Ágrip

Ágrip

01. Mesenchymal stem cell response to magnesium-modified biphasic calcium phosphate bioceramics

Adrianna Milewska1,2,3, Liga Stipniece4, Magda Ostrowska1,2,3, Kristine Salma-Ancane4, Janis Locs4, Ólafur E. Sigurjónsson1,3

1The Blood bank, Landspitali, The University Hospital of Iceland,2Gdansk University of Technology, Poland, 3School of Science and Engineering, Reykjavik University, Iceland, 4Rudolfs Cimdins Riga Biomaterials Innovations and Development Centre of RTU, Institute of General Chemical Engineering, Faculty of Materials Science and Applied Chemistry, Riga Technical University, Pulka, Latvia

oes@landspitali.is

Introduction: Application of calcium phosphates (CaPs) for the repair or regeneration of diseased or damaged bones is based on their chemical similarity to a mineral component of bone, i.e., bone apatite. The most commonly used CaPs to produce implants for repair of bone defects are hydroxyapatite (HAp) and β-tricalcium phosphate (β-TCP) or mixture of HAp and β-TCP, i.e., biphasic calcium phosphates (BCPs). Mg, which is associated with mineralization of calcified tissues, namely, Mg controls a growth of the bone apatite crystals by catalyzing specific enzymatic reactions. It has been reported that addition of Mg enhances bioactivity and bioresorption of the bone implants. In osteoblast culture studies the presence of Mg has been associated with stabilization of cell-material interface and improvement of cell attachment and growth. Moreover, it has been found that released Mg2+ ions might stimulate osteoblast proliferation during the early stages of osteogenesis.

Aims: To evaluate Mg-modified biphasic calcium phosphates (BCPs) as potential biomaterials for bone implants in terms of physicochemical characteristics and bioactivity.

Methods: BCPs bioceramics composed of hydroxyapatite/β-tricalcium phosphate (HAp/β-TCP) in ratios of 80/20, 70/30 and 60/40 wt% and containing up to 0.68 wt% of Mg were obtained from Mg-modified Ca-deficient hydroxyapatite (CDHAp). In vitro bioactivity tests were performed using human bone marrow derived mesenchymal stem cells (MSCs). Proliferation and differentiation of MSCs were evaluated by 2,3-Bis-(2-Methoxy-4-Nitro-5-Sulfophenyl)-2H-Tetrazolium-5-Carboxanilide (XTT) and alkaline phosphate (ALP) activity.

Results: According to XTT assay, the MSCs viability was higher on BCPs with the highest HAp content. In addition, the MSCs on these scaffolds produced more ALP. Results revealed that Mg addition deteriorated, i.e., caused decrease of proliferation and differentiation, or did not affect bioactivity of the BCPs bioceramics.

Conclusions: It can be presumed that magnesium content affects physicochemical properties of the bioceramics in a way that the proliferation and differentiation of the mesenchymal stem cells are influenced. This potential effect should be determined in further studies.


02. Efling í starfsumhverfi og starfsánægja hjúkrunarfræðinga á bráðasjúkrahúsi: Lýsandi rannsókn

Anna Día Brynjólfsdóttir1, Sigrún Gunnarsdóttir2,3, Helga Bragadóttir1,4

1Hjúkrunarfræðideild heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, 2viðskiptafræðideild félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, 3Háskólanum á Bifröst, 4Landspítala

Inngangur: Rannsóknir sýna að starfsumhverfi tengsist starfsánægju hjúkrunarfræðinga og stöðugleika í starfi og þar með gæðum hjúkrunar og öryggi sjúklinga. Eflandi þættir í starfsumhverfi eru góð hjúkrunarstjórnun á deild, viðunandi mönnun, árangursrík teymisvinna og möguleikar til starfsþróunar. Skortur á hjúkrunarfræðingum er vaxandi og því mikilvægt að huga að starfsánægju þeirra. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða eflingu í starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga á bráðasjúkrahúsi og tengsl við starfsánægju og áform um að hætta.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var megindleg lýsandi þversniðsrannsókn með þátttöku 867 hjúkrunarfræðinga og hjúkrunardeildarstjóra. Gagna var aflað með rafrænni spurningakönnun með NWI-R mælitækinu um eflingu í starfsumhverfi auk spurninga um starfsánægju og áform um að hætta í starfi.

Niðurstöður: Starfsánægja mældist almennt nokkur eða 2,6 (á kvarðanum 1-4) en tæplega fimmtungur þátttakenda ráðgerir að hætta í núverandi starfi innan eins árs. Af eflandi þáttum í starfsumhverfi hefur teymisvinna mest vægi, þar á eftir kemur stuðningur næsta yfirmanns og minnst vægi hefur viðunandi mönnun. Tengsl starfsánægju og eflandi þátta í starfsumhverfi sýna jákvæð og marktæk tengsl starfsánægju við teymisvinnu (OR=2,797; p<0,05) og stuðning stjórnenda (OR=2,956; p<0,05) en tengsl starfsánægju og mönnunar reyndust ekki marktæk. Minni líkur á áformum um að hætta í starfi reyndust marktækt og jákvætt tengd við stuðning stjórnenda (OR=2,679; p<0,05) og mönnun (OR=1,753; p<0,05) en ekki komu þar fram marktæk tengsl við teymisvinnu.

Ályktanir: Niðurstöður benda til að stuðningur stjórnenda og viðunandi mönnun geta dregið úr áformum hjúkrunarfræðinga um að hætta í starfi og að stuðningur stjórnenda auk góðrar teymisvinnu lækna og hjúkrunarfræðinga geta haft jákvæð áhrif á starfsánægju hjúkrunarfræðinga.


03. Há tjáning Vacuole membrane protein 1 (VMP1) hefur mögulega forspárgildi í HER2+ brjóstakrabbameini

Arsalan Amirfallah1,5, Aðalgeir Arason2,5, Hjörleifur Einarsson 1, Eydís Þ. Guðmundsdóttir1,Óskar Þór Jóhannsson3, Bjarni A. Agnarsson4,6, Rósa Björk Barkardóttir2,5, Inga Reynisdóttir1,5

1Frumulíffræði, 2sameindameinafræði, meinafræðideild, 3lyflækningum krabbameina, 4meinafræðideild Landspítala, 5Lífvísindasetri HÍ, 6læknadeild Háskóla Íslands

arsalan@landspitali.is

Inngangur: Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein kvenna á heimsvísu. Skilgreining nýrra brjóstakrabbameinsgena og hlutverki þeirra í framvindu meinsins getur nýst við greiningu og eftirfylgni og leitt til betri meðferðarúrræða. Breytingar í erfðaefninu geta haft áhrif á genatjáningu sem styðja við æxlisþróun. Samrunagen eru ein afleiðing breytinga í erfðamenginu.

Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að nota samrunagen sem verkfæri til að skilgreina ný brjóstakrabbameinsgen.

Aðferðir: Samrunagenum úr brjóstaæxlum og brjóstakrabbameinsfrumulínum var safnað úr birtum greinum. RNA-Seq gögn úr æxlum og frumulínum voru fengin úr gagnabönkum, og samrunagen greind í gögnunum með SOAPfuse algrími eða greiningarniðurstöður keyptar frá MediSapiens. Samrunagen sem fundust bæði í æxlum (n=1724) og frumulínum (n=45) voru staðfest með qRT-PCR og raðgreiningu, og var fylgni mRNA við DNA könnuð. Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum var genið, sem var efst á listanum, valið til frekari rannsókna. Tjáning þess var mæld í brjóstaæxlum tveggja íslenskra brjóstaþýða (þýði 1, n=141 og þýði 2, n=277) með qRT-PCR mælingu. Fylgnigreining var gerð til að kanna tengsl við klíníska og meinafræði þætti, og lifunargreining framkvæmd. Niðurstöðunum var fylgt eftir í brjóstaþýðunum TCGA (n=825) og METABRIC (n=2509) í cBioPortal gagnabankanum.

Niðurstöður: Út frá ofangreindum aðferðum var VMP1 valið til frekari greiningar. Magn þess var marktækt hærra í æxlum heldur en heilbrigðum brjóstavef (p=1x10-4). Einnig var það mest tjáð í HER2 jákvæðum brjóstaæxlum samanborið við HER2 neikvæð æxli (þýði 1: p=7x10-4) í öllum brjóstaþýðunum. Há tjáning VMP1 mRNA tengdist einnig skemmri sjúkdómsfrírri lifun í þýði 1 (áhættuhlutfall = 2,31, CI 1,20-4,20) og voru niðurstöðurnar marktækar eftir leiðréttingu fyrir HER2 tjáningu. Niðurstöður í öðrum þýðum voru annaðhvort á mörkum marktækni eða náðu henni ekki, sem gæti tengst ólíkri meðferð þeirra, en þýði 1 er það eina sem er greint í heild sinni áður en lyf gegn HER2 komu á markað.

Ályktanir: Niðurstöðurnar gefa til kynna að hægt sé að nota samrunagen til að finna gen sem hafa áhrif á brjóstakrabbameinsframvindu. Aukna VMP1 mRNA tjáningu má mögulega nota sem „marker“ fyrir slæmar horfur HER2 jákvæðra brjóstakrabbameinssjúklinga. Frekari rannsóknir verða gerðar í brjóstafrumulíkönum til að skilja hvernig VMP1 hefur áhrif á frumuferla sem ýta undir æxlismyndun.


04. Háskammta krabbameinslyfjameðferð með eigin stofnfrumuígræðslu á LSH 2004-2017

Alexander Sigurðsson1, Anna Margrét Halldórsdóttir1,2, Brynja Hauksdóttir3, Sveinlaug Atladóttir3, Vigdís Jóhannsdóttir2, Jónína Arndís Steingrímsdóttir2, Steinunn J. Matthíasdóttir2, Níels Árni Árnason2, Signý Vala Sveinsdóttir3, Sveinn Guðmundsson2, Ólafur Eysteinn Sigurjónsson2,4, Sigrún Reykdal3

1Læknadeild HÍ, 2Blóðbankanum, 3blóðlækningadeild Landspítala, 4Háskólanum í Reykjavík

als43@hi.is

Inngangur: Ígræðsla eigin stofnfrumna í kjölfar háskammta krabbameinslyfjameðferðar hjá sjúklingum með illkynja sjúkdóma hefur verið framkvæmd á Landspítala (LSH) frá ársbyrjun 2004 með samstarfi Blóðbankans og blóðlækningadeildar LSH. Fyrst og fremst er um að ræða sjúklinga með eitilfrumukrabbamein og mergfrumuæxli.

Markmið: Meta árangur og forspársþætti fyrir alla hluta meðferðarinnar, þ.e. söfnun stofnfruma, frystingu og varðveislu, inngjöf stofnfruma, rótun og afdrif sjúklinga.

Aðferðir: Rannsóknin náði til 227 sjúklinga sem gengust undir stofnfrumuígræðslu á LSH frá árunum 2004-2017, þar af var 21 sjúklingur sem fékk tvær ígræðslur. Gögnum var safnað úr gagnagrunni stofnfrumumeðferða og sjúkraskrám LSH. Tölfræðiúrvinnsla var framkvæmd með R forritinu. Kaplan-Meier aðferð með log-log öryggisbilum var notuð fyrir lifunargreiningar, Cox áhættulíkan var notað fyrir rótunarþætti og aðhvarfsgreining var notuð fyrir söfnunarþætti. Öll p-gildi miða við 95% öryggismörk.

Niðurstöður: Í rannsóknarhópnum voru 140 (61,7%) karlar og 87 (38,3%) konur. 109 sjúklingar (48,0%) höfðu mergfrumuæxli eða skylda sjúkdóma (plasma cell disorders; PCD), 101 (44,5%) eitilfrumukrabbamein (non-Hodgkins eða Hodgkins) og 17 (7,5%) aðra sjúkdóma. Forspárþættir fyrir söfnun voru CD34+ blóðstyrkur, sjúkdómsgreining og fjöldi fyrri krabbameinslyfjameðferða (p < 0,001). Meðalstærð græðlings fyrir inngjöf var 6,39 ± 2,99 x 106 CD34+ frumur/kg. Alls hafa 17 sjúklingar (10%) fengið Plerixafor sem viðbót við hefðbundna tilfærslumeðferð fyrir söfnun síðan notkun lyfsins hófst árið 2009. Meðalaldur við fyrstu inngjöf var 60,6 ár (spönn 18-75 ár). Miðgildi rótunartíma eftir ígræðslu stofnfruma var eftirfarandi: Neutrofílar > 0,5 x 109/L = 13 dagar, blóðflögur > 20 x 109/L = 13 dagar og blóðflögur> 50 x 109/L = 18 dagar. Forspárþættir fyrir rótunartíma voru sjúkdómsgreining og stærð græðlings (p < 0,05). Fimm ára lifun allra sjúklinga var 69,1% (95% CI: 61,8-75,4) og 10 ára lifun var 47,8% (95% CI: 38,4-56,7). 10 ára lifun án framgangs sjúkdóms (progression free survival) var 49,6% (95% CI: 47,5-68,3) hjá sjúklingum með eitilfrumukrabbamein en 8,74% (95% CI: 3,78-17,9) hjá PCD sjúklingunum.

Ályktun: Árangur af eigin stofnfrumumeðferð sjúklinga með illkynja sjúkdóma er sambærilegur við nágrannalönd okkar, bæði hvað varðar rótun blóðfruma eftir ígræðslu og lifun. Skilgreindir voru þættir sem spá fyrir um söfnun stofnfrumugræðlings og rótun.


05. Áhrif ónæmisglæða á virkjun kímstöðva, myndun og lifun mótefnaseytandi frumna í nýburamúsum

Auður Anna Aradóttir Pind1,2, Magdalena Dubik1, Sigrún Sif Þórsdóttir2, Ingileif Jónsdóttir1,2, Stefanía P. Bjarnarson1,2

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2ónæmisfræðideild Landspítala

audurap@landspitali.is

Inngangur: Vanþroski ónæmiskerfis nýbura er ástæða daufra ónæmissvara og aukins næmis þeirra fyrir sýkingum. Mótefnasvör við sýkingum eða bólusetningum eru lág og skammlíf meðal annars vegna vanþroska kímstöðvafrumna (FDC), takmarkaðri virkjun kímstöðva (GC) og myndun fárra skammlífra mótefnaseytandi frumna (ASC). Sýnt hefur verið fram á að ónæmisglæðar geta yfirunnið takmarkanir ónæmiskerfis nýbura og aukið svörun við bólusetningum.

Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif bólusetninga og þriggja nýstárlegra ónæmisglæða; mmCT, MF59 og IC31, á þroskun FDC, virkjun GC og fjölda bóluefnissértækra ASC í milta, lifun þeirra beinmerg og magn og viðhald mótefna í sermi.

Aðferðir: Vikugamlar mýs voru bólusettar með pneumókokkafjölsykru (PPS) tengdri stífkrampapróteini (Pnc-TT) með eða án mmCT, MF59, IC31 eða alum, sem er hefðbundinn ónæmisglæðir, til samanburðar. Þroskun FDC og virkjun GC var metin með ónæmislitun á þunnsneiðum. Fjöldi sértækra ASCs var mældur með ELISPOT og magn sértækra mótefna með ELISA til að ákvarða langlífi og viðhald ónæmissvörunar. Fyrir tölfræðilega úrvinnslu voru hópar sem voru bólusettir með bóluefni og ónæmisglæði bornir saman við hóp sem fékk eingöngu bóluefni.

Niðurstöður: Allir nýstárlegu ónæmisglæðarnir flýttu þroskun FDC og juku virkjun GC marktækt ef þeir voru gefnir með Pnc-TT bóluefninu. Alum hafði hvorki áhrif á þroskun FDC né virkjun GC. Mýs sem bólusettar voru með Pnc-TT ásamt mmCT eða MF59 höfðu marktækt fleiri sértækar ASC í milta 14 dögum eftir bólusetningu. Á sama tímapunkti juku allir ónæmisglæðarnir TT-sértæk mótefni í sermi og allir nema alum juku PPS-sértæk mótefni. Fjöldi sértækra ASC í beinmerg var marktækt aukinn 9 vikum eftir bólusetningu nýburamúsa með Pnc-TT og öllum nýstárlegu ónæmisglæðanna. Á sama tímapunkti höfðu mýsnar marktækt hærri sértæk mótefni í sermi, sem héldust yfir verndandi mörkum gegn pneumokokka lungna- og blóðsýkingu. Alum hafði hvorki áhrif á fjölda ASC né magn mótefna á þessum tímapunkti.

Ályktun: Ónæmisglæðarnir mmCT, MF59 og IC31 juku ónæmissvör nýburamúsa við bólusetningu með Pnc-TT og stuðluðu að lengri lifun ASC í beinmerg og viðhaldi mótefna í sermi miðað við ef einungis var gefið bóluefni eða bóluefni með alum. Þessir ónæmisglæðar yfirunnu takmarkanir í ónæmiskerfi nýbura og eru vænlegir kostir fyrir frekari rannsóknir á ónæmissvörun nýbura og líffræðilegum ferlum sem tengjast takmörkun ónæmissvara ungviðis.


06. Næringardrykkir eða orku- og próteinríkir millibitar í næringarmeðferð vannærðra sjúklinga með langvinna lungnateppu: slembidreifð íhlutunarrannsókn

Áróra Rós Ingadóttir1,2, Eva Björg Björgvinsdóttir1,2, Anne Marie Beck3,4, Christine Baldwin5, Elizabeth Weekes5, Ólöf Guðný Geirsdóttir1,6, Alfons Ramel1,6, Bryndís Eva Birgisdóttir1, Þórarinn Gíslason7,8, Ingibjörg Gunnarsdóttir1,2

1Rannsóknarstofu í næringarfræði við Landspítala og Háskóla Íslands,2næringarstofu Landspítala,3Copenhagen University College, Denmark,4Herlev and Gentofte Hospital, Denmark,5King's College London, UK, 6rannsóknarstofu í öldrunarfræðum við Landspítala, 7læknadeild Háskóla Íslands, 8svefndeild Landspítala

aroraros@landspitali.is

Inngangur: Næringardrykkir eru oft notaðir í næringarmeðferð vannærðra sjúklinga með Langvinna lungnateppu (LLT). Lítið er vitað um áhrif þeirra á blóðsykur og blóðsykurstjórnun eftir máltíð sem á vel við þar sem notkun barkstera er mjög algeng í þessum hópi.

Markmið: Að bera saman áhrif næringardrykkja og orku- og próteinríkra millibita á blóðsykur eftir máltíð og orku- og próteininntöku. Markmiðið var einnig að bera saman mismunandi tímasetningu næringardrykkja og millibita á blóðsykur eftir máltíð og orku- og próteininntöku.

Aðferðir: Þátttakendur (n=17) voru sjúklingar með LLT sem lögðust inn á lungnadeild Landspítala og voru með litla eða meðaláhættu á vannæringu (0-3 stig). Þátttakendur fengu næringardrykk eða millibita, fastandi (armur 1) eða eftir morgunverð (armur 2). Blóðsykur var mældur fastandi og reglulega í tvær klukkustundir (t=15, t=30, t=45, t=60, t=90, t=120 mínútur). Orku- og próteininntaka var metin með gildismetnu eyðublaði. Wilcoxon Signed-Rank test var notað til að bera saman íhlutanirnar.

Niðurstöður: Blóðsykur eftir máltíð var marktækt hærri þegar næringardrykkur var gefinn sem önnur máltíð dagsins (armur 2) miðað við millibita eftir 60 mínútur (9,7 ± 2,4 mmol/L á móti 8,2 ± 3,2 mmol/L, p=0,013) og 120 mínútur: 9,2 ± 3,2 mmol/L á móti 7,9 ± 2,4 mmol/L, p=0.021, p=0,021, í sömu röð). Enginn munur var á blóðsykri eftir máltíð þegar næringardrykkur eða millibiti var gefinn sem fyrsta máltíð (armur 1). Enginn munur var í orku- og próteininntöku frá máltíðum spítalans milli næringardrykkjahóps og millibitahóps, hvort sem hann var gefinn fastandi (armur 1) eða eftir morgunverð (armur 2).

Ályktun: Lægri blóðsykur eftir máltíðir var frekar tengdur við millibita heldur en næringardrykki og þegar hann var gefinn sem önnur máltíð (klukkustund eftir morgunverð). Þörf er á frekari rannsóknum til þess að kanna klínískt gildi hærri blóðsykurs eftir máltíð þegar næringardrykkir eru gefnir í samanburði við millibita á föstu formi.


07. Skimun fyrir vannæringu og fæðuskráning sjúklinga á öldrunardeildum Landspítala

Ásdís Lilja Guðmundsdóttir1,2, Ólöf Guðný Geirsdóttir1,2, Berglind Soffía Blöndal1,2 , Pálmi V. Jónsson2

1Rannsóknarstofu í næringarfræði, matvæla- og næringarfræðideild, heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, 2rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum

alg29@hi.is

Inngangur: Vannæring og ofþornun er algengt vandamál meðal inniliggjandi aldraðra sjúklinga. Vannæring getur stafað af mörgum ástæðum t.d. vegna veikinda eða áhrifa meðferðar sem dregur úr matarlyst og veldur fæðusóun. Þrátt fyrir að sjúkrahúsfæðið uppfylli næringarþarfir flestra eru margir sjúklingar sem uppfylla ekki næringarþarfir sínar vegna fæðusóunar.

Markmið: Var 1) að meta áhættu á vannæringu meðal sjúklinga á öldrunardeildum, 2) að meta fæðusóun á öldrunardeildum, 3) að meta orku- og orkuefnainntöku hjá sjúklingum á öldrunardeildum, og 4) að meta hvort næringarástand hefur batnað og fæðusóun minnkað frá fyrri rannsókn frá 2016, eftir að orku- og próteinþéttfæði er staðlað fæði á öldrunardeildum.

Aðferðir: Þversniðsrannsókn sem framkvæmd var á öldrunardeildum Landspítala. Þátttakendur voru 100 inniliggjandi sjúklingar á öldrunardeildum, þar af 59 konur og 41 karlar. Meðalaldur þátttakenda var 84,3 ár. Staðlað skimunarblað var notað til að meta áhættu fyrir vannæringu og diskamódel til að meta fæðusóun og næringarinntöku sjúklinganna.

Niðurstöður: Fjörutíu og níu (49%) sjúklingar (N=100) höfðu ákveðnar- eða sterkar líkur á vannæringu, sem er marktækt lægra en frá fyrri rannsókn (66%, p=0,007). Fæðusóun var meiri í hádegismatnum, eða 27,5% (N=100) samanborið við 24% í kvöldmatnum (N=99). Meðal orkuinntaka sjúklinganna (N=100) var 1693 (±546) kkal/dag eða 23,4 kkal/kg/dag. Meðal próteininntaka sjúklinga var 1,0 g/kg/dag sem er marktækt hærra en í fyrri rannsókn (p<0,001). Einnig sýndi rannsóknin marktækt meiri orkuinntöku (p=0,005) og fituinntöku (p=0,001) samanborið við fyrri rannsókn. Sjúklingar náðu ekki lágmarks vökvainntöku samkvæmt skráningu miðað við ráðleggingar. Einnig náðu þeir ekki lágmarks orkuinntöku sem er 27-30 kkal/kg/dag né lágmarks próteininntöku sem er 1,2-1,5 g/kg/dag.

Ályktanir: Næringarástand sjúklinga á öldrunardeildum Landspítala er líklega ófullnægjandi. Það væri ákjósanlegt að bæta inn 1-2 næringardrykkjum daglega hjá öllum sjúklingum á öldrunardeildaum og auka orku- og próteininnihald í siðdegis- og kvöldhressingu. Mögulega væri hægt að draga úr fæðusóun með því að hafa kvöldmatinn stærstu máltíð dagsins.


08. Úreltar RIA-aðferðir lagðar niður – tvö dæmi um vel heppnuð umskipti á mæliaðferðum fyrir 17-OH prógesterón og kortisól frá RIA yfir í næma og sértæka LC-MS/MS-aðferð

Baldur Bragi Sigurðsson, Elizabeth Cook, Inga Ólafsdóttir, Ísleifur Ólafsson, Guðmundur Sigþórsson

Rannsóknakjarna: – klínísk lífefnafræði og blóðmeinafræði, Landspítala

baldurbs@landspitali.is

Inngangur: Geislaónæmismæling (RIA) er hefðbundin magngreiningaraðferð til mælinga á mótefnavaka-mótefna efnahvörfum sem notast við geislamerktan mótefnivaka til að mæla bindingu á ómerktum mótefnavaka við sértækt mótefni. Hins vegar, hefur RIA marga ókosti eins og takmarkaða sértækni, háan kostnað við rekstrarvöru auk þess sem vinna með geislavirka ísótópa er ekki heilsusamleg. Á síðasta áratug, hafa margar rannsóknastofur sem notast við RIA-tæknina, verið að færast yfir í notkun á sértækari og næmari aðferðum eins og aðferðir sem byggjast á massagreiningum. Ein af þessum aðferðum er vökvaskilja tengd raðtengdum massagreini (LC-MS/MS).

Markmið: Að þróa, gilda og koma í þjónustu LC-MS/MS-aðferðum sem leysa af hólmi rútínumælingar sem byggja á RIA-tækninni, ásamt því að geta tekið þátt í stórum rannsóknaverkefnum sem gera kröfur um mikla sértækni og næmni.

Aðferðir: Tvær LC-MS/MS-aðferðir voruð þróaðar og fullgildaðar, annars vegar fyrir magngreiningu á 17-OH-prógesteróni í sermi og hins vegar magngreiningu á kortisóli í þvagi. Þau fullgildingar skilyrði sem voru notuð byggja á leiðbeiningum CLSI og FDA fyrir gildingu mæliaðferða í lífsýnum. Við samanburð á aðferðum, voru gilduðu LC-MS/MS-aðferðirnar notaðar samhliða RIA-aðferðunum í ákveðinn tíma. Þátttaka í ytra gæðaeftirliti var viðbótar gæðastimpill á aðferðirnar.

Niðurstöður: Báðar mæliaðferðir stóðust öll fullgildingarskilyrði og sýndu mjög góða hittni og nákvæmni og útkomu úr ytra gæðaeftirliti.

Ályktanir: Við höfum með góðum árangri þróað og fullgildað mjög næmar og sértækar aðferðir sem koma í stað úreltra RIA-aðferða. Nú þegar eru aðferðir okkar mikilvægur stuðningsþáttur í stærri rannsóknarverkefnum.


09. Effects of Transcutaneous Spinal Cord Stimulation on Spasticity, Mobility, Pain and Stroke in Community Dwelling Individuals Post-Stroke

Belinda Chenery, Anestis Divanoglou, Gígja Magnúsdóttir, Vilborg Guðmundsdóttir, Guðbjörg Ludvigsdóttir, Halldór Kárason, Winfried Mayr, Þórður Helgason

Introduction: Effective treatment modalities for alleviating spasticity and pain and enhancing mobility and sleep are limited post-stroke. There is some evidence suggesting that techniques of transcutaneous spinal cord stimulation (tSCS) may alleviate spasticity and pain and enhance volitional muscle control in some patient groups. However, these are typically small pretest-posttest studies with few individuals and a high risk of bias. Furthermore, to date, there are no studies that evaluate the effects of tSCS in stroke. The aim of the current study was to evaluate the effects of daily home treatment with tSCS on spasticity, mobility, pain and sleep in community dwelling individuals' post-stroke.

Method: This study included four cases in a single-subject withdrawal research design comprising of two alternating baseline and intervention phases (ABAB). Each phase consisted of three measurement sessions. Clinical, biomechanical and self-report assessments were used to evaluate the dependent variables during each measurement session. The intervention consisted of daily home application of tSCS for three weeks. Participants received electrical stimulation with a frequency of 60 Hz and a constant voltage of 360µs width asymmetrical biphasic passive charge balanced pulses at an intensity of 90% of the threshold for eliciting muscle reaction as recorded by EMG in the lower limb muscles, every day for 30 mins. Data analysis relied on visual and statistical analysis techniques of single subject design. Effect size calculations were used to determine the magnitude of change between baseline and intervention phases. Statistical analysis included the 2 standard deviation band method and confidence intervals of the effect size.

Results: Treatment efficacy was disparate between participants. For one out of the four cases, the results revealed large statistically significant effect sizes for spasticity, mobility, pain and sleep when using tSCS for the first time. Maintenance of effect size from the first baseline to second intervention phase was statistically significant for mobility, pain and sleep, indicating that the dependent variables did not return to original baseline values after washout. In the other three cases, apart from an improvement on two occasions for mobility measures, there were no statistically significant improvements. Repetition of a positive effect size was not demonstrated for any case.

Conclusions: The results of the study indicate that tSCS may be a useful tool in post-stroke rehabilitation for alleviating spasticity and pain and enhancing mobility and sleep in some community dwelling individuals' post-stroke.


10. Alvarlegir fylgikvillar sýnatöku úr blöðruhálskirtli

Birgitta Ólafsdóttir1, Rafn Hilmarsson1,2, Jón Örn Friðriksson2,4, Sigurður Guðmundsson1,3, Sigurður Guðjónsson1,2

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2þvagfæraskurðdeild, 3smitsjúkdómadeild Landspítala, 4skurðdeild Sjúkrahússins á Akureyri

bio10@hi.is

Inngangur: Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbameinið í körlum á Íslandi og greinast um 209 karlar á ári með meinið. Ómstýrð grófnálarsýnataka um endaþarm er almennt notuð til þess að staðfesta greiningu á krabbameini í blöðruhálskirtli. Slíkar sýnatökur geta þó haft í för með sér alvarlega fylgikvilla sem geta leitt til innlagnar á sjúkrahús.

Markmið: Kanna tíðni og tegund fylgikvilla sem kröfðust sjúkrahúsinnlagnar eftir sýnatöku og greina áhættuþætti fyrir innlögn.

Aðferðir: Rannsóknin tók til allra sem fóru í sýnatöku á blöðruhálskirtli á Íslandi á árunum 2013-2017. Einnig voru skoðaðar tegundir og næmi sýkla sem ræktuðust í sýkingartilfellum og næmi sýkla fyrir cíprófloxacini og trimetoprimi.

Niðurstöður: Alls voru framkvæmdar 2076 sýnatökur á Íslandi á árunum 2013-2017. Af þeim lögðust 59 (2,8%) inn á sjúkrahús allt að 15 dögum eftir sýnatöku, þar af 45 (76,3%) vegna sýkinga, 6 (10,2%) vegna blæðinga og 8 (13,5%) vegna annarra orsaka. Hærri aldur var áhættuþáttur fyrir innlögn (p<0,001). Að hafa fengið sýklalyfjaávísun allt að 6 mánuðum fyrir sýnatöku var verndandi þáttur (p = 0,04). Algengast var að E. coli ræktaðist í sýkingartilfellum (73,3%). Sýkingarvaldarnir voru ónæmir fyrir cíprófloxacíni í 57,1% tilfella og ónæmir fyrir trimetoprimi í 54% tilfella. Í 31,4% tilfella var sýkingarvaldurinn ónæmur fyrir báðum lyfjum.

Ályktun: Þrátt fyrir að sýnataka úr blöðruhálskirtli um endaþarm sé inngripsmikil aðgerð er innlagnartíðni eftir sýnatöku einungis 2,8%. Í ljósi þess að ónæmi sýkla fyrir cíprófloxacini er jafn há og raun ber vitni gæti verið ástæða til að endurskoða sýklalyfjaval við fyrirbyggjandi sýklalyfjagjöf og jafnframt setja fram klínískar leiðbeiningar um sýnatökur úr blöðruhálskirtli.


11. Bráður nýrnaskaði eftir skurðaðgerð við ósæðarflysjun af gerð A: Tíðni, áhættuþættir og lifun

Daði Helgason1,2, Sólveig Helgadóttir3, Anders Ahlsson4, Jarmo Gunn5, Vibeke Hjortdal6, Emma C. Hansson7, Anders Jeppsson7, Ari Mennander8, Shahab Nozohoor9, Igor Zindovic9, Christian Olsson4, Stefán Orri Ragnarsson2, Martin I. Sigurðsson2,10, Arnar Geirsson11, Tómas Guðbjartsson2,12

1Lyflækningasviði Landspítala, 2Læknadeild Háskóla Íslands, 3Department of Cardiothoracic Surgery and Anesthesia, Akademiska University Hospital, Sweden, 4Department of Thoracic and Cardiovascular Surgery, Karolinska University Hospital, Sweden, 5Heart Center, Turku University Hospital and University of Turku, Finland, 6Department of Cardiothoracic and vascular Surgery, Aarhus University Hospital, Denmark, 7Department of Cardiothoracic Surgery, Sahlgrenska University Hospital, Sweden, 8Heart Center, Tampere University Hospital and Tampere University, Finland, 9Department of Cardiothoracic Surgery, Skane University Hospital, Sweden, 10Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 11Section of Cardiac Surgery, Department of Surgery, Yale School of Medicine, USA, 12hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala

dadihelg@landspitali.is

Inngangur: Ósæðarflysjun af gerð A er lífshættulegur sjúkdómur sem krefst bráðrar skurðaðgerðar á aðfarandi hluta ósæðar og stundum ósæðarboga. Aðgerðirnar eru umfangsmiklar og fylgikvillar í kjölfar þeirra tíðir. Bráður nýrnaskaði (BNS) er algengur fylgikvilli eftir opnar hjartaaðgerðir en hefur þó lítið verið rannsakaður eftir ósæðarflysjunaraðgerðir, sérstaklega með tilliti til afdrifa sjúklinga til lengri tíma.

Markmið: Að kanna tíðni BNS eftir aðgerðir við ósæðarflysjun af gerð A, meta áhættuþætti og áhrif BNS á langtíma lifun.

Aðferðir: Rannsóknin var hluti af samnorrænu rannsóknarverkefni, The Nordic Consortium for Acute type A Aortic Dissection (NORCAAD), sem nær til 1159 sjúklinga sem gengust undir aðgerð við ósæðarflysjun af gerð A á átta háskólasjúkrahúsum í Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð og Íslandi á árunum 2005-2014. Sjúklingar sem ekki áttu mælingu á kreatíníni í sermi fyrir eða eftir aðgerð, létust í aðgerð og þeir sem þurftu blóðskilun fyrir aðgerð voru útilokaðir. BNS var skilgreindur samkvæmt RIFLE skilmerkjum og var fjölbreytugreining notuð til að meta áhættuþætti BNS og forspárþætti lifunar.

Niðurstöður: BNS greindist hjá 382 af 941 sjúklingi (41%) og þurftu 105 (11%) skilunarmeðferð eftir aðgerð. Aldur (per 10 ár, ÁH 1,3, 95% ÖB:1,1-1,5), líkamsþyngdarstuðull >30kg/m2 (ÁH 2,4, 95% ÖB:1,6-3,5), Penn flokkur Ab, Ac eða Abc (ÁH 1,7, 95% ÖB:1,2-2,3), tími á hjarta- og lungnavél (per 10 mínútur, ÁH 1,04, 95% ÖB:1,01-1,06) og gjöf rauðkornaþykknis í tengslum við aðgerð (per einingu, ÁH 1,1, 95% ÖB:1,1-1,1) voru marktækir áhættuþættir BNS. Þrjátíu daga dánarhlutfall sjúklinga sem fengu BNS var 17% samanborið við 7% hjá þeim sem ekki fengu BNS. Hjá sjúklingum sem lifðu lengur en 30 daga reyndist BNS sjálfstæður forspárþáttur verri lifunar (ÁH 2,0 95% ÖB 1,3-3,0).

Ályktun: BNS er mjög algengur fylgikvilli eftir aðgerð við ósæðarflysjun af gerð A og er sjálfstæður forspárþáttur verri langtíma lifunar. Aldur, offita, blóðþurrð, lengdur tími á hjarta- og lungnavél og gjöf rauðkornaþykknis eru helstu forspárþættir BNS.


12. Joðhagur 5½ mánaða gamalla brjóstabarna og joðstyrkur í brjóstamjólk

Erna Petersen1, Birna Þórisdóttir2, Inga Þórsdóttir3,5, Geir Gunnlaugsson2, Petra Arohonka4, Iris Erlund4, Ingibjörg Gunnarsdóttir1,5

1Næringarstofu Landspítala, 2félagsfræði-, mannfræði og þjóðfræðideild Háskóla Íslands, 3heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, 4Genomics and Biomarkers Unit, Department of Health, National Institute for Health and Welfare, Finnland, 5rannsóknastofu í næringarfræði við Landspítala og Háskóla Íslands

ernap@landspitali.is

Inngangur: Snefilefnið joð er hluti af skjaldkirtilshormónum og því lífsnauðsynlegt næringarefni fyrir vöxt og þroska barns í móðurkviði og frumbernsku. Joðhagur hefur um langa hríð verið góður á Íslandi en kannanir sýna að dregið hefur úr neyslu mikilvægra joðgjafa í fæðu. Tíðni brjóstagjafar á Íslandi er há en engar íslenskar rannsóknir eru til um joðhag ungbarna eða joðstyrk í móðurmjólk.

Markmið: Að meta joðhag ungbarna sem nærast eingöngu (n=32) eða að hluta (n=28) á brjóstamjólk með því að kanna joðstyrk í þvagi (UIC) og móðurmjólk (BMIC, n=57). Að auki var markmiðið að meta neyslu mæðra á þekktum joðgjöfum.

Aðferðir: Ungbörn og mæður þeirra voru fengin til þátttöku í heilsugæslustöðvum í Reykjavík og nágrenni. Safnað var þvagsýnum frá 5½ mánaða gömlum börnum og brjóstamjólkursýnum frá mæðrum þeirra og upplýsingum um mataræði móður. Niðurstöðurnar voru bornar saman við viðmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um miðgildi UIC >100 μg/L sem gefur til kynna viðunandi joðhag. Miðgildi BMIC var borið saman við niðurstöður annarra rannsókna þar sem ekki er til viðurkennt miðgildi sem gefur til kynna viðunandi joðstyrk í brjóstamjólk. Mataræði móður var metið með tíðnispurningalista.

Niðurstöður: Miðgildi (25.-75. hundraðshlutar) UIC var 152 (79-239) μg/L og aðeins fimm (8%) barnanna voru með UIC <50 μg/L. Miðgildi (25.-75. hundraðshlutar) BMIC var 84 (48-114) μg/L. Meðalneysla mæðra á mjólk- og mjólkurvörum (auk osta) var 1,7 skammtar á dag og meðalneysla þeirra á fiski var 1,8 máltíð á viku.

Ályktun: Mæður, sem að jafnaði neyta fisks og mjólkurvara nálægt því sem fram kemur í almennum fæðuráðleggingum (fiskur tvisvar í viku og tveir skammtar af mjólk á dag), virðast hafa viðunandi joðstyrk í brjóstamjólk. Joðhagur ungbarna þeirra, sem nærast einvörðungu eða að hluta til á brjóstamjólk við 5½ mánaða aldur, er viðunandi.


13. Sjaldgæf stökkbreyting í LDL-viðtakageninu veldur verulegri lækkun á LDL-kólesteróli

Eyþór Björnsson1,2,3, Guðmundur Norðdahl1, Guðný Anna Árnadóttir1, Ásgeir Sigurðsson1, Kristbjörg Gunnarsdóttir1, Gísli Halldórsson1, Hákon Jónsson1, Bjarni V. Halldórsson1, Garðar Sveinbjörnsson1, Eva F. Ólafsdóttir3, Anna Helgadóttir1, Gísli Másson1, Páll Í. Ólason1, Sebastian Roskosch4, Birte Kehr4, Karl Andersen2,3, Daníel F. Guðbjartsson1, Hilma Hólm1, Guðmundur Þorgeirsson1,3, Unnur Þorsteinsdóttir1,2, Patrick Sulem1 og Kári Stefánsson1,2

1Íslenskri erfðagreiningu, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3Landspítala, 4Berliner Institut für Gesundheitsforschung, Berlín, Þýskalandi

eyb8@hi.is

Inngangur: Viðtakinn fyrir lágþéttni lípóprótín (LDL) miðlar upptöku LDL-kólesteróls í frumur. Hann gegnir lykilhlutverki í verkun blóðfitulækkandi lyfja, en þau auka tjáningu viðtakans á yfirborði lifrarfruma og stuðla þannig að lækkun þéttni LDL-kólesteróls í blóði. Stökkbreytingar sem skerða virkni viðtakans valda hækkun á LDL-kólesteróli en stökkbreytingum sem auka virkni viðtakans hefur ekki verið lýst.

Markmið og aðferðir: Leita að stökkbreytingum í LDL-viðtakageni (LDLR) 43.202 Íslendinga hverra erfðamengi höfðu verið raðgreind. Notuð voru nýlega þróuð algrím til þess að finna úrfellingar eða margfaldanir á basaröðum innan gensins. Svipgerðarupplýsingar voru sóttar í víðtækan gagnagrunn Íslenskrar erfðagreiningar.

Niðurstöður: Afar sjaldgæf úrfelling fannst í sjö einstaklingum innan sömu fjölskyldu. Þeir höfðu mjög lága þéttni af LDL-kólesteróli (meðalgildi 0,87 mmól/l, n=6), sem var 74% lægri en í viðmiðunarhópi (meðalgildi 3,45 mmól/l, n=98.245, P=3,7×10-13). Ekki var fylgni við háþéttni lípóprótín (HDL) eða þríglýseríð. Niðurstöður RNA raðgreiningar og tjáningar á LDL-viðtakanum í eitilfrumum úr arfberunum benda til þess að úrfellingin valdi styttingu stjórnraðar á 3‘ enda mRNA (e. 3‘ untranslated region), en það eykur stöðugleika mRNA sameindarinnar sem leiðir til aukinnar tjáningar LDL-viðtakans. Ítarleg svipgerðargreining arfberanna bendir til þess að mjög lág þéttni LDL-kólesteróls sem viðhaldið er ævilangt hafi ekki neikvæð áhrif á heilsu manna.

Ályktanir: Við fundum afar sjaldgæfa stökkbreytingu í LDLR sem veldur verulegri lækkun LDL-kólesteróls í blóði. Þetta er fyrsta þekkta stökkbreytingin í LDLR sem eykur tjáningu LDL-viðtakans og lækkar þannig LDL-kólesteról. Þessar niðurstöður varpa ljósi á lítt þekkta ferla sem hafa áhrif á tjáningu LDL-viðtakans og gætu reynst lyfjamörk fyrir þróun nýrra blóðfitulækkandi lyfja.


14. Metabolomics analysis of platelet concentrates treated with the INTERCEPT pathogen reduction system

Freyr Jóhannsson1, Níels Árni Arnason2, Ragna Landrö2, Sveinn Guðmundsson2, Óttar Rolfsson1, Ólafur E. Sigurjónsson2,3

1Department of medicine, University of Iceland2, The Blood bank, Landspitali The University Hospital of Iceland3, School of Science and engineering, Reykjavik University, Iceland

Introduction: Platelet concentrates (PCs) are transfused to control or prevent bleeding in thrombocytopenic and surgery patients. Storage of platelets is limited to 5-7 days mainly due to the risk of bacterial contamination. Pathogen reduction systems have been developed to diminish the threat of pathogen transmission via blood transfusion. One such technique is the INTERCEPT blood system which combines the compound amotosalen with UVA illumination to inhibit pathogen growth.

Aim: The aim of this study was to investigate the metabolic changes in PCs treated with the INTERCEPT system.

Methods: Samples were collected at 3 time points during storage from either untreated or INTERCEPT treated PCs. Metabolites were extracted and analysed using liquid chromatography coupled with mass spectrometry followed by targeted and untargeted metabolic profiling. Secondly, constraint-based metabolic modelling was used to integrate the metabolomics measurements into a cell-scale model to predict metabolic fluxes at the metabolic network level.

Results: Using a targeted metabolomics approach, a total 106 metabolites were identified. Statistical analysis revealed that 26 metabolites were significantly altered due to the treatment. The majority (21) were extracellular metabolites, including all of the measured extracellular lysophosphatidylcholines and acyl-carnitines. Further inspection of these 21 extracellular metabolites revealed a significant drop in concentrations immediately after the treatment. Analysis of platelet-free controls confirmed the observed drop in concentrations was due to the extra processing steps of the INTERCEPT system. Untargeted metabolomics analysis revealed that photoproducts of amotosalen, more specifically amotosalen dimers, were present in the intracellular fraction of the treated PCs. In silico metabolic flux analysis predicted no difference in energy metabolism or metabolic pathway usage between the treatments.

Conclusion: The extra processing steps of the INTERCEPT pathogen reduction system alter the metabolome of PCs. However, no difference in metabolic activity between the treatments was observed.


15. Systems analysis of metabolism in platelet concentrates during storage in platelet additive solution

Freyr Jóhannsson1, Steinn Guðmundsson1, Giuseppe Paglia1, Sveinn Guðmundsson2, Bernhard Pálsson1, Óttar Rolfsson1, Ólafur E. Sigurjónsson2,3

1Center for systems biology, University of Iceland, 2The Blood bank, Landspítali The University Hospital of Iceland, 3School of Science and Engineering, Reykjavik University

oes@landspitali.is

Introduction: Platelets (PLTs) are blood cells that perform a vital role in wound hemostasis by clogging damaged blood vessels and they also play a critical part in inflammation processes (2). Some blood disorders, cancers, and cancer treatments can lead to abnormally low platelet counts. This is frequently corrected by carrying out blood transfusion of platelet concentrates which are collected and stored at blood banks.Platelets (PLTs) deteriorate over time when stored within blood banks through a biological process known as PLT storage lesion (PSL).

Aims: Describe the refinement of the biochemical model of PLT metabolism, iAT-PLT-636, and its application to describe and investigate changes in metabolism during PLT storage

Methods: Changes in extracellular acetate and citrate were measured in buffy coat and apheresis PLT units over 10 days of storage in the PLT additive solution T-Sol. Metabolic network analysis of these data was performed alongside our prior metabolomics data to describe the metabolism of fresh (days 1–3), intermediate (days 4–6), and expired (days 7–10) PLTs. Changes in metabolism were studied by comparing metabolic model flux predictions of iAT-PLT-636 between stages and between collection methods.

Results: Extracellular acetate and glucose contribute most to central carbon metabolism in PLTs. The anticoagulant citrate is metabolized in apheresis-stored PLTs and is converted into aconitate and, to a lesser degree, malate. The consumption of nutrients changes during storage and reflects altered PLT activation profiles following their collection. Irrespective of the collection method, a slowdown in oxidative phosphorylation takes place, consistent with mitochondrial dysfunction during PSL. Finally, the main contributors to intracellular ammonium and NADPH are highlighted.

Conclusions: Future optimization of flux through these pathways provides opportunities to address intracellular pH changes and reactive oxygen species, which are both of importance to PSL. The metabolic models provide descriptions of PLT metabolism at steady state and represent a platform for future PLT metabolic research.


16. Tracking of stable isotopic labels in untargeted metabolomics

Freyr Jóhannsson1, Ólafur Sigurjónsson2,3, Óttar Rolfsson1

1Center for systems biology, University of Iceland, 2The Blood bank, Landspítali the University Hospital of Iceland, School of Science and Engineering, Reykjavik Unviersity

oes@landspitali.is

Introduction: The use of nutrient substrates labelled with stable isotopes has proven to be a powerful tool for characterizing cellular metabolism. Generally, such isotopic tracer experiments have been carried out with targeted approaches that measure pre-selected metabolites and are therefore not well suited for the discovery of new or unexpected metabolic activity. Mass analyzers that record the entire mass spectrum over a set mass-to-charge ratio range make untargeted tracer analysis possible. However, the size and complexity of the datasets they produce present a challenge and only a few computational methods are available.

Aims: Developed a new algorithm that automatically detects label incorporation based on the measured mass-to-charge ratios and retention times, and the average elemental composition of known metabolites. Use this new algorithm to trace the metabolism of key energy nutrients in stored platelets.


Methods: Platelet concentrates were spiked with 13C labeled acetate, glucose and glutamine. Samples were collected at different time points during storage at the blood bank. Intra- and extracellular metabolites were extracted with methanol and measured with UPLC-MS. The raw data was processed with the commercial software package XCMS which performs automatic peak-picking and retention time alignment. The programming language R was used to write and execute the newly developed algorithm.


Results: Using this new method, we have detected metabolites and metabolic pathways that, to our knowledge, have not been previously reported to be active in the human platelet.

Conclusions: We have developed a new computational method that successfully detects isotopic label incorporation into metabolites allowing for untargeted tracer analysis in metabolomics studies.


17. Viðvarandi opin fósturslagrás hjá fyrirburum

Gísli Gíslason1, Gylfi Óskarsson1,2, Hróðmar Helgason1,2, Ingólfur Rögnvaldsson1,2, Sigurður Sverrir Stephensen1,2, Þórður Þórkelsson1,2

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítala Hringsins

gig31@hi.is

Inngangur: Fósturslagrásin veitir blóði fram hjá lungum á fósturskeiði og lokast hún yfirleitt fljótlega eftir fæðingu. Hjá fyrirburum gerist það ekki alltaf, sem skert getur loftskipti og valdið hjartabilun. Þrátt fyrir að vera mikið rannsökuð er meðferð á viðvarandi opinni fósturslagrás umdeild.

Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kortleggja viðvarandi opna fósturslagrás hjá minnstu fyrirburunum á Íslandi.

Tilfelli og aðferðir: Afturskyggn, lýsandi rannsókn á öllum fyrirburum á vökudeild sem fæddust eftir 23-32 vikna meðgöngu á 10 ára tímabili (2007-2016). Gagna var aflað úr gagnagrunni vökudeildar, sjúkraskrám barnanna og mæðraskrám.

Niðurstöður: 452 börn uppfylltu rannsóknarskilyrðin. Af þeim greindust 117 (26%) með opna fósturslagrás á >3. degi. Fósturslagrásin lokaðist án meðferðar hjá 32 börnum (27%). 72 börn þurftu lyfjameðferð (62%) og lokaðist fóstursagrásin við það hjá 53 þeirra (74%), en opnaðist aftur hjá 10 (19%). Lyfjameðferð bar tilætlaðan árangur hjá 43 (60%) en 24 börn þurftu að fara í skurðaðgerð (21%). 23-27 vikna fyrirburar, samanborið við 28-32 vikna, greindust frekar með opna fósturslagrás (58% og 12%; p<0,001), fengu frekar lyfjameðferð (68% og 47%; p<0,01) og þurftu frekar skurðaðgerð (28% og 5%; p<0,01).

Ályktanir: Viðvarandi opin fósturæð er umtalsvert vandamál hjá minnstu fyrirburunum. Því styttri sem meðgöngulengdin er þeim mun meiri líkur eru á að barnið greinst með viðvarandi opna fósturæð, að það svari ekki lyfjameðferð og þurfi á skurðaðgerð að halda. Hér á landi virðast hlutfallslega fleiri börn fara í aðgerð vegna viðvarandi opinnar fósturslagrásar en erlendis, sem þyrfti að skoða nánar.


18. Áhrif ónæmisglæða á virkjun kímstöðva og mótefnasvar í nýburamúsum

Guðbjörg Júlía Magnúsdóttir1,2, Auður Anna Aradóttir Pind1,2, Ingileif Jónsdóttir1,2, Stefanía P. Bjarnarson1,2

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2ónæmisfræðideild Landspítala

gudbjorgjulia@gmail.com

Inngangur: Ónæmiskerfi nýbura er vanþroskað, sem veldur auknu næmi fyrir sýkingum og lélegri svörun við bólusetningum. Mótefnasvör eru dauf og lækka hratt, myndun kímstöðva sem eru aðalsérhæfingarstaðir B fruma er takmörkuð í nýburum sem orsakar myndun fárra mótefnaseytandi frumna með takmarkaða lifun. Ónæmisglæðar geta aukið ónæmissvar við bólusetningu, en einungis tveir ónæmisglæðar eru leyfðir í börnum, alum sem er í flestum bóluefnum gefin ungbörnum og MF59 sem er í inflúensubóluefni fyrir >6 mánaða.

Markmið: Bera saman áhrif ónæmisglæðanna LT-K63, mmCT, MF-59, IC31 og alum á virkjun kímstöðva og mótefnamyndun í nýburamúsum. Niðurstöður gætu skýrt hvaða ónæmisglæðar geta yfirunnið takmarkanir í ónæmissvari nýbura og lagt þannig að mörkum til þróunar ónæmisglæða fyrir nýbura.

Aðferðir: Nýburamýs voru bólusettar með tetanus toxoid (TT) með eða án ónæmiglæði, 8 eða 14 dögum eftir bólusetningu voru mýsnar aflífaðar, miltu fjarlægð og snöggfryst fyrir vefjasneiðaskurð. Vefjasneiðar voru litaðar með flúrmerktum mótefnum fyrir IgM (eitilbú) og PNA (kímstöðvar). Mótefnastyrkur og bindistyrkur mótefna gegn TT var mældur í sermi með ELISA.

Niðurstöður: Þær mýs sem voru bólusettar með TT og LT-K63, mmCT, MF59 eða IC31 sýndu aukna myndun TT-sértækra IgG mótefna 14, 28 og 42 dögum eftir bólusetningu samanborið við mýs sem fengu einungis TT eða TT+alum. Niðurstöður vefjalitana úr þeim músum sem aflífaðar voru 14 dögum eftir bólusetningu sýndu að sá hópur sem var bólusettur með TT+mmCT hafði aukinn fjölda kímstöðva og hærra hlutfall kímstöðva/eitilbúa en sá hópur sem einungis fékk TT, sömu sögu var að segja fyrir mýsnar sem voru aflífaðar 8 dögum eftir bólusetningu. Á degi 8 gáfu allir hópar sem fengu ónæmisglæða marktækt hærra TT-sértækt mótefnasvar en mýs sem fengu einungis TT. Bindistyrkur mótefna var metinn á degi 42 en ekki sást mikill munur á milli hópa.

Ályktanir: Niðurstöður úr þessari rannsókn benda til þess að af þeim ónæmisglæðum sem prófaðir voru er mmCT sá sem stuðlar helst að virkjun kímstöðva ásamt því að auka mótefnasvar líkt og hinir ónæmisglæðarnir gerðu að alum frátöldum.


19. Sérstaða íhlutunar iðjuþjálfa: Einfalt þjónustuyfirlit

Guðrún Árnadóttir

Flæðisviði Landspítala

gudrunar@lsh.is

Inngangur: Iðjuþjálfun er sérstæð vísindagrein sem býður upp á iðjusýn í heilbrigðisþjónustu. En hversu iðjumiðuð og iðjugrundvölluð er sú klíníska þjónusta sem iðjuþjálfar Landspítala veita? Enn þann dag í dag eftir áratuga langa áherslu á iðjusjónarmið nota margir iðjuþjálfar íhlutunaraðferðir sem fengnar eru að láni frá öðrum starfsstéttum. Allir iðjuþjálfar ættu að endurskoða þjónustu sína og spyrja samtímis hvort þjónustan sé í raun sérstæð, þ.e. grundvölluð á iðju og iðjumiðuð. Iðjuþjálfar Landspítala hafa endurskoðað mismunandi þætti þjónustu sinnar á undanförnum árum með framþróun í huga.

Markmið: Að kanna hvernig iðjuþjálfar á endurhæfingardeild Landspítala, Grensási flokka athafnir sem þeir nota við íhlutunarvinnu sína, og hvort íhlutunin sé í samræmi við það iðjusjónarmið sem fagstéttin gerir kröfu til.

Aðferðir: Flokkun íhlutunar út frá iðjusýn var notuð til að taka saman tölfræðilegar upplýsingar um hversu mikil iðjusýn kemur fram í starfseminni. Útbúið var skráningarform og sérstakar leiðbeiningar með lýsingum á sex tegundum íhlutunarathafna sem samræmdust flokkunarkerfi Fisher. Allir iðjuþjálfar á Grensási skráðu þann vinnutíma sem þeir notuðu með sjúklingum sínum fyrir hvern athafnaflokk yfir þriggja vikna tímabil. Í framhaldinu voru reiknuð út prósentustig fyrir alla íhlutunarflokkana auk samanlagðs tíma fyrir þá þrjá athafnaflokka sem endurspegla iðjumiðaða eða iðjugrundvallaðar aðferðir.

Niðurstöður: Sex iðjuþjálfar flokkuðu 462 skráð íhlutunarskipti fyrir 63 þjónustuþega (meðalaldur = 56,4; karlkyn = 63%; taugasjúkdómsgreiningar = 90%). 88,4% tímans var varið í hina þrjá iðjumiðuðu og iðjugrunnuðu flokka þ.e. lagfærandi iðju (restorative occupation), áunna iðju (acquisitional occupation) og aðlagaða iðju (adaptive occupation); 1,7% var varið í eftirlíkingu iðju (simulated occupation) og 10% í undirbúning fyrir þátttöku í tilgangsbundnum athöfnum daglegs lífs (preparation) eða æfingar til þjálfunar sérstakra þátta líkamsstarfsemi (rote practice/exercise). Fjallað verður um frávik frá niðurstöðum fyrri rannsóknar s.s. tölfræðilega marktæka aukningu á notkun lagfærandi iðju p≤0,05 og umtalsverða aukningu á þeim þremur flokkum sem grundvallast á iðju (21,4%). Einnig verður minnst á gagnlegar vísbendingar fyrir frekari framþróun þjónustu iðjuþjálfa á Landspítala.

Ályktanir: Magn íhlutunartíma sem notaður er til iðjumiðaðra og grunnaðra athafna á Grensási er vel ásættanlegt fyrir þjónustu iðjuþjálfa. Nýta má regluleg þjónustuyfirlit til að halda vörð um og viðhalda aukinni iðjusýn við íhlutun.


20. Þolmörk Landspítala í hópslysum – bráðaviðbrögð og áhrif á flæði sjúklinga eftir tvö rútuslys

Guðrún Lísbet Níelsdóttir2, Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir3,5 , Hjalti Már Björnsson1,4, Brynjólfur Mogensen3, Jón Magnús Kristjánsson1, Sólrún Rúnarsdóttir2, Ragna Gústafsdóttir1, Bryndís Guðjónsdóttir1, Bára Benediktsdóttir2

1Bráðamóttöku, 2flæðisviði Landspítala, 3rannsóknastofa Landspítala og Háskóla Íslands í bráðafræðum, 4læknadeild, 5hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

gudrunln@landspitali.is

Bakgrunnur: Íslenska heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir margvíslegum áskorunum. Vangaveltur eru uppi um hvort stærð þess miðað við áskoranir hafi áhrif á bolmagn kerfisins til að bregðast við hópslysum og hamförum. Íslenska heilbrigðiskerfið stóð frammi fyrir óvæntum áskorunum vegna tveggja rútuslysa, 2016 og 2017, sem gáfu tækifæri til að rannsaka viðbrögðin og innviði þess.

Markmið: Að lýsa þolmörkum Landspítala út frá tveimur rútuslysum með greiningu á ástandi sjúklinga, afdrifum þeirra og viðbrögðum innan Landspítala

Aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og skoðaður var hópur slasaðra sem fluttir voru á Landspítala í kjölfar slysa á Mosfellsheiði 25. október 2016 og í Eldhrauni 27. desember 2017, viðbrögð innan sjúkrahússins með sérstaka áherslu á flæði sjúklinga, þolmörk og útkomu sjúklinga. Gögnum var safnað úr sjúkraskrám og starfsemisgögnum Landspítala og greind með lýsandi tölfræði og viðeigandi ályktunartölfræði.

Niðurstöður: Á Landspítalann komu alls 23 sjúklingar úr fyrra slysinu og 15 úr seinna slysinu. Í báðum slysunum var viðbragðsáætlun Landspítala virkjuð. Mikill fjöldi af sjúklingum var staddur á bráðamóttöku og legudeildir fullar en rýming bráðamóttöku gekk vel. Í slysinu á Mosfellsheiði voru 2 með áverkaskor (ISS) >10, sjö voru lagðir inn og var meðallegutími þeirra 5,7 dagar. Í slysinu í Eldhrauni var voru 3 með ISS>10. Átta sjúklingar voru lagðir inn og var meðallegutími 11,9 dagar. Alls létust 2 í því slysi.

Ályktanir: Rannsóknin mun gefa möguleika á að skilgreina þolmörk einangraðs háskólasjúkrahúss í harðbýlu landi en auk þess auka þekkingu á sjúklingatengdum þáttum og bráðaviðbrögðum í hópslysum. Ofmat áverka á vettvangi voru í samræmi við rannsóknir erlendis. Vangaveltur eru uppi um hvort þröskuldur fyrir innlögn sé lægri í hópslysum.


21. Tíðnigreining EMG merkis frá vöðvanum triceps surae í Achilles sinar prófi heilablóðfallstilfella í tSCS meðferð

Halldór Kárason1, Vilborg Guðmundsdóttir2, Gígja Magnúsdóttir2, Belinda Chenery3, Guðbjörg Ludwigsdóttir2, Þórður Helgason1,2

1Háskólanum í Reykjavík, 2Landspítala, 3Háskóla Íslands

thordur@landspitali.is

Inngangur: Síspenna eða ósjálfráður vöðvasamdráttur (spasmi) er algengur fylgikvilli heilablóðfalls og getur dregið verulega úr lífsgæðum vegna hamlandi áhrifa á daglegar athafnir, sársauka og þreytu. Meðferðir sem draga úr síspennu eru takmarkaðar og geta haft neikvæðar aukaverkanir. Sýnt hefur verið fram á að raförvun mænu með yfirborðs-rafskautum (tSCS) dregur úr síspennu í neðri útlimum eftir mænuskaða. Hvernig raförvunin hefur áhrif á taugaboð mænunnar er ekki vitað.

Markmið: Skoða áhrif raförvunar mænu á síspennu eftir heilablóðfall. Hér er sérstaklega tekið fyrir merki vöðvarafrits í Achilles sinar prófi hjá einstaklingum með heilaskaða eftir blóðfall.

Aðferðir: Rannsókninni var skipt niður í fjóra áfanga með prófunar og meðferðar áfanga til skiptis. Fjórir einstaklingar með skaða eftir heilablóðfall tóku þátt. Fyrst var prófunar áfangi til að fá viðmiðunargögn þar sem einstaklingar voru mældir einu sinni í viku í þrjár vikur. Eftir það var meðferðar áfangi í þrjár vikur með raförvunarmeðferð í 30 mínútur á dag. Þar voru einstaklingar einnig mældir einu sinni í viku. Þetta var endurtekið tvisvar með átján til tuttugu og fjögurra vikna hvíld á milli til að ná upphafsástandi aftur. Til að meta áhrifin voru mismunandi matstæki notuð sem meta síspennu hvert á sinn máta.

Niðurstöður: Gögn frá þátttakendum 3 og 6 sýndu hliðrun í átt að lægri tíðni. Þátttakandi 5 sýndi hliðrun í átt að hærri tíðni en engar marktækar breytingar voru í tíðni þátttakanda 4. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður annarra rannsóknarhópa.

Ályktanir: Niðurstöður Achilles sinar prófs eftir tSCS-meðferð sýna hliðrun EMG merkis triceps surae vöðva í átt að lægri tíðni hjá tveimur þátttakendum, hliðrun í átt að hærri tíðni hjá einum þátttakanda en enga breytingu hjá öðrum. Hvort þessi hliðrun sé vegna aukningu vöðvaþráða í hraðari eða hægari vöðvaþráða á eftir að rannsaka frekar. Þróun í báðar áttir er möguleg og fer það eftir umfangi og staðsetningu heilablóðfalls á síspennu sem er hvort tveggja mismunandi eftir tilfelli og á milli einstaklinga.


22. Íslensk DSM-5 útgáfa Schedule for Affective Disorders and Schizophrenia for School Aged Children - Present and Lifetime version (K-SADS-PL): Matsmannaáreiðanleiki, samleitniréttmæti, algengi geðraskana í klínísku úrtaki og skimunarhæfni RCADS

Harpa Hrönn Harðardóttir1, Hjördís Ólafsdóttir2, Orri Smárason2,3, Sigríður Helgadóttir2, Friðrik Már Ævarsson2, Ólafur Þórðarson2, Guðmundur Skarphéðinsson2

1Þroska- og hegðunarstöð, 2Háskóla Íslands, 3Landspítala

orris@lsh.is

Inngangur: K-SADS-PL er mest notaða staðlaða geðgreiningarviðtalið fyrir börn og unglinga í heiminum, bæði í klínísku starfi og í rannsóknum. Íslensk þýðing og staðfærsla af DSM-IV útgáfu viðtalsins hefur reynst réttmætt og áreiðanleg í rannsóknum. Ný útgáfa viðtalsins sem miðar við DSM-5 kom út árið 2016. Þetta verkefni snýst um að þýða þá útgáfu og kanna áreiðanleika og réttmæti hennar í klínísku úrtaki íslenskra barna.

Markmið: Að þýða DSM-5 útgáfu K-SADS-PL og leggja fyrir um 200 börn í þjónustu Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL) og Litlu kvíðameðferðarstöðvarinnar (LKMS) til að kanna matsmannaáreiðanleika, samleitniréttmæti, algengi geðraskana í klínísku úrtaki og skimunareiginleika RCADS spurningalistans. Þetta er gert í áföngum og hér er aðeins lýst niðurstöðum fyrsta áfanga.

Aðferð: Kaflarnir um áráttu og þráhyggjuröskun, áfallastreituröskun, kvíðaraskanir og lyndisraskanir voru þýddir. Viðtalið var lagt fyrir 29 þátttakendur og foreldra þeirra á BUGL og LKMS. Samleitnréttmæti var kannað með því að bera niðurstöður saman við mikið notaða spurningalista; RCADS, CDI, BYI og MASC. Matsmannaáreiðanleiki var kannaður með því að láta matsmann skora hljóðupptöku af fyrirlögnum viðtalsins.

Niðurstöður: Meðalaldur þátttakenda var 11.7 ár (stfr=3.8) og aldursspönnin 6-17 ár, 14 stúlkur og 15 drengir. Tíðni fylgiraskana var há og að meðaltali mætti hver þátttakandi greiningarskilmerkjum fyrir 1.89 geðrraskanir (stfr=1.16, spönn 0-5). Niðurstöður bentu til mjög góðs til fullkomins samræmis á milli matsmanna (Kappa 0.91-1.00) nema fyrir ofsakvíðaröskun (Kappa 0.65). Notuð voru t-próf til að bera saman þá sem mættu eða mættu ekki greiningarskilmerkjum fyrir tiltekna röskun (t.d. aðskilnaðarkvíða) við útkomu á spurninalistum sem mæla sumu hugsmíð (t.d RCADS). Niðurstöður bentu til miðlungs sterkrar til sterkrar fylgni á milli greiningar og mælinga á sömu hugsmíð með spurningalistum.

Ályktanir: Þessar fyrstu niðurstöður á eiginleikum íslenkrar þýðingar DSM-5 útgáfu K-SADS-PL benda til þess að hún sé áreiðanlega og réttmæt hvað varðar áráttu og þráhyggjuröskun, áfallastreituröskun, kvíðaraskanir og lyndisraskanir.


23. Vinstra ristilbrottnám, bugðuristilsbrottnám og endaþarmsbrottnám: Niðurstöður ESCP rannsóknar í samanburði við íslenskar niðurstöður

Haukur Kristjánsson1, Elsa Björk Valsdóttir1,2, Jórunn Atladóttir1, Helgi Kjartan Sigurðsson1, Páll Helgi Möller1,2

1Kviðarholsskurðdeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands

haukurk@landspitali.is

Inngangur: Árið 2017 tók kviðarholsskurðdeild Landspítala þátt í alþjóðlegri rannsókn á vegum samtaka evrópskra ristil- og endaþarmsskurðlækna (ESCP). Rannsóknin tók til vinstra ristilhlutabrottnáms, bugðuristilbrottnáms og endaþarmsbrottnáms. Þessar skurðaðgerðir eru algengar en þó nokkur breytileiki er í framkvæmd þeirra.

Markmið: Að bera saman niðurstöður íslenska þýðisins við alþjóðlegu niðurstöðurnar.

Efniviður og aðferðir: Gögnum um sjúklinga sem gengust undir ofangreindar aðgerðir á þeim stofnunum sem tóku þátt, var safnað innan stofnananna sjálfra. Inntökutími aðgerðardags var á tímabilinu 1. febrúar til 15. mars árið 2017. Gögnum um aðgerðir var safnað samfellt í tvo mánuði. Eftirfylgd var 30 dagar. Dæmi endapunkta voru fylgikvillar, lekatíðni og dánartíðni.
Í samanburði íslenskra niðurstaðna við niðurstöðu heildarþýðis var notast við kí-kvaðrat próf.

Niðurstöður: Heildarsjúklingafjöldi rannsóknar var 5641. Alls tóku 355 stofnanir þátt frá 49 löndum. Sjúklingafjöldi Íslands var 19 og stofnunin ein, Landspítali. Algengasta ábending aðgerðar heildarþýðis var illkynja sjúkdómur (74,1%), einnig á Íslandi 63,2% (p=0,4).
Gerð garnatengingar var algengust á formi enda-í-enda (end-to-end) í heildarþýði (75,2%) miðað við 0% á Íslandi (p=2,9e-09) en þar reyndist algengasta formið hlið-í-enda (side-to-end), 68.4% miðað við 15,9% í heildarþýði (p=3,4e-09). Tíðni fylgikvilla í heildarþýði var 38,3% miðað við 21,1% á Íslandi (p=0,19). Tíðni garnatengingarleka í heildarþýði var 7,3% miðað við 10,5% á Íslandi (p=0,9). Dánartíðni heildarþýðis var 2,1% miðað við 0% á Íslandi (p=1).

Ályktanir: Einungis reyndist marktækur munur á gerð garnatengingar. Fámennur sjúklingahópur íslenska þýðisins bitnar á styrk samanburðarhópanna. Þörf er á frekari gagnaöflun íslenskra niðurstaðna til marktækari samanburðar.


24. Varnarpeptíðið LL-37 hefur áhrif á seytingu hyrnisfrumna og virkjun inannfrumu boðleiða þeirra

Hildur Sigurgrímsdóttir1,2, Jóna Freysdóttir1,2,3, Björn Rúnar Lúðvíksson1,2

1Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3rannsóknarstofu í gigtsjúkdómum, Landspítala

hildursigur@hotmail.com

Inngangur: Skellusóri er bólgusjúkdómur í húð þar sem frumur ónæmiskerfisins fara í húð og valda offjölgun hyrnisfrumna og óeðlilegu bólguástandi. Th1 og Th17 frumur eru taldar aðal verkfrumur í meingerð sóra en þær seyta bólguboðefnum á borð við IFNγ, TNFα og IL-17 sem má finna í auknu magni í bæði blóði og húð sórasjúklinga. Varnarpeptíðið LL-37 er partur af ósértæka ónæmiskerfinu. LL-37 er tjáð í meira magni í húð og blóði sórasjúklinga og er talið taka þátt í meingerð sóra, bæði í upphafi og viðhaldi sóra.

Markmið: Að skoða nánar hvaða áhrif LL-37 hefur á seytingu og virkjun hyrnisfrumna í rækt eftir örvun með bólguboðefnum sem tengjast meingerð sóra.

Aðferðir: Ferskar hyrnisfrumur og HaCaT hyrnisfrumur (frumulína) voru ýmist ræktaðar án örvunar eða örvaðar með IFNγ og TNFα til að líkja eftir Th1 bólgusvari eða IL-17 og TNFα til að líkja eftir Th17 bólgusvari. Allar frumurnar voru ræktaðar með og án LL-37. Frumufloti var safnað og styrkur 27 lífmerkja (bólguboðefna, flakkboða og vaxtarþátta) í þeim mældur með Luminex aðferð. Virkjun innanfrumu boðleiða var metin með því að mæla magn fosfæringar á boðsameindum með phosphoflow aðferð og frumuflæðisjá.

Niðurstöður: Hyrnisfrumur brugðust við örvun með bólguboðefnum tengdum Th1 eða Th17 bólgusvari með því að breyta því gerð og magni lífmerkja sem þær seyta og var mismunandi eftir því hvort líkt var eftir Th1 eða Th17 bólgusvari. Th1 bólgusvarið hafði í för með sér aukna seytingu á mörgum bólguboðefnum og efnatogum, t.d. IL-10, IL-17A, IL-12p70, CCL2, CCL5 og CXCL10. Þegar hyrnisfrumur voru örvaðar með Th17 bólgusvari juku þær seytingu á vaxtarþáttum, s.s. G-CSF, GM-CSF and FGF, bólguhvetjandi boðefnunum IL-1β og IL-6 sem og efnatogunum CCL20, CXCL1 og CXCL2. LL-37 jók seytingu sumra lífmerkja og minnkaði seytingu annarra. Dæmi um lífmerki sem LL-37 hafði áhrif á eru IL-10, IL-17E, CXCL8 og VEGF. Þegar HaCaT frumur voru ræktaðar með LL-37 minnkaði virkjun á ERK1/2.

Ályktun: Hyrnisfrumur framleiða og seyta mörgum lífmerkjum og LL-37 hefur töluverð áhrif á seytingu og virkjun boðleiða innan frumnanna. Hyrnisfrumur virðast gegna stærra hlutverki í meingerð sóra heldur en áður var talið og LL-37 virðist taka þátt í að móta það hlutverk.



25. Rauðkornameðferð sjúklinga með langvinnt eitilfrumuhvítblæði á Íslandi árin 2003-2016

Hrafn Hlíðdal Þorvaldsson1, Signý Vala Sveinsdóttir2, Brynjar Viðarsson2,4, Gunnar B. Ólafsson1, Anna Margrét Halldórsdóttir1,3

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2blóðlækningadeild Landspítala, 3Blóðbankanum, 4Læknasetrinu Mjódd

hth209@hi.is

Inngangur: Langvinnt eitilfrumuhvítblæði (chronic lymphocytic leukemia, CLL), algengasta hvítblæði á Vesturlöndum, einkennist af fjölgun illkynja eitilfruma í blóði, beinmerg og/eða eitlum. Horfur eru háðar ýmsum þáttum svo sem klínísku Rai stigi og er blóðleysi algengur fylgikvilli á seinni stigum. Landspítalinn hefur gefið út klínískar leiðbeiningar um blóðhlutanotkun en notkun blóðhluta og ábendingar hafa lítið verið rannsökuð hérlendis.

Markmið: Að rannsaka rauðkornameðferð sjúklinga með CLL á Íslandi á rannsóknartímanum.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin tók til einstaklinga sem greindust með CLL árin 2003-2016. Sjúkragögn voru skoðuð fram til mars 2017. Þjóðskrá og dánarmeinaskrá Landlæknis veittu upplýsingar um lifun. Þá var sjúklingahópnum skipt í tvennt eftir því hvort fyrsta inngjöf rauðkorna átti sér stað á tímabilinu 2003-2012 eða 2013-mars 2017.

Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu greindust 213 sjúklingar með CLL og fengu 77 (36,2%) þeirra rauðkornainngjöf. Miðgildi fjölda inngefinna rauðkornaeininga var 6 (1-115) og miðgildi fjölda rauðkornainngjafa var 3 (1-65) á tímabilinu. Miðgildi tíma frá greiningu að fyrstu rauðkornameðferð var 2,2 ár. Hærri aldur (p<0,01), hærra Rai stig (p<0,05) og lyfjameðferð (p<0,001) tengdust auknum líkum á rauðkornameðferð. Hærri aldur (hættuhlutfall: 1,1, p<0,001) og hærra Rai stig (hættuhlutfall: 1,5, p=0,02) við greiningu tengdust styttri tíma frá greiningu að fyrstu rauðkornameðferð. Á tímabilinu 2003-2012 mældist blóðrauði (hemóglóbín) fyrir fyrstu rauðkornagjöf að meðaltali 90,4 g/L samanborið við 81,2 g/L á tímabilinu 2013-mars 2017 (p=0,01). Lengri tími leið frá greiningu að fyrstu rauðkornagjöf fyrir síðara tímabilið en það fyrra (miðgildi 2,9 og 1,6 ár, p=0,01). Lifun CLL sjúklinga styttist marktækt eftir fyrstu rauðkornameðferð (hættuhlutfall 4,6, p<0,001) og að auki tengdist hækkandi aldur verri horfum (hættuhlutfall 1,1 á ár, p<0,001) samkvæmt tímaháðu Cox-margþáttalíkani.

Ályktun: Um þriðjungur sjúklinga með CLL fékk rauðkornainngjöf eftir greiningu en fáir fengu endurteknar inngjafir. Hærri aldur og hærra sjúkdómsstig tengdust styttri tíma að fyrstu rauðkornameðferð. Rauðkornameðferð virðist hafa verið íhaldssamari á seinna tímabilinu sem endurspeglast í lægri blóðrauðagildum og lengri tíma að fyrstu rauðkornameðferð sjúklings. Sjúklingar með CLL höfðu verri lífslíkur eftir fyrstu meðferð með rauðkornum.


26. Mergæxli og fylgisjúkdómar: Lýðgrunduð rannsókn

Ingigerður Sólveig Sverrisdóttir1,2, Sölvi Rögnvaldsson2, Sigrún Helga Lund2, Ingemar Turesson3, Malin Hultcrantz4, Magnus Björkholm5, Ola Landgren4, Sigurður Yngvi Kristinsson2,6

1Lyflækningadeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3Skåne, Háskólasjúkrahúsinu í Malmö, 4Myeloma Service, Memorial Sloan-Kettering Cancer Center, New York, 5lyflækningasviði, blóðlækningadeild, Karolinska háskólasjúkrahúsinu og Karolinsku stofnuninni, 6blóðlækningadeild, Landspítala

ingigerdursverrisdottir@gmail.com

Bakgrunnur: Fáar rannsóknir hafa skoðað fylgisjúkdóma (comorbidity) einstaklinga með mergæxli og eru þær flestar byggðar á litlu úrtaki. Samkvæmt þessum rannsóknum hafa allt að 82% sjúklinga með mergæxli einn fylgisjúkdóm eða fleiri og því fleiri fylgisjúkdómum sem einstaklingur þjáist af, því verri eru horfurnar.

Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að skoða tíðni fylgisjúkdóma og lifun á meðal einstaklinga með mergæxli í samanburði við þá sem eru án fylgisjúkdóma. Jafnframt vildum við skoða hvaða fylgisjúkdómar skipta mestu máli í tengslum við lifun.

Aðferðir: Rannsóknin tekur til allra þeirra einstaklinga sem greindust með mergæxli frá 1. janúar 1990 til 31. desember 2013 í Svíþjóð. Sænskar sjúkra- og göngudeildarskrár voru skoðaðar og öllum útskriftargreiningum safnað frá 1. janúar 1985. Einungis þær greiningar sem voru skráðar fyrir greiningu mergæxlis voru teknar gildar. Alþjóðlegt flokkunarkerfi sjúkdóma (International Classification of Diseases, ICD) var notað til þessa að bera kennsl á fylgisjúkdóma. Að lokum var hætta á dauða borin saman í hópunum tveimur, það er hjá þeim sem voru án fylgisjúkdóma og hjá þeim sem greindir voru með fylgisjúkdóma.

Niðurstöður: Í heildina voru 13.718 einstaklingar teknir með í rannsóknina. Af þeim voru 56% (7691/13.718) án fylgisjúkdóma, 23% með einn fylgisjúkdóm og 21% með fleiri en tvo fylgisjúkdóma. Hjartasjúkdómar voru algengustu fylgisjúkdómarnir en 19,2% voru með háan blóðþrýsting, 8,6% með kransæðasjúkdóm, 8,3% með gáttatif og 8,1% með hjartabilun. Um 5,7% voru með geðsjúkdóm við greiningu og 5,6% með lungnasjúkdóm. Aðrir sjúkdómaflokkar voru með algengi <4%. Gáttatif, hjartabilun, heilaáföll, geðsjúkdómar, lungnasjúkdómar, sykursýki og útlægir æðasjúkdómar juku allir hættu á dauða, áhættuhlutfall á bilinu 1,08-1,50 (95% öryggisbil 1,00-1,61).

Ályktun: Í þessari stóru lýðgrunduðu rannsókn höfum við sýnt fram á að fylgisjúkdómar eru algengir á meðal sjúklinga með mergæxli og að fylgisjúkdómar hafa áhrif á lifun þessara einstaklinga.


27. Ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur hafa áhrif á NK frumur og daufkyrninga í samrækt

Kirstine Nolling Jensen1, 2, 3,*, Sunnefa Yeatman Ómarsdóttir1, 2, 3,*, Ingibjörg Harðardóttir1, 3, Jóna Freysdóttir1, 2, 3

1Ónæmisfræðideild, 2rannsóknastofu í gigtsjúkdómum Landspítala, 3læknadeild, Lífvísindasetri Háskóla Íslands. *Jafnt framlag

knj3@hi.is

Inngangur: Náttúrulegar drápsfrumur (NK-frumur) eru hluti af meðfæddum vörnum líkamans og í fremstu víglínu í vörnum gegn krabbameini og veirusýkingum. Daufkyrningar eru fjölmennastir hvítfrumna í blóðrás og íferð þeirra í vefi þar sem bólga verður er mikil. Ómega-3 (n-3) fjölómettaðar fitusýrur (FÓFS) hafa ónæmistemprandi og bólguhjöðnunar áhrif sem geta verið mikilvæg í að meta alvarleika og þróun bólgusjúkdóma.

Markmið: Í þessu verkefni voru skoðuð áhrif NK-frumna og daufkyrninga á virkni hvor annarrar og hvort n-3 FÓFS hafi áhrif þar á.

Aðferðir: NK frumur voru einangraðar úr hvítfrumuþykkni manna. Þær voru ræktaðar í 18 klukkustundir með eða án 50 µM af n-3 fitusýrunum eikósapentaensýru (EPA) og dókósahexaensýru (DHA) eða til viðmiðunar með n-6 fitusýrunni arakídónsýru (AA). Frumurnar voru síðan örvaðar með boðefnunum IL-2, IL-12 og IL-15 annaðhvort einar og sér eða í samrækt með ferskum daufkyrningum í 18 klukkustundir. Í sumum samræktartilraunum voru frumurnar aðskildar með transwell-himnu. Boðefnastyrkur í floti var mældur með ELISA-aðferð og tjáning á stýrðum frumudauða og yfirborðssameindum með frumuflæðisjá.

Niðurstöður: NK-frumur höfðu áhrif á lifun daufkyrninga og juku tjáningu þeirra á lifunarsameindinni CD47. NK-frumur juku einnig hlutfall daufkyrninga sem tjáðu ræsisameindina CD11b og juku tjáningu daufkyrninganna á CD11b sameindinni. DHA kom að nokkru leyti í veg fyrir þá aukningu. Daufkyrningar drógu úr hlutfalli NK-frumna sem tjáðu ræsisameindirnar CXCR3 og NKp46 og voru þessi áhrif háð frumutengdum boðum. Áhrifin á NKp46 jukust þegar DHA var til staðar í ræktinni. Samrækt NK-frumna og daufkyrninga leiddi til aukinnar seytunar á IL-8, CXCL10, IL-1ra og GM-CSF samanborið við þessar frumur þegar þær voru ræktaðar einar og sér. Bæði EPA og DHA drógu úr seytun á CCL3 og IFN-γ auk þess sem DHA dró úr seytun á TNF-α í floti frá samræktuðum NK-frumum og daufkyrningum.

Ályktun: Niðurstöðurnar sýna að NK-frumur og daufkyrningar hafa áhrif hvor á aðra og að samspil þeirra geti verið háð losun leysanlegra þátta líkt og boðefna og flakkboða annars vegar og í gegnum bein frumu-frumu samskipti hins vegar. EPA og DHA höfðu áhrif á samspil NK-frumna og daufkyrninga með því að ýta undir bólgueyðandi áhrif.


28. Fiskolía í fæði eykur fjölda þroskaðra NK frumna og hefur hugsanlega áhrif á Wnt boðleiðina í vakamiðlaðri kviðarholsbólgu í músum

Kirstine Nolling Jensen1,2,3, Ingibjörg Harðardóttir1,3, Jóna Freysdóttir1,2,3

1Ónæmisfræðideild, 2rannsóknastofu í gigtsjúkdómum Landspítala, 3læknadeild, Lífvísindasetri, Háskóla Íslands

knj3@hi.is

Inngangur: Fyrri rannsóknir okkar hafa leitt í ljós að fiskolía í fæði eykur bólguhjöðnun í vakamiðlaðri kviðarholsbólgu í músum. Fiskolíufæðið jók jafnframt fjölda NK-frumna snemma í bólguferlinum. Í áframhaldandi rannsóknum sýndum við að ef NK-frumum var eytt leiddi það til vanhæfni í bólguhjöðnun.

Markmið: var að ákvarða áhrif fiskolíu í fæði á þroskun NK-frumna og tjáningu þeirra á sameindum tengdum bólgu.

Aðferðir: Mýs sem fengu ýmist viðmiðunarfæði eða fiskolíuríkt fæði voru bólgusettar tvisvar með metýleruðu BSA (mBSA) og kviðarholsbólga mynduð með því að sprauta mBSA í kviðarhol þeirra. Frumum og vökva úr kviðarholi var safnað á þeim tímapunkti þar sem bólgan var í hámarki (6 klukkustundir). Tjáning á yfirborðssameindum var mæld með frumuflæðisjá og styrkur sameinda í kviðarholsvökva var mældur með luminex aðferð. NK-frumur voru einangraðar og RNA-raðgreining framkvæmd.

Niðurstöður: Mýs sem fengu fiskolíuríkt fæði voru með fleiri fullþroskaðar NK-frumur en færri miðlungsþroskaðar NK frumur en mýs sem fengu viðmiðunarfæði. RNA-raðgreining benti til þess að þrjár sameindir sem eru tengdar Wnt boðleiðina væru tjáðar í mismiklu magni í NK-frumum frá músum sem fengu ýmist fiskolíurækt fæði eða viðmiðunarfæði. Mýs sem fengu fiskolíuríkt fæði höfðu hærri styrk í kviðarholsvökva af DKK-1, sem hindrar Wnt-boðleiðina, en mýs á viðmiðunarfæði. Auk þess voru fiskolíuríka fæðinu með lægri styrk af IL-6, IL-6Rα og CCL20, sem eru allt sameindir sem eru tengdar Wnt-boðleiðinni.

Ályktun: Þessar niðurstöður leiddu í ljós aukið magn af þroskuðum NK-frumum og breytingu á tjáningu sameinda sem tengjast hindrun á Wnt-boðleiðinni í músum sem fengu fiskolíuríkt fæði. Þessar niðurstöður benda til þess að NK-frumur og Wnt-boðleiðin hafi áhrif á bólguhjöðnun.


29. Effects of temperature and time on bioactivity and stability of human platelet lysates

Kristey Bríett Gísladóttir1, Helena Montazeri1, Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch1, Ólafur E. Sigurjónsson1, 2, 3

1Platome biotechnolgies, 2The Blood bank, Landspítali the University Hospital of Iceland, 3School of Science and Engineering, Reykjavík University

oes@landspitali.is

Introduction: Platelets (PL) are small, uniquely shaped cell with no nucleus. PLs have three types of granules, lysosomes, dense granules and alpha granules. Alpha granules are the most abundant type. They contain growth factors (GF) and cytokines that support cell proliferation, which makes PLs ideal for supplement in cell culturing. By putting PL units through three or more freeze/thaw cycles it is possibleto get all these desirable molecules out of the PLs and make human platelet lysates (hPL). HPLs have the capability to support cells in culture better then fetal bovine serum (FBS) and carries less risk of germ and prion contamination. They are a complex protein mixture like FBS and that make them hard to standardize.

Aims: To analyse the effect of storage temperature and storage time on the quality of platelet lysates.

Methods: The effects of storage were examined by measuring the concentration of four growth factors (EGF, VEGF, FGF and TGFbeta-1), albumin and total protein content in platelet lysates at three different storage temperatures (-20°C, 4°C and 22°C) over a period of 6 months of storage. Bioactivity of the different stored platelet lysates were analyzed by measuring expansion and viability using prestoblue assay of mesenchymal stem cell in a 7 day culture model.

Results: Storing platelet lysates at , -20°C. 4°C and 22°C over a period of 6 months dif not significantly affect total protein content, albumin concentration or concentation of EGF, VEGF, FGF and TGFbeta-1. Storing lysates at , -20°C. 4°C and 22°C, over a period of 6 months, did not negatively affect bioactivity of mesenchymal stem cells when used as a cell culture supplement.

Conclusion: These data demonstrate that it is possible to store platelet lysate at a temperature of up to 22°C without affecting the quality of the platelet lysate.


30. Kviðarklofi og naflastrengshaull: Tíðni, sjúkdómsgangur og árangur meðferðar

Kristín Fjóla Reynisdóttir1, Þráinn Rósmundsson1,2, Þórður Þórkelsson1,2

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítala Hringsins Landspítala

kristinfjola@gmail.com

Inngangur: Kviðarklofi og naflastrengshaull eru meðfæddir gallar þar sem hluti af kviðarholslíffærum liggur utan kviðar og eru algengustu meðfæddu gallarnir á kviðvegg. Tvær aðferðir eru notaðar hér á landi til meðferðar: (1) tafarlaus lokun (primary closure) og (2) síðkomin lokun í þrepum (staged delayed closure).

Markmið: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna nýgengi þessara galla hér á landi og jafnframt að skoða sjúkdómsgang og árangur meðferðar m.t.t. fæðugjafar, legutíma og fylgikvilla.

Efni og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til nýbura með greininguna kviðarklofi eða naflastrengshaull sem komu til meðferðar á vökudeild Barnaspítala Hringsins á árunum 1991-2015.

Niðurstöður: Fimmtíu og þrjú börn fæddust með kviðarklofa á tímabilinu og 5 börn með naflastrengshaul. Nýgengi kviðarklofa var 4,63 og naflastrengshauls 0,38 tilfelli á hverjar 10.000 fæðingar á rannsóknartímabilinu og var ekki marktæk breyting á nýgengi milli ára. Mæður á aldrinum 16-20 ára voru marktækt líklegri til að eiga barn með kviðarklofa heldur en eldri mæður (p<0,001). Tuttugu og sjö börn fæddust um leggöng en 30 börn voru tekin með keisaraskurði, þar af 15 með bráðakeisaraskurði. Öll börnin voru tekin til aðgerðar strax á fyrsta sólarhring eftir fæðingu og tafarlaus lokun heppnaðist hjá 48 (91%) börnum. Hjá þeim börnum þar sem lokunin tókst ekki var poki settur utan um garnir og kviðvegg lokað 9-23 dögum eftir fyrstu aðgerð. Algengustu fylgikvillar í kjölfar meðferðar voru blóðsýkingar, öndunarfæravandamál, nýrnabilun og lifrarvandamál. Legutími var að meðaltali 28,1±20,1 dagar (miðgildi 24 (9-131)). Árangur meðferðar var marktækt betri hjá þeim börnum þar sem tafarlaus lokun tókst og einnig hjá börnum með kviðarklofa án alvarlegra fylgikvilla miðað við þau sem höfðu fylgikvilla.

Ályktanir: Nýgengi kviðarklofa hér á landi er í samræmi við niðurstöður annarra vestrænna landa en athyglisvert er hversu lágt nýgengi naflastrengshauls er. Nýgengi kviðarklofa breyttist ekki á tímabilinu sem er ólíkt því sem aðrar rannsóknir hafa sýnt. Hér á landi er valið að notast við tafarlausa lokun sé þess kostur, en annars að leyfa görnum að síga inn í kvið með notkun poka. Ástæða þess að útkomur voru betri hjá þeim börnum sem tókst að loka í fyrstu aðgerð er líklega sú að ástand þarma var mun betra hjá þeim.


31. Gagnsemi mælinga á mótefnum gegn tvístranda DNA við eftirfylgni sjúklinga með rauða úlfa – safngreining

Margrét Arna Viktorsdóttir1, Sæmundur Rögnvaldsson1, Þórunn Jónsdóttir2, Gunnar Tómasson1,2,3


1Læknadeild Háskóla Íslands,2gigtardeild, 3rannsóknarstofu í gigtsjúkdómum, Landspítala

Inngangur: Mælingar á mótefnum gegn tvístranda DNA (anti-dsDNA) hafa ótvírætt gildi við greiningu á rauðum úlfum (Systemic Lupus Erythematosus (SLE)) en gagnsemi þeirra við eftirfylgni sjúklinga með SLE er óljóst.

Markmið: Markmið þessa verkefnis eru að meta gagnsemi endurtekinna anti-dsDNA mælinga til að spá fyrir um versnun á SLE með safngreiningu byggða á birtum rannsóknum.

Aðferðir: Gerð var leit í MEDLINE og Embase gagnagrunnunum. Inntökuskilmerki voru að hægt væri að draga út upplýsingar um næmi og sértæki hækkunar á anti-dsDNA fyrir versnunarkast SLE í kjölfarið. Fyrir hverja grein var reiknað jákvætt- og neikvætt líkindahlutfall (likelihood ratios, LR+ og LR-) og notað tölfræðimódel með slembnum þáttum (random effects model) til að reikna samantektargildi fyrir LR+ og LR- með 95% öryggismörkum. Stærðin I2, sem tekur gildi milli 0 og 1, var reiknuð til að meta hve stór hluti heildarbreytileika safngreiningar var vegna misleitni (heterogeneity). Áhrif birtingarárs, birtingarmyndar sjúkdóms og anti-dsDNA mæliaðferða voru metin með safn-aðhvarfsgreiningu. Egger's próf var notað til að meta hvort niðurstöður safngreiningarinnar væru undir áhrifum birtingarskekkju (publication bias) og miðað við að p<0,05 samrýmdist því að birtingarskekkja væri til staðar.

Niðurstöður: Tólf rannsóknir, með 1365 sjúklingum, frá 1982-2017 uppfylltu inntökuskilmerki. Hækkun á anti-dsDNA varð hjá 320 sjúklingum og 290 fengu sjúkdómsversnun. Samantektargildi fyrir jákvætt líkindahlutfall var 3,54 (95% CI 1,95, 6,41) og 0,48 (95% CI 0,33, 0,70) fyrir neikvætt líkindahlutfall. Það var veruleg misleitni milli greinanna (I2=0.90). Eldri og minni rannsóknir bentu til sterkari tengsla hækkunar á anti-dsDNA við versnun heldur en nýrri og stærri rannsóknir. Sjúkdómsþættir eða mæliaðferðir anti-dsDNA höfðu hvorki tengsl við niðurstöður né skýrðu misleitni. Egger‘s próf sýndi að birtingarskekkja væri til staðar (p=0,0029).

Ályktun: Þær rannsóknir sem hafa verið birtar virðast benda til að hækkkun á anti-dsDNA hafi nokkurt forspárgildi á sjúkdómsversnun í SLE. Hins vegar er veruleg misleitni milli rannsókna um efnið og Egger's próf sýndi að nokkur birtingarskekkja er til staðar í rannsóknum um efnið. Minni rannsóknir ofáætluðu gagnsemi anti-dsDNA hækkunar fyrir versnunarkast, miðað við stærri rannsóknir um efnið.


32. Lyfjafyrirmæli við útskrift sjúklinga af hjartadeild Landspítala sem greinst hafa með bráð kransæðaheilkenni með eða án ST-breytinga borin saman við klínískar leiðbeiningar Evrópsku hjartalæknasamtakanna

María Jóhannsdóttir1, Karl K. Andersen2, Ingibjörg Gunnþórsdóttir1,2, Inga Valborg Ólafsdóttir3, Elín Ingibjörg Jacobsen1

1Sjúkrahúsapótek, 2hjartadeild, 3göngudeild kransæðasjúkdóma Landspítala

Inngangur: Rannsóknir hafa sýnt fram á góðan árangur lyfjameðferðar gegn kransæðasjúkdómum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna á hvaða lyfjum, í hvaða skömmtum og hversu margir sjúklingar voru útskrifaðir á lyfjum samkvæmt fyrirmælum klínískra leiðbeininga ESC af hjartadeild Landspítala og greindust með STEMI eða NSTEMI.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til sjúklinga sem greindust með STEMI eða NSTEMI á tímabilinu janúar til febrúar 2018. Fengin voru gögn úr gagnaveri Landspítala um ávísuð lyf og skammta þeirra úr sjúkraskýrslum sjúklinga. Skráð var kyn, aldur, greining og hvort sjúklingur var meðhöndlaður og útskrifaður á lyfjum samkvæmt fyrirmælum klínískra leiðbeininga ESC. Skráð var tímalengd DAPT-meðferðar (dual antiplatelet therapy) ásamt eldri greiningum, eins og háþrýstingur, sykursýki og hvort sjúklingur hafði fengið afhent fræðsluefni og bréf til sjúklings við útskrift.

Niðurstöður: Heildarúrtakið voru 56 sjúklingar sem greindust með STEMI eða NSTEMI. Ekki voru teknir til skoðunar 5 sjúklingar. Heildarfjöldi var því 51 sjúklingur, 30 karlar (59%) og 21 kona (41%). Meðalaldur karla var 64 ár, meðalaldur kvenna 73 ár. Fjöldi greindra með STEMI voru 23 sjúklingar (45%), 15 karlmenn og 8 konur. Fjöldi greindra með NSTEMI voru 28 sjúklingar (55%), 15 karlmenn og 13 konur. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að í 31% tilfella var farið eftir lyfjafyrirmælum klínískra leiðbeininga ESC við útskrift sjúklinga af hjartadeild LSH sem greindust með STEMI eða NSTEMI. Einungis 2 sjúklingar (6%) af 31 sjúklingi sem fengu DAPT meðferð fengu ávísað fyrirbyggjandi magasýruhemjandi lyfi PPI við útskrift, 29 sjúklingar (94%) fengu ekki ávísað fyrirbyggjandi PPI-lyfi þrátt fyrir DAPT-meðferð. Aðrar niðurstöður sýndu að markmiðum var náð þar sem ábending var fyrir háskammta statínmeðferð, meðferð með β-blokka og DAPT meðferð.

Ályktun: Af 31 sjúklingi sem fengu DAPT-meðferð voru 29 sjúklingar (94%) ekki útskrifaðir á fyrirbyggjandi meðferð með magasýruhemjandi lyfi PPI. Einungis 2 sjúklingar (6%) voru útskrifaðir á fyrirbyggjandi PPI ásamt DAPT-meðferð. Óljóst er hvort fyrirmælum hefði verið fylgt að ávísa PPI-lyfi fyrir þá sjúklinga sem voru fyrir á lyfinu við greiningu á STEMI eða NSTEMI.


33. Áhrif langtímaundirbúnings sjúklinga í bið eftir liðskiptaaðgerð. Viðmiðunarhópur – fyrstu niðurstöður

María Sigurðardóttir1, Óskar Reykdalsson2, Jón Steinar Jónsson2, Ólöf Viktorsdóttir1, Yngvi Ólafsson3, Ingibjörg Gunnarsdóttir4, Lilja Stefánsdóttir5, Vigdís Hallgrímsdóttir6, Martin Ingi Sigurðsson1,7, Sigurbergur Kárason1,7

1Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 2Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, 3bæklunarlækningadeild, 4næringarstofu, 5skurðlækningasviði, 6aðgerðasviði Landspítala, 7læknadeild Háskóla Íslands

Inngangur: Almennt líkamlegt ástand sjúklinga sem gangast undir liðskiptaaðgerð hefur áhrif á tíðni fylgikvilla og árangur aðgerðarinnar. Undirbúningsferli sjúklinga sem gangast undir liðskiptaaðgerð á Landspítala hefur nýlega verið breytt með það að markmiði að nýta biðtímann til aðgerðar til að meta og bæta líkamlegt ástand sjúklinga í samvinnu Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Til að meta hugsanlegan árangur af slíku inngripi könnuðum við ástand sjúklinga sem þegar bíða aðgerðar.

Aðferð: Þýðið innihélt liðskiptasjúklinga sem þegar voru komnir á biðlista þegar undirbúningsferlinu var breytt. Sjúklingar fylltu út spurningalista og blóðprufur þeirra voru metnar. Hér eru kynntar niðurstöður fyrstu hundrað sjúklinganna af um 800.

Niðurstöður: Af fyrstu 100 sjúklingunum voru 52 konur. Alls gengust 37einstaklingar undir liðskiptaaðgerð á mjöðm og 63 á hné. Miðgildi (spönn) aldurs var 67 ár (41-86), þyngdar 91kg (56-150), hæðar 172 cm (151-195) og BMI 31 (20-47). Sjö reykja. Miðgildi hemoglóbíns var 142 g/L (111-172: 3 kk og 3 kvk undir viðmiðunargildum), albúmíns 45g/L (35-52: enginn undir 35g/L), eitilfrumna 2,0 10E9/L (1,0-4,3: 30 sjúklingar undir 1,5 10E9/L), blóðsykur fyrir aðgerð 5,7 mmol/L (4,1-13,5: 23 sjúklingar > 6,8 mmol/L), blóðsykur eftir aðgerð 6,7 mmol/L (4,8-10,8), HbA1c 5,6% (4,0-10,4: 10 sjúklingar > 6,5%, 6 sjúklingar >7%, 3 sjúklingar >8%). D-vítamín 70 nmol/L (23-224: 32 sjúklingar <50 nmol/L). Legutími var að meðaltali 1,7 dagar (1-6). Sárafylgikvillar urðu hjá 11 (5 hné, 6 mjaðmir - sárasýkingar , vessi úr sári, blæðing, blóðgúll, sáragliðnun). Tveir fengu sýkingu í liðinn og gengust undir enduraðgerð. Áhættugreining á fylgikvillum er ótímabær.

Ályktanir: Hér eru kynntar frumniðurstöður rannsóknar sem er fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Af niðurstöðum fyrstu 100 sjúklinganna í viðmiðunarhópnum má sjá að nokkur hluti þeirra er utan þeirra viðmiðunarmarka sem æskilegt er að uppfylla fyrir aðgerð. Því ætti hluta hópsins að gagnast frekari undirbúningur sem nú er í boði og miðast að því að bæta líkamlegt ástand sjúklinganna. Sárasýkingar voru hugsanlega aðeins algengari en búist var við. Niðurstöðurnar styðja þær breytingar sem gerðar voru á undirbúningsferli sjúklinga fyrir liðskiptaaðgerðir, en stærri sjúklingahóps er þörf til að meta fyllilega árangur þess inngrips.


34. Áhrif járnofhleðslu á starfsemi blóðflaga og geymsluþol blóðflögueininga yfir 7 daga geymslu

Marta Mikaelsdóttir1, Brynjar Viðarson2, Guðmundur Rúnarsson2, Páll Torfi Önundarson1,2, Una Bjarnadóttir4, Ólafur Eysteinn Sigurjónsson3,5, Anna Margrét Halldórsdóttir1,3

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2blóðmeinafræðideild, 3Blóðbankanum, 4ónæmisfræðideild Landspítala, 5tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík

annamha@landspitali.is

Inngangur: Arfgeng járnofhleðsla er algengasti erfðasjúkdómurinn meðal Norður-Evrópubúa og er blóðtaka hefðbundin meðferð. Á Íslandi er blóðinu fargað en víða geta einkennalausir einstaklingar með járnofhleðslu gerst blóðgjafar. Rauðkornaþykkni einstaklinga með járnofhleðslu virðast sambærileg að gæðum og rauðkorn annarra blóðgjafa en gæði blóðflögueininga hafa lítið verið rannsökuð.

Markmið: Að rannsaka hugsanleg áhrif hás járnstyrks hjá einstaklingum með arfgenga járnofhleðslu á gæði blóðflaga í geymslu.

Aðferðir: Heilblóði (450 mL) frá 10 heilbrigðum einstaklingum (viðmiðunarhópur) og 10 einstaklingum með nýgreinda járnofhleðslu (HH hópur) var safnað í blóðsöfnunarpoka. Blóðflöguríkt plasma (platelet rich plasma, PRP) var útbúið og skipt í fjóra blóðflögupoka (20 mL PRP, 270-320 x 109 blóðflögur/L). Eftirfarandi mælingar voru gerðar á geymsludögum 0, 1, 3, 5 og 7: 1) Sýrustig og lífefnafræðilegar mælingar (blóðgasmælir), 2) blóðflögukekkjun (Chrono-Log) eftir virkjun með ADP, arachidonic sýru, kollageni eða adrenalíni, 3) CD41, CD42b og CD62P tjáning á blóðflögum (frumuflæðisjá), 4) sCD40L og sCD62P styrkur í floti (ELISA).

Niðurstöður: Í báðum hópum voru 7 karlar og 3 konur. Meðalaldur var 35 ár í viðmiðunarhópi en 55,7 ár í HH hópi (p=0,004). Fimm í HH hópnum höfðu C282Y/C282Y HFE arfgerð en fimm C282Y/H63D arfgerð. Ferritíngildi voru hærri í HH hópi (miðgildi 848 ng/mL) en viðmiðunarhópi (miðgildi 46 ng/mL, p<0,001). Niðurstöður blóðgasmælinga voru sambærilegar á milli HH hóps og viðmiðunarhóps yfir sjö daga (p<0,05) að frátöldum glúkósa (hærri í HH, p<0,05). Ekki var munur á kekkjunarhæfni eða virkjunarástandi blóðflaga milli hópanna yfir geymslutímann, né munur á CD42b/CD62P tjáningu á yfirborði blóðflaga eða styrk sCD40L/sCD62P í seyti. Í báðum hópum urðu sambærilegar breytingar á eiginleikum blóðflaga yfir geymslutímann.

Ályktanir: Hár járnstyrkur virtist ekki hafa neikvæð áhrif á gæði blóðflöguríks plasma sem unnið var úr heilblóði einstaklinga með arfgenga járnofhleðslu. Því ættu einkennalausir einstaklingar með arfgenga járnofhleðslu að geta gefið heilblóð sem nýtist til framleiðslu blóðflögueininga.


35. Skamm- og langtímadánartíðni eftir skurðaðgerðir hjá sjúklingum sem leysa út ópíóíða og benzodiazepine-lyf

Martin I. Sigurðsson, Sólveig Helgadóttir, Þórir E. Long, Daði Helgason, Nathan H Waldron, Runólfur Pálsson, Ólafur S. Indriðason, Ingibjörg J. Guðmundsdóttir, Tómas Guðbjartsson, Gísli H. Sigurðsson

Inngangur: Í þessari rannsókn var faraldsfræði og útkomur hjá sjúklingm sem var ávísað ópíóíðum og benzodíazepínum fyrir skurðaðgerðir á Íslandi könnuð.

Efniviður og aðferðir: Afturskyggn þýðisrannsókn sem innhélt alla einstaklinga sem undirgengust skurðaðgerð milli 2005 og 2015 á Landspítala, að undanskildum einstaklingum sem undirgengust opnar hjartaaðgerðir. Langtímadánartíðni og 30-daga dánartíðni var könnuð hjá einstkalingum sem leystu út lyfseðla fyrir ópíóíða, benzodiazepín-lyf eða báðum lyfjunum og borin saman við lifun viðmiðunarsjúklinga eftir áhættuskorapörun (propensity score matching).

Niðurstöður: Af 42,170 sjúklingum leystu 1460 (18%), 3121 (8%) og 2633 (7%) út lyfseðil fyrir ópíóíðum, benzodiazepínlyfjum eða lyf úr báðum flokkunum innan 6 mánaða fyrir aðgerð. Sjúklingar sem leystu út þessi lyf höfðu fleiri fylgisjúkdóma og hærri hrumleika en þeir sem leystu ekki út lyf úr þessum flokkum. Einstaklingar sem leystu út lyf úr báðum flokkum fyrir aðgerð aukna langtíma dánartíðni (HR 1,41; 95% CI 1,22-1,64; p<0,001) og hærri 30 daga dánartíðni (3,2% á móti 1,8%, p=0,004), samanborið við viðmiðunareinstaklinga.

Ályktanir: Bæði skamm- og langtímahorfur einstaklinga sem leysa út lyfseðla fyrir opioíðum og benzodiazepinlyfjum eru verri. Stuðla ætti að inngripum til að draga úr ávísunum á lyfin fyrir aðgerð sem kann að bæta horfur sjúklinganna.


36. Afdrif sjúklinga með krabbamein í efri þvagvegum á Íslandi eftir skurðaðgerð

Oddur Björnsson, Eiríkur Jónsson, Sigurður Guðjónsson

Þvagfæraskurðdeild Landspítala

Inngangur: Krabbamein í þvagvegum er fjórða algengasta krabbamein í körlum á Íslandi. Krabbamein í efri þvagvegum, þ.e. nýrnaskjóðu og þvagleiðara er töluvert sjaldgæfara en krabbamein í þvagblöðru en horfur þess eru verri.

Markmið: Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna afdrif sjúklinga með krabbamein í efri þvagvegum eftir skurðaðgerð sem hafði verið gerð í læknandi skyni.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og tók til allra sjúklinga sem greindust með krabbamein í efri þvagvegum á Íslandi á árunum 2003 til 2017 og gengust undir skurðaðgerð í læknandi skyni. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám sjúklinga og Dánarmeinaskrá Embættis landlæknis.

Niðurstöður: Alls gengur 63 sjúklingar undir skurðaðgerð í læknanlegu skyni vegna krabbameins í efri þvagvegum á rannsóknartímabilinu. Miðgildi aldurs var 71 ár og meirihluti sjúklinga var karlkyns (65%). Æxli í nýrnaskjóðu voru algengari (57%) heldur en æxli í þvagleiðurum (43%). Þrettán sjúklingar (21%) voru með fyrri sögu um krabbamein í þvagblöðru en hjá 50 sjúklingum (79%) var um frumkomið krabbamein í efri þvagvegum. Af öllu þýðinu gengust 49 sjúklingar (78%) undir nýrna- og þvagleiðarabrottnám, 6 sjúklingar (10%) gengust undir nýrnabrottnám, 5 sjúklingar (8%) gengust undir brottnám á fjærhluta þvagleiðara (distal ureterectomy) og 3 sjúklingar (4%) gengust undir brottnám á æxli með speglunartækni. Meirihluti aðgerðanna voru opnar (71%), 17% voru framkvæmdar með kviðsjártækni og 6% voru framkvæmdar með aðgerðarþjarka. Enginn sjúklingur dó innan 30 daga frá aðgerð. Eftir aðgerð voru 28 sjúklingar (44%) með stigun T2 eða hærra og 35 sjúklingar með stigun T1 eða lægra. Sex sjúklingar (10%) voru með eitla-jákvæðan sjúkdóm. Viðbótar krabbameinslyfjameðferð (adjuvant chemotherapy) hlutu 4 sjúklingar (6%). Miðgildi eftirfylgdartíma var 55,2 mánuðir. Á eftirfylgdartímanum greindust 25 sjúklingar (40%) með endurkomu á krabbameini í þvagblöðru. Heildar 5 ára lifun sjúklinga var 56% og 5 ára sjúkdóma-sértæk lifun (disease-specific survival) var 68%.

Ályktanir: Þessi rannsókn sýnir að lifun sjúklinga með krabbamein í efri þvagvegum eftir skurðaðgerð á Íslandi er sambærileg því sem þekkist í nágrannalöndum. Sömuleiðis er tíðni endurkomu á krabbameini í þvagblöðru eftir skurðaðgerð vegna krabbamein í efri þvagvegum svipuð og hefur verið birt í erlendum rannsóknum.


37. Árangur XEN glákuaðgerðar í sjúklingum með gleiðhornsgláku eða flögnunargláku

Ólöf Birna Ólafsdóttir1,2, María Soffía Gottfreðsdóttir1,2

1Háskóla Íslands, 2augndeild Landspítala

olofbo@hi.is

Inngangur: Flögnunargláka (pseudoexfoliation glaucoma, PXFG) er algeng á Íslandi. Augnþrýstingur mælist yfirleitt hærri í þessari gerð af gláku, með verri horfum fyrir sjúklinginn samanborið við gleiðhornsgláku (primary open angle glaucoma, POAG).

Markmið: Að kanna skilvirkni og árangur XEN implant glákuaðgerðar í sjúklingum með PXFG og POAG.

Aðferðir: Skoðuð voru gögn frá sjúklingum með PXFG og POAG sem höfðu farið í augasteinsaðgerð og XEN aðgerð eða einungis í XEN aðgerð. Augnþrýstingur ásamt fjölda glákulyfja fyrir og einu/tveimur árum eftir aðgerð voru skráð. Árangur var skoðaður með tilliti til hvort augnþrýstingur lækkaði um 20% eða meir og hvort glákulyf voru óþörf eftir aðgerð (complete success).

Niðurstöður: Skráð voru augnþrýstingsgögn frá 212 augum einu ári eftir aðgerð (102 POAG og 110 PXFG). Tveimur árum eftir aðgerð voru skráð gögn frá 115 augum (60 POAG og 55 PXFG). Marktæk augnþrýstingslækkun frá því fyrir aðgerð og einu/tveimur árum eftir aðgerð, var hjá öllum hópum (p<0,0001). Ekki fannst munur á milli hópa (POAG XEN; POAG XEN og augasteinsaðg. PXFG XEN; PXFG XEN og augasteinsaðg.) hvað varðar augnþrýstingslækkun. Meðalfjöldi augndropalyfja í POAG-hóp fór úr 2,7 ± 0,8 fyrir aðgerð í 0,7 ± 0,8 einu ári og 1,1 ± 0,8 tveimur árum eftir aðgerð. Fyrir PXFG-hóp fór meðalfjöldi augndropalyfja úr 2,9 ± 0,8 fyrir aðgerð í 0,8 ± 0,7 einu ári og 0,9 ± 0,9 tveimur árum eftir aðgerð (p<0,0001 fyrir alla, one-way ANOVA, Tukey's post hoc). Einu ári eftir aðgerð voru 25,7% POAG-augna með yfir 20% lækkun í augnþrýstingi og án lyfja (complete success). Hækkaði hlutfallið í 73,3% augu með yfir 20% lækkun ef ekki var tekið tillit til fjölda lyfja (partial success). Tveimur árum eftir aðgerð var talan 16,1% fyrir complete success en 42,5% fyrir partial success. Fyrir PXFG-hópinn voru 31,2% augu með complete success ári eftir og 29,6% tveimur árum eftir aðgerð. Partial success var í 76,1% augum eftir eitt ár og 64,8% eftir tvö ár.

Ályktanir: Augnþrýstingur lækkaði í öllum hópum hvort sem sjúklingar fóru í XEN-aðgerð eingöngu eða með augasteinsaðgerð. Einnig minnkaði fjölda augndropalyfja eftir aðgerð í öllum hópum.


38. Árangur af atferlismiðaðri fjölskyldumeðferð fyrir unglinga í offituflokki með og án geðraskana

Sigrún Þorsteinsdóttir¹,³, Ragnar Bjarnason¹,², Berglind Brynjólfsdóttir¹, Tryggvi Helgason¹, Anna Sigríður Ólafsdóttir¹,³

¹Barnaspítala Hringsins Landspítala, ²heilbrigðisvísindasviði, ³menntavísindasviði Háskóla Íslands

sithorst@landspitali.is

Inngangur: Börn og unglingar í offituflokki eru í aukinni áhættu á að þróa með sér einkenni sálfélagslegra og líkamlegra kvilla og einnig er þekkt hærri dánartíðni. Rannsóknir á unglingum í offitumeðferð sýna að geðrænn vandi hefur neikvæða fylgni við þyngdartap. Meðferðarleiðir fyrir ungmenni með þennan vanda eru fáar og brýnt að kanna árangur meðferðar.

Markmið: Að kanna árangur fjölskyldumiðaðrar atferlismeðferðar á unglingum í offituflokki með og án geðraskana.

Aðferðir: Tuttugu og fimm ungmenni (48% karlkyns) 12-16 ára (meðaltal 13,4; sf 1,4) tóku þátt árin 2017-2018. Meðferðin skiptist í eftirfarandi þætti: 1) Inntökuviðtal hjá lækni og hjúkrunarfræðingi; 2) þrjú skipti með fræðslufyrirlestrum hjá sálfræðingi, lækni, næringarfræðingi og íþróttafræðingi. Efni fræðslufyrirlestra: Líkamsvirðing, þjálfun svengdarvitundar, svefn, fæðuval, hreyfing; 3) þrjú skipti í markmiðasetningu hjá sálfræðingi með áhugahvetjandi samtalstækni, viðtal hjá næringarfræðingi eftir þörfum; 4) eftirfylgdartímar hjá sálfræðingi einum, þremur, sex og 12 mánuðum eftir meðferðarlok. Útkomubreytan var munur á staðalfráviksstigum yfir líkamsþyngdarstuðli (LÞS SFS) eftir sex mánuði í meðferð að lágmarki. Árangur var metinn hjá unglingum með og án geðraskana.

Niðurstöður: Í upphafi meðferðar var LÞS SFS að meðaltali 3,26 (sf 0,59) og meðferðarlengd 9,0 mánuðir (sf 3,2). Breyting í LÞS SFS eftir meðferð var -0,03 (sf 0,28; spönn -0,51-0,65). Sextíu- og fjögur prósent þátttakenda lækkuðu í LÞS SFS, þar af 8% meira en 0,5 LÞS SFS. Um þriðjungur þátttakenda (32,0%) hækkaði ekki meira en 0,5 LÞS SFS. Sextíu og átta prósent þátttakenda var með eina eða fleiri geðröskun, þar af 20% með fjórar eða fleiri. Kvíði var algengasta geðröskunin (40%) en 36% voru með athyglisbrest og ofvirkni. Um 16% var með þunglyndisröskun og 12% með einhverfurófsröskun. Hvorki var munur á LÞS SFS í upphafi né við lok meðferðar í samanburði þátttakenda með og án geðraskana.

Ályktanir: Fjölskyldumiðuð atferlismeðferð getur gefið góða raun fyrir unglinga í offituflokki með og án geðraskana. Þyngdartap var ekki umtalsvert, en hröð þyngdaraukning stöðvaðist hjá meirihluta þátttakenda. Rannsóknir sýna að mikil þyngdaraukning verði hjá unglingum í offituflokki sérstaklega ef þau eru með geðraskanir. Því er áríðandi að þróa meðferðarúrræði fyrir unglinga sem glíma við hvoru tveggja. Þörf er á að fylgja eftir þátttakendum til lengri tíma.


39. Er hægt að skilgreina áhættuhóp fyrir joðskort með því að spyrja um fæðuval í upphafi meðgöngu?

Sólveig Aðalsteinsdóttir1, Laufey Hrólfsdóttir1,2, Þórhallur Ingi Halldórsson1, Bryndís Eva Birgisdóttir1, Ingibjörg Hreiðarsdóttir4, Hildur Harðardóttir4,5, Petra Arohonka6, Iris Erlund,6 Ingibjörg Gunnarsdóttir1

1Rannsóknastofu í næringarfræði, Háskóla Íslands og Landspítala, 2deild mennta og vísinda, Sjúkrahúsinu á Akureyri, 4kvennadeild Landspítala, 5læknadeild Háskóla Íslands, 6Genomics and Biomarkers Unit, National Institute for Health and Welfare, Finlandi

ingigun@landspitali.is

Inngangur: Rannsókn á joðhag barnshafandi kvenna á Íslandi sem gerð var fyrir 10 árum síðan sýndi að miðgildi joðstyrks í þvagi (180 µg/L) var innan þeirra marka sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur ásættanlegt (150-249 mg/L). Þátttakendur voru hins vegar fáir (n=162) og ekki hægt að skoða sérstaklega hópa sem borða lítið magn af helstu joðgjöfum í íslensku mataræði, þ.e. fisk og mjólkurvörum. Jafnvel vægur joðskortur móður á meðgöngu hefur verið tengdur við lakari frammistöðu barna á greindarprófum og því er mikilvægt að fylgjast reglulega með joðhag barnshafandi kvenna.

Markmið: Að meta joðhag barnshafandi kvenna og að kanna hvort hægt sé að skilgreina áhættuhóp fyrir joðskort með því að spyrja einfaldra spurninga um fæðuval í upphafi meðgöngu.

Aðferðir: Konum sem mættu í ómskoðun á Landspítala við 11.-14.viku meðgöngu, frá október 2017 til mars 2018, var boðin þátttaka. Þvagsýnum var safnað í þeim tilgangi að ákvarða joðstyrk í þvagi. Niðurstöður voru bornar saman við viðmiðunargildi WHO. Fæðuskimunarlisti var lagðar fyrir þátttakendur til að meta neyslu á mjólkurvörum og fiski. Hlutfall kvenna sem fylgir ráðeggingum um neyslu á fiski (≥ tvisvar í viku) og mjólkurvörum (tveir skammtar á dag) var kannað.

Niðurstöður: Af þeim 1350 konum sem boðin var þátttaka skrifuðu 1015 (75%) undir samþykkisyfirlýsingu, en 985 (73%) skiluðu þvagsýni. Miðgildi joðstyrks í þvagi reyndis vera 89 µg/L. Alls sögðust 35% þátttakenda borða fisk að minnsta kosti tvisvar í viku, en 19% neytti að minnsta kosti tveggja skammta af mjólkurvörum á dag. Engin tengsl sáust milli fiskneyslu og joðstyrks í þvagi. Miðgildi joðstyrks í þvagi kvenna sem neyttu aldrei mjólkurvara eða sjaldnar en einu sinni í mánuði (n=88) var 57 µg/L, en 121 µg/L hjá þeim sem neyttu að minnsta kosti tveggja skammta af mjólkurvörum á dag (n=190).

Ályktun: Miðgildi joðstyrks í þvagi hefur lækkað umtalsvert frá fyrri rannsókn og er undir viðmiðum WHO. Svör við einföldum spurningum um neyslu mjólkurvara tengjast joðstyrk í þvagi. Joðskorti er hér lýst í fyrsta sinn á Íslandi og benda niðurstöðurnar til þess að nauðsynlegt sé að leita leiða til að bæta joðhag kvenna á barnsburðaraldri.


40. Ónæmisglæðirinn LT-K63 eykur tíðni T hjálparfrumna með að draga úr virkni stýrifrumna í nýburamúsum

Stefanía P. Bjarnarson1,2, Auður Anna Aradóttir Pind1,2, Ingileif Jónsdóttir1,2

1Ónæmisfræðideild Landspítala-háskólasjúkrahúss, Reykjavík, Íslandi, 2Læknadeild Háskóla Íslands, Reykjavík, Íslandi.

stefbja@landspitali.is

Inngangur: Ónæmiskerfi ungviðis er vanþroskað, mótefnasvör hæg og skammlíf. Kímstöðvar (GC) eru aðalvirkjunarstaðir B-fruma til sérhæfingar í plasmafrumur eða minnisfrumur. CD4+ T hjálparfrumur í kímstöðvum (TFH) stýra kímstöðvarhvarfi vegna mikilvægis þeirra í virkjun og lifun B frumna en CD4+ stýrifrumur í kímstöðvum (TFR) geta bælt virkjun og sérhæfingu GC B fruma ásamt öðrum T (Treg) og B (B10) stýrifrumum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna aldursháða tíðni lykilfrumna í kímstöðvarhvarfi og kanna áhrif bólusetningar og ónæmisglæðisins, LT-K63.

Aðferðir: Tíðni lykilfrumna var metin í milta 4, 7, 10, 14, 21, 28 daga og 5 mánaða (fullorðinna) músa, með litun fyrir einkennissameindum og greiningu í flæðifrumusjá, þ.e. CD4 T frumur, TFH, TFR, T stýrifrumur, B frumuhópum; nýmynduðum (NF), marginal zone (MZ), follicular (FO), GC, plasma frumur og B10 stýrifrumur. Tíðni frumnana var líka metin í milta 4, 8, 14 og 21 dögum eftir að nýburamýs voru bólusettar með Pnc1-TT með/án LT-K63.

Niðurstöður: Þroskun CD4+ T-frumna, TFH og TFR frumna var aldursháð upp að 4 vikna aldri. Tíðni Tregs var hærri upp að 2 vikna aldri og marktækt fleiri seyttu IL-10 en í fullorðnum músum. Þroskun B frumna var aldursháð, en við 2 vikna aldur var heildartíðni þeirra svipuð og í fullorðnum músum. Heildartíðni B10 stýrifrumna og þeirra sem seyttu IL-10 var hins vegar marktækt hærri en í fullorðnum músum og svipgerð þeirra var önnur. Við bólusetningu jókst tíðni GC B frumna, plasma frumna, TFH og hlutfall TFH/TFR frumna jókst martækt á 4., 8. og 14. degi í nýburamúsum sem fengu LT-K63 með bóluefninu miðað við mýs sem fengu einungis Pnc1-TT. Aftur á móti var marktækt lægri tíðni stýrifrumna, Tregs á degi 4 og 8 og B10 á degi 4, í Pnc-TT+LT-K63 bólusettum nýburamúsum en í músum sem fengu bara bóluefnið.

Ályktun: Rannsóknin sýnir að þroskun B og T er aldurháð og í nýburamúsum sérhæfast þær frekar í stýrifrumur en verkfrumur við örvun. Einnig eykur ónæmisglæðirinn LT-K63 virkjun GC B frumna og eflir sérhæfingu þeirra í plasma-frumur með að auka TFH og draga úr virkjun stýrifruma/bælifruma.


41. Using system dynamics and sustainable energy approaches to optimize blood stock management

Tim Diller1, Vigdís Jóhansdóttir2, Björn Harðarson2, Anna Margrét Halldórsdóttir2, Þorbjörn Jónsson2, Sveinn Guðmundsson2, Harald Sverdrup1, Ólafur E. Sigurjónsson2,3

1University of Iceland, 2The Blood bank, Landspítali The University Hospital of Iceland, 3School of Science and Engineering, Reykjavík University

oes@landspitali.is

Introduction: Blood stock management at the Blood Bank of Iceland (BBI) is a complex supply chain problem, which is approached in a systems thinking manner. There are a range of challenging issues: Firstly, red cell concentrate (RCC) is a perishable good expiring after only 42 days in storage, so there is limited use in building up high stock levels. Secondly, the demand is quite difficult to predict, has significant daily and weekly variations, and can have extreme spikes after big accidents or natural disasters. Finally, more stock cannot simply be “ordered” as it depends exclusively on donations from society. Texts are sent out on a regular basis to notify people that their donation is needed, but it seems to only have a limited effect on the actual amount of donations that day.

Aims: The aim of the project is to expand the supply chain expertise in the Blood Bank of Iceland (BBI), and to investigate how this expertise can be applied in other blood banks facing similar challenges.

Methods: At first, the main flow charts and feedback loops were identified. Then the available data was analysed to find patterns in both supply and demand of blood stock. The results were subsequently used to model the workings of a blood bank and the response to increased demand, depending on the setpoint stock levels. A system dynamics and sustainable energy approach was used to optimize the operations of the Blood Bank of Iceland (BBI).

Results: The findings show that the ideal target stock for the blood bank of Iceland is around 580-650 units. Afterwards, it was also modeled whether a setpoint or a forecast is better equipped to minimise blood losses while at the same time keeping up with the demand. It shows that a forecast model requires less units in stock to keep up with demand spikes. It was also shown that the age of units returned to the blood bank by hospitals has a significant effect on both supply quality and the percentage of discarded blood.

Conclusions: A sustainable energy approach was used to optimize the logistics of catering blood units to outstations and an outlook over further areas of improvement was analyzed.


42. Þrálátra radda í heyrnarofskynjunum á Landspítala árin 2012-2018

Viktor Díar Jónasson1,4, Ovidiu Constantin Banea1,3, Brynja Björk Magnúsdóttir1,4, Magnús Haraldsson2,4

1Háskólanum í Reykjavík, 2Háskóla Íslands, 3taugadeild, 4geðsviði Landspítala

viktord@landspitali.is

Inngangur: Um 1% mannkyns þjáist af geðklofa. Heyrnarofskynjanir eru algengar og heyrir fólk þá gjarnan raddir (RHO) en algengi þeirra er í kringum 70%. RHO valda oft mikilli streitu og vanlíðan og geta skert mjög lífsgæði. Hefðbundin geðrofslyf virka ekki í 25-30% tilfella og Clozapine sem er eina leyfða lyfið við þrálátum röddum virkar ekki í 30-60% tilfella. Markmið rannsóknarinnar er að athuga tíðni þrálátra radda hjá geðklofasjúklingum á Landspítala.

Aðferð: Afturskyggn rannsókn var framkvæmd á þjónustuþegum Landspítala 2012-2018. Leitað var í sjúkraskrám eftir ICD-10 geðklofagreiningum (F20) og skráð var hvort viðkomandi hefði tjáð þrálátar raddir í heyrnarofskynjunum þrátt fyrir að hafa fullreynt tvær lyfjameðferðir með hefðbundnum geðrofslyfjum í að minnsta kosti 8 vikur fyrir hvert.

Niðurstöður: Í sjúkrasögu Landspítala voru 567 einstaklingar með geðklofagreiningar og þar af voru 108 (19%) með þrálátar RHO.

Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar eru í samræmi við erlendar rannsóknir og gefa til kynna að 1/5 af geðklofasjúklingum séu með viðvarandi RHO. Þetta gefur til kynna að það þarf nýja meðferð til að sinna þessum sjúklingahópi. Nú eru til nýjar meðferðir sem hafa sýnt árangur eins og rað-segulörvun á heila en það er til dæmis viðurkennd meðferð við þrálátu þunglyndi í dag.


43. Árangur rað-segulörvunar við þrálátum röddum í heyrnarofskynjunum

Viktor Díar Jónasson1,4, Ovidiu Constantin Banea1,3, Aron Dalin Jónasson3, Eysteinn Ívarsson3, Magnús Haraldsson2,4, Baldur Heiðar Sigurðarsson1,4, Brynja Björk Magnúsdóttir1,4

1Háskólanum í Reykjavík, 2Háskóla Íslands, 3taugadeild, 4geðsviði Landspítala

viktord@landspitali.is

Inngangur: Um 1% mankyns þjáist af geðklofa. Heyrnarofskynjanir eru algengar og heyrir fólk þá gjarnan raddir (RHO) en algengi þeirra er í kringum 70%. RHO valda oft mikilli streitu og vanlíðan og geta skert mjög lífsgæði. Hefðbundin geðrofslyf virka ekki í 25% tilfella. Markmið rannsóknarinnar er að meta árangur rað-segulörvunar sem meðferðar við þrálátum RHO.

Aðferð: Fjórum þátttakendum með þrálátar raddir í heyrnarofskynjunum (meðalaldur 32 ára; 75% karlar) var skipt handahófskennt upp í tilraunahóp (TH) (n=1) sem fékk meðferð og samanburðarhóp (SH) (n=3) sem fékk falska meðferð. RHO (tíðni, hljóðstyrkur, magn og styrkur neikvæðni, magn og styrkur vanlíðunar, truflun og stjórn), þunglyndi, kvíði, streita og lífsgæði voru mæld með Psychotic Symptom Rating Scale (PSYRATS), Depression Anxiety and Stress Scale (DASS) og Quality of Life Scale (QoL). Meðferðin fólst í 10 skiptum af raðsegulörvun, 15 mínútum í senn, með örvunatíðni 1 Hz yfir T3-P3 heilasvæði.

Niðurstöður: Blönduð dreifigreining sýndi meginhrif fyrir tíma á tíðni RHO (F(3, 3) = 32,3, p<0,05, η2 = 0,94) og samvirknihrif milli tíma og meðferðarhópa (F(2, 3) = 28,3, p<0,05, η2 = 0,94). Tíðni RHO lækkaði marktækt meira hjá TH samanborið við SH (F(1, 3) = 72,3, p<0,05, η2 = 0,97). Það var ekki marktækur munur á milli hópa hvað varðar tímalengd, hljóðstyrk, magn eða styrk neikvæðni, magn eða styrk vanlíðunar, truflun eða stjórn á RHO. Það var heldur ekki munur á milli hópa hvað varðar þunglyndi, kvíða, streitu eða lífsgæði.

Ályktun: Þessar forniðurstöður benda til þess að rað-segulörvun getur minnkað tíðni RHO. Enn sem komið er eru þátttakendur fáir og tölfræðilegt afl þar af leiðandi ábótavant en áframhaldandi rannsókn mun bæta úr því. Niðurstöður rannsóknarinnar auka þekkingu á þessu sviði og mun vonandi fjölga meðferðarúrræðum fyrir geðklofasjúklinga sem eru með þrálátar RHO.


44. Bakteríusýkingar hjá sjúklingum með langvinnt eitilfrumuhvítblæði

Vilhjálmur Steingrímsson1, Magnus Björkholm2, Ola Landgren3, Sigurður Y. Kristinsson1,2


1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Department of Medicine, Karolinska University Hospital and Karolinska Institutet, Stockholm, 3Myeloma Service, Memorial Sloan-Kettering Cancer Center

vilhjalmur.steingrimsson@gmail.com

Inngangur: Langvinnt eitilfrumuhvítblæði (Chronic lymphocytic leukemia, CLL) er algengasta hvítblæði á Vesturlöndum. Meðalaldur við greiningu er 72 ár. Nýjungar í meðferð hafa komið fram undanfarna áratugi og hafa bætt lifun sjúklinga. Sjúklingar með langvinnt eitilfrumuhvítblæði eru útsettir fyrir alvarlegum sýkingum, bæði vegna ónæmisbælandi áhrifa sjúkdómsins og meðferðar við honum.

Markmið: Markmið okkar var að meta nýgengi alvarlegra bakteríusýkinga hjá sjúklingum með langvinnt eitilfrumukrabbamein samanborið við viðmiðunarhóp og meta breytingar með tilliti til greiningarárs. Einnig vildum við meta áhrif sýkinga á lifun sjúklinga.

Aðferðir: Gögn eru enn í vinnslu og á eftir að vinna betur úr þeim. Upplýsingar um sjúklinga sem voru greindir á árunum 1982-2013 voru fengin úr gagnreyndum sænskum gagnagrunnum. Alls fengust uppslýsingar um 18.795 sjúklinga og 53.279 viðmið. Notast var við lýsandi tölfræði og lifunargreiningu (m.a. multistate Cox líkan).

Niðurstöður: Innlagnir vegna alvarlegra bakteríusýkinga á 100 persónuárum voru 9.0 hjá sjúklingum með langvinnt eitilfrumuhvítblæði miðað við 2,3 í viðmiðum. Mestur hlutfallslegur munur var í innlögnum vegna sýklasóttar (3,5 á móti við 0,6 sýkingar á 100 persónuár) og lungnabólgu (3,7 á móti við 0,6). Sýkingar jukust marktækt hjá sjúklingum samanborið við viðmið strax 6 mánuðum fyrir greiningu og hélst út rannsóknartímabilið (10 ár eftir greiningu). Tíðni sýkinga hefur verið að aukast undanfarna áratugi en lifun sjúklinga sem fengu alvarlega sýkingu batnaði eftir því sem sjúklingar greindust seinna á rannsóknartímabilinu (áhættuhlutfall 0.64, öryggisbil 0,62-0,72, þegar sjúklingar greindir 2003-2013 eru bornir saman við sjúklinga greinda 1993-2002).

Ályktun: Fyrstu niðurstöður þessarar lýðgrunduðu rannsóknar styðja það að sjúklingar með langvinnt eitilfrumukrabbamein séu útsettir fyrir alvarlegum bakteríusýkingum. Tíðni alvarlegra bakteríusýkinga hefur aukist með árunum en lifun sjúklinga sem fá alvarlega sýkingu hefur batnað. Næstu rannsóknir gætu metið undirflokka sýkinga, sérstaklega þegar gagnagrunnar verða einnig komnir með upplýsingar um krabbameinslyfjameðferð hvers sjúklings.


45. Inngjöf neyðarblóðs á bráðamóttöku Landspítala

Yousef Ingi Tamimi1, Sólrún Rúnarsdóttir2, Jón Magnús Kristjánsson2, Guðrún Svansdóttir4, Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir1,3, Anna Margrét Halldórsdóttir4


1Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 2flæðisviði Landspítala, 3rannsóknastofu Landspítala og Háskóla Íslands í bráðafræðum, 4Blóðbankanum, Landspítala

yousefinta@gmail.com

Bakgrunnur: Skráningu á inngjöf neyðarblóðseininga á bráðamóttöku Landspítala hefur verið ábótavant og afdrif um 20% neyðarblóðseininga því óþekkt. Neyðarblóð, O RhD neg rauðkornaþykkni, er takmörkuð auðlind og því er mikilvægt að neyðarblóð sé notað á markvissan hátt og aðeins þegar viðeigandi ábendingar eru fyrir hendi.

Markmið: Að skoða hvernig notkun neyðarblóðs er háttað á bráðamóttöku Landspítalans en slík athugun hefur ekki verið gerð hér á landi áður.

Aðferð: Rannsóknin var framskyggn, lýsandi gagnaöflun um sjúklinga sem komu á bráðamóttöku Landspítala og fengu neyðarblóð á tímabilinu 1. janúar 2017 til 31. desember 2018. Upplýsingar um neyðarblóðsþega á tímabilinu voru skráðar jafnóðum á sérútbúin eyðublöð. Öðrum gögnum var safnað afturvirkt úr rafrænni sjúkraskrá Landspítalans.

Niðurstöður: Upplýsingar um inngjöf neyðarblóðs bárust fyrir 92 neyðarblóðstilfelli á tímabilinu, eða alls 184 neyðarblóðseiningar. Karlar voru 57,6% (n=53) neyðarblóðsþega, meðalaldur var 58,2 ár og erlendir ferðamenn voru 13,0% (n=12). Algengustu ábendingarnar fyrir blóðgjöf voru fjöláverkar, 38,0% (N=35) og efri/neðri meltingarvegsblæðingar, 34,8% (N=32). Rof á ósæðargúl/ósæðarflysjun var ábending í 6.5% tilvika (N=6) og blæðingar frá kvenlífærum í 2,2% tilvika (n=2). Helstu afdrif sjúklinga voru innlögn á gjörgæslu (45,7%), á almenna legudeild (20,7%) eða tafarlaus skurðaðgerð (23,9%). Meðaldvalartími á bráðamóttöku var tæpar 5 klst og meðallegutími var 13 dagar. Alls létust 23,9% neyðarblóðsþega á bráðamóttöku eða í legu, að meðaltali 5,5 dögum eftir komu á bráðamóttöku (miðgildi 2 dagar, spönn 10 mín - 20 dagar). Í 73,9% tilvika fengu sjúklingar frekari blóðhlutainngjafir í framhaldinu. Í 91,3% tilvika var blóðhagur pantaður í kringum inngjöf en meðalblóðrauðagildi fyrir og eftir blóðgjöf voru 99 og 108 g/l. Meðalslagbilsblóðþrýstingur fyrir inngjöf var 105 mmHg. Verklagi fyrir lífsmarkamælingar við blóðinngjöf var fylgt í 14,1% tilvika samkvæmt skráningu í Sögu.

Ályktanir: Algengustu ástæður fyrir notkun neyðarblóðs á bráðamóttöku voru áverkar og meltingarvegsblæðingar og um fjórðungur blóðþega lést í legu. Flestir fengu frekari blóðhlutainngjafir í innlögn. Um það bil einn af hverjum átta neyðarblóðsþegum var erlendur ferðamaður. Skráning lífsmarka í kringum inngjöf var ekki í samræmi við verklag Landspítala.


46. Genome scale metabolic differences in differentiating mesenchymal stem cells

Þóra B. Sigmarsdóttir1, Sarah McGarrity1,2 Davíð I. Snorrason1, Óttar Rolfsson2,

Ólafur E. Sigurjónsson1,3

1School of Science, and Engineering, Reykjavik University, 2Center for systems biology, University of Iceland, 3The Blood bank, Landspítali the National University Hospital of Iceland

oes@landspitali.is

Introduction: Transplant of cells derived from mesenchymal stem cells to treat diseases such as osteoporosis is tantalisingly close. It has been shown that mesenchymal stem cell osteogenic differentiation is accompanied by metabolic shifts, especially the utilisation of glucose.

Aims: In order to better understand this process and expand the knowledge of other metabolic pathways that interact with stem cell fate the aim of this project is to build a constraint based metabolic models to integrate transcriptomic and metabolomics data.

Methods: Publically available transcriptomic data and new glucose, lactate, glutamine and glutamate measurements were combined in the CobraToolbox. This created initial models of the first stages of expansion and osteogenic differentiation. The measurements of key metabolites during expansion and osteogenic and adipogenic differentiation have also been analysed to identify the metabolic stages to differentiation.

Results: The models were able to recreate known metabolic features of mesenchymal stem cells during expansion, adipogenesis and osteogenesis. These include relative levels of oxidative phosphorylation to glycolysis and production of kynurenine from tryptophan. These models also suggest glycan production as well as more central metabolism as areas key to the shift from expansion to osteogenic differentiation. The results of the key metabolite analysis indicate that there are 4 changes to metabolism that occur during osteogenesis.

Conclusions: Genome scale metabolic modelling combines multiple types of omics data in order to better understand a biological system. This data set suggests ways to optimise osteogenic differentiation by manipulating metabolism, for example tryptophan utilisation.


47. Using measurements of key metabolites to define metabolic stages during osteogenic differentiation of Mesenchymal stromal cells.

Þóra B. Sigmarsdóttir1, Sarah McGarrity1,2, Óttar Rolfsson2, Ólafur E. Sigurjónsson1,3

1School of Science, and Engineering, Reykjavik University, 2Center for systems biology, University of Iceland, 3The Blood bank, Landspítali the University Hospital of Iceland

oes@landspitali.is

Introduction: Mesenchymal stromal cells (MSCs) are multipotent post-natal stem cells with applications in tissue engineering. The utility of MSCs arises from their trilineage differentiation ability to produce either osteoblasts, chondrocytes or adipocytes. Of particular interest is their osteogenic potential, due to the need for bone implants supporting healing after trauma or disease. MSC metabolism changes during osteogenesis accompanied by functional differences in cells over the course of this process. The temporal dynamics of these metabolic alterations are however not known but may be of importance to osteogenesis optimization.

Aims: Define important metabolites that are changing during osteogegnic differentiation

Methods: To determine the metabolism of osteogenesis, we have measured five key metabolites; glucose, lactate, glutamine, glutamate, and ammonia, throughout the process of osteogenesis in 6 donors.

Results: These measurements classified the process of osteogenic differentiation into five metabolic stages as defined by changes in metabolite uptake and secretion rates of the measured metabolites in cell culture media.

Conclusions: The metabolic changes that make up these stages fit well with previously described differences between undifferentiated and osteogenically differentiated MSCs and reflect changes in metabolic pathway activity during osteogenesis. The proposed metabolic stages provide a framework for future investigations into how metabolism enables or restricts osteogenic differentiation. They will also allow help to identify relevant biomarkers for the progression of osteogenic differentiation of MSCs.


48. Sarkmein í legi á Íslandi

Þórey Bergsdóttir1, Anna Margrét Jónsdóttir2, Þóra Steingrímsdóttir1,3, Ásgeir Thoroddsen3

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2meinafræðideild, 3kvennadeild Landspítala

thoreybergs@gmail.com

Inngangur: Sarkmein eru sjaldgæf gerð krabbameina í bandvef, beinum og vöðvum og eru um 1-2% allra illkynja æxla á Íslandi. Sarkmein í legi eru upprunnin í vöðvalagi legsins og bandvefshluta legslímunnar og greinast helst meðal eldri kvenna. Sarkmein geta haft sama útlit og valdið sömu einkennum og góðkynja vöðvahnútar (leiomyoma, myoma, fibroid) í legi sem eru algengasta orsök fyrirferðar í legi.

Markmið: Litlar upplýsingar liggja fyrir um algengi, einkenni, meingerð, meðferð og horfur þeirra sjúklinga sem greinast hér á landi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að fá yfirsýn yfir sjúkdóminn á Íslandi.

Aðferðir: Rannsóknin var aftursýn og náði til allra kvenna sem greindust með sarkmein í legi á Íslandi á 60 ára tímabili (1958-2017). Gögn voru fengin frá Krabbameinsskrá og Landspítala. Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkraskrám, aðgerðarlýsingum, meinafræði- og myndrannsóknum þeirra kvenna sem greindust á seinni 30 árum rannsóknartímabilisins, 1988-2017. Notast var við lýsandi tölfræði.

Niðurstöður: Alls greindust 69 konur með sarkmein í legi á rannsóknartímabilinu. Aldursstaðlað nýgengi reyndist vera 0,8 kona á ári/100.000 konur en meðalaldur við greiningu var 56,1 ár. Sléttvöðvasarkmein (leiomyosarcoma) var algengasta meingerðin (63,8%). Flestar konur greindust á FIGO stigi IB (71,4%). Algengasta meðferð var aðgerð með brottnámi legs (92,7%) en af þeim voru 91,7% voru með hreinar skurðbrúnir. Í 45,2% tilvika var talið að um góðkynja vöðvahnút væri að ræða þegar skurðaðgerð var gerð. Af þeim konum sem gengust undir aðgerð fóru 18,2% einnig í krabbameinslyfjameðferð. Hærri stigun við greiningu var tengd verri horfum en 5 ára lifun á öllu rannsóknartímabilinu var 26,5%.

Ályktun: Með þessari rannsókn fékkst yfirsýn yfir þennan sjaldgæfa en alvarlega sjúkdóm hér á landi síðastliðin 60 ár. Nýgengi, meingerð, stigun við greiningu og horfur eru sambærilegar og í nágrannalöndunum. Sarkmein eru mikilvæg mismunagreining þegar meintir vöðvahnútar í legi eru metnir en í tæplega helmingi tilfella var talið að um góðkynja vöðvahnúta væri að ræða áður en aðgerð var framkvæmd. Þessar niðurstöður undirstrika takmarkanir klínískrar skoðunar og hefðbundinna rannsókna við greiningu þessa sjúkdóms.


49. Geta gen spáð fyrir um geðlægð hjá börnum og unglingum?

Þórhildur Halldórsdóttir1, Charlotte Piechaczek2, Ana Paula Soares de Matos3, Major Depressive Disorder Working Group of the Psychiatric Genomics Consortium, Katri Räikkönen4, Eiríkur Örn Arnarson5, W. Edward Craighead6, Gerd Schulte-Körne2, Elisabeth B. Binder6,7

1 Centre of Public Health Sciences, Faculty of Medicine, University of Iceland,2University Hospital, LMU, Munich, Germany,3Faculty of Psychology and Educational Sciences of the University of Coimbra, Coimbra, Portugal,4Department of Psychology and Logopedics, University of Helsinki, Helsinki, Finland, 5Landspitali-University Hospital, University of Iceland, Faculty of Medicine, School of Health Sciences, 6Emory University School of Medicine, 7Max Planck Institute of Psychiatry

Inngangur: Margir upplifa geðlægð í fyrsta skipti á unglingsárunum. Því er mikilvægt að kortleggja einstaklinga í áhættuhópi fyrir geðlægð snemma á lífsleið til hægt sé að fyrirbyggja þessa alvarlegu röskun.

Markmið: Athuga hvort að gen sem hafa verið bendluð við geðlægð hjá fullorðnum geti spáð fyrir um greiningu geðlgæðar og -einkenni hennar hjá ungmennum.

Aðferðir: Notast var við klínískt úrtak 466 ungmenna með og án greiningar á geðlægð (meðalaldur 14,7 ár, 68% stúlkur). Auk þess voru tvö úrtök með mismikil einkenni geðlægðar. Í fyrra úrtakinu voru 1,450 unglingar (meðalaldur 13,9 ár, 63% stúlkur) sem lögðu eigið mat á einkenni geðlægðar og var 694 þeirra fylgt eftir í tvö ár og einkenni geðlægð metin á 6 mánaða fresti. Í síðara úrtakinu voru 317 börn og höfðu foreldrar metið einkenni geðlægar þeirra þegar þau voru 8 og 11 ára gömul. Fjölgenaáhættuþáttur (polygenic risk score) samanstóð af nýjum niðurstöðum víðtækrar erfðamengisleitar (genome-wide association study) á geðlægð meðal fullorðinna (Wray et al., 2018).

Niðurstöður: Í klíníska úrtakinu spáði fjölgenaáhættuþátturinn fyrir um greiningu geðlægðar (OR=1,560[95% CI 1,230-1,980], pFDR=0,001), alvarleika eikenna hennar (β=0,177, se=0,069, pFDR=0,010) og aldur við upphafsgreiningu (β= -0,375, se=0,160, pFDR=0,036). Hjá unglingunum í samanburðarúrtakinu spáði erfðafræðilegi áhættuþátturinn fyrir um einkenni geðlægðar (β=0,557,se=0,200, pFDR=0,012) og fylgdi hærri fjölgenaáhættuþáttur hærra mati á einkennum geðlægðar. Einnig spáði fjölgenaáhættuþáttur framsýnt um hvaða unglingar væru í meiri áhættu um veruleg einkenni geðlægðar á tveggja ára tímabil (HR=1,202[95% CI 1,045–1,383], pFDR=0,020). Niðurstöður í síðari samanburðarúrtakinu þar sem foreldara mátu einkenni geðlægðar voru sambærilegar og meiri bæði við 8 og 11 ára aldur (p=0,001) hjá börnum með hærri fjölgenaáhættuþátt

Ályktun: Umræddur erfðafræðilegur áhættuþáttur spáði hvoru tveggja fyrir um geðlægð og einkenni geðlægðar og gæti því gagnast við skimun geðlægðar þegar í æsku.


50. Vægur bráður nýrnaskaði í kjölfar skurðaðgerðar: tengsl við langvinnan nýrnasjúkdóm og langtímalifun


Þórir E. Long1,2, Daði Helgason1.2, Sólveig Helgadóttir3, Runólfur Pálsson1,2,4, Gísli H. Sigurðsson1,5, Martin I. Sigurðsson1,5, Ólafur S. Indriðason2,4

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2lyflækningasviði, 3Department of Anesthesia and Intensive Care, Akademiska University Hospital, Uppsala, Sweden, 4nýrnalækningaeiningu,5svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala

thorirein@gmail.com

Inngangur: Kreatínín hækkun í sermi (S-Kr) um 26,5μmól/L á 48 klst hefur verið tengd verri skammtímahorfum og er hluti núverandi skilgreiningar á bráðum nýrnaskaða (BNS), en lítið er vitað um áhrif þessa á langtímaútkomu.

Markmið: Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga langtímahorfur einstaklinga með vægan BNS í kjölfar skurðaðgerða.

Aðferðir: Allir einstaklingar yfir 18 ára sem undirgengust kviðarhols-, brjósthols-, bæklunar- eða æðaskurðaðgerð á Landspítala á árunum 1998-2015 voru metnir með tilliti til BNS. Gögn fengin úr rafrænum kerfum Landspítala. Vægur bráður nýrnaskaði skilgreindur samkvæmt KDIGO skilmerkjum sem S-Kr hækkun um 26,5μmól/L á 48 klst sem nær ekki hækkun um 1,5 x grunngildi á 7 dögum. Einstaklingar með vægan BNS voru bornir saman við paraðan viðmiðunarhóp (1:1) með áhættuskori.

Niðurstöður: Alls voru 47333 aðgerðir þar sem kreatínín var mælt fyrir og eftir aðgerð. Alls voru 3516 (7,4%) með BNS, af þeim 1161 (2,4%) með vægan og 2355 (5,0%) með alvarlegri BNS. Einstaklingar með vægan BNS höfðu fleiri fylgisjúkdóma og höfðu lægri reiknaðan gaukulsíunarhraða (rGSH) fyrir aðgerð 51 (34-67) á móti 66 (48-84) mL/mín/1.73 m2, (p<0,001). Einstaklingar með vægan BNS voru líklegri til að þróa með sér og fá versnun á undirliggjandi langvinnum nýrnasjúkdómi en samanburðarhópur (p<0,001). Eftir að snemmkomin dauðsföll (innan 30 daga) voru útilokuð hafði vægur BNS ekki tengsl við verri 1-árs lifun eftir aðgerð meðal sjúklinga með eðlilega nýrnastarfsemi (94% og 94%, p=0,660), né skerta nýrnastarfsemi (83% og 82%, p=0,870).

Ályktun: Vægur BNS eftir skurðaðgerð virðist hafa tengsl við þróun og versnun á langvinnum nýrnasjúkdómi, hinsvegar er 1-árs lifun einstaklinga sambærileg óháð fyrri nýrnastarfsemi.




Þetta vefsvæði byggir á Eplica