09. tbl. 104. árg. 2018

Umræða og fréttir

50 ár frá útskrift

              
               Mynd tekin í júlí 2018. Hópurinn samankominn, frá vinstri: Sigurður Björnsson, Guðni Þorsteinsson,
               Davíð Gíslason, Gunnar Sigurðsson, Guðrún Agnarsdóttir, Atli Dagbjartsson, Snorri Þorgeirsson og
               Ársæll Jónsson. Mynd: Gyða Magnúsdóttir.

                                          
                                                             
Mynd frá febrúar 1968 (Guðrún Agnarsdóttir).

Ársæll Jónsson

Í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá því að hópurinn á meðfylgjandi myndum útskrifaðist frá læknadeild Háskóla Íslands hittust þau á ný í sumarbústað í Úthlíð í Biskupstungum.

Eftir kandídatsár á Íslandi fóru þessir kandídatar allir til framhaldsnáms, ýmist til Svíþjóðar, Bretlands eða Bandaríkjanna. Þeir völdu sér barnalækningar, öldrunarlækningar, ónæmislækningar, endurhæfingarlækningar, efnaskiptalækningar, krabbameinslækningar, veirurannsóknir og lyfjarannsóknir. Flestir komu heim til starfa en tveir ílentust í Bandaríkjunum. Tveir eru enn starfandi á Íslandi og þurftu þeir nýlega að standast próf á vitræna getu til að endurnýja starfsleyfi sitt. Þeir stóðust báðir með prýði.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica