04. tbl. 104. árg. 2018

Umræða og fréttir

Flugukast - námskeið

 

                                    

Nokkrir læknar lögðu leið sína á námskeið í Egilshöll um daginn til að undirbúa sumarið og æfa sig í flugukasti. Aðalkennari á námskeiðinu var Jónas Magnússon sem kominn var frá Bandaríkjunum til að sýna fólki réttu handbrögðin, ekki með skurðhnífinn á lofti heldur með flugukaststöngina. Og virtist hvorki kennara né nemendum leiðast þegar Læknablaðið renndi við til skoða þessa kennslu. Hinu hundrað ára gamla Læknafélagi er ekkert óviðkomandi og flugu-kast er þar ekki undanskilið. Einn meginboðskapur kennarans var þessi: Ekki nota alltof mikið afl við flugukast. Það eina sem þarf að gera er að sveigja stöngina, sem síðan kastar línunni. – Myndirnar voru teknar á námskeiðinu í Egilshöll.

                                         
                                          Jónas að kenna Gunnari Bjarna Ragnarssyni krabbameinslækni réttu
                                          handbrögðin og hugarfarið.

 



Þetta vefsvæði byggir á Eplica