með góða meðvitund og lífsmörk héldust eðlileg.

 

Mynd 1. Um hvaða takt er að ræða og við hvaða aðstæður getur hann helst sést?

 

Svar við tilfelli mánaðarins

Á hjartalínuritinu sést reglulegur taktur með gleiðum QRS samstæðum og hraða tæplega 100 slög á mínútu. Öxullinn er um -90° og það sést hægra greinrófsmynstur. Sjá má útslög sem samrýmast útliti p bylgja (sjá örvar á mynd 2) fyrir framan QRS samstæður tvö til sex sem færast nær og nær QRS samstæðunni með hverju slagi. Tíðni þeirra er því aðeins lægri en tíðni QRS samstæða og ekki eru tengsl milli gátta- og sleglatakts. Í sjöundu QRS samstæðunni sést samrunaslag (F-fusion beat). Hjartalínuritið samrýmist vel sleglatakttruflun sem kallast accelerated idioventricular rhythm (AIVR).

Þakkir

Tómasi Guðbjartssyni eru þakkaðar gagnlegar ábendingar.

Heimildir

1. Olgin JE, Zipes DP. Specific Arrhythmias: Diagnosis and Treatment. In: Braunwald E, Zipes DP, Libby P, Bonow R (ed.). Braunwald's Heart Disease: A Textbook of Cardiovascular Medicine. 8th ed., St. Louis, W.B. Saunders, 2007. 
2. Osmancik PP, Stros P, Herman D. In-hospital arrhythmias in patients with acute myocardial infarction - the relation to the reperfusion strategy and their prognostic impact. Acute Card Care 2007; 8.oct:1-11(epub ahead of print). 
3. Gore JM, Ball SP, Corrao JM, Goldberg RJ. Arrhythmias in the assessment of coronary artery reperfusion following thrombolytic therapy. Chest 1988; 94: 727-30.
4. Six AJ, Louwerenburg JH, Kingma JH, Robles de Medina EO, van Hemel NM. Predictive value of ventricular arrhythmias for patency of the infarct-related coronary artery after thrombolytic therapy. Br Heart J 1991; 66: 143-6.
5. Denes P, Gillis AM, Pawitan Y, Kammerling JM, Wilhelmsen L, Salerno DM. Prevalence, characteristics and significance of ventricular premature complexes and ventricular tachycardia detected by 24-hour continuous electrocardiographic recording in the Cardiac Arrhythmia Suppression Trial. CAST Investigators. Am J Cardiol 1991; 68: 887-96.
6. Goldberg S, Greenspon AJ, Urban PL, et al. Reperfusion arrhythmia: a marker of restoration of antegrade flow during intracoronary thrombolysis for acute myocardial infarction. Am Heart J 1983; 105: 26-32. 
7. Ophuis AJ, Bar FW, Vermeer F, et al. Angiographic assessment of prospectively determined non-invasive reperfusion indices in acute myocardial infarction. Heart 2000; 84: 164-70.

Mynd 2.

 

 



Þetta vefsvæði byggir á Eplica