12. tbl. 103. árg. 2017

Ritstjórnargreinar

Rannsóknir í læknisfræði, traust og fagmennska


Ritstjórn

Við þurfum að draga lærdóm af niðurstöðum plastbarkaskýrslunnar og styrkja jafnframt þá umgjörð, samtal og aðstöðu sem læknum og sjúklingum er búin til vísindarannsókna hér á landi. - Að sumu leyti varpar skýrslan ljósi á veikleika hins fámenna íslenska heilbrigðiskerfis, þar sem sérþekkingu skortir á vissum sviðum og læknar þurfa að reiða sig á tengsl við erlenda sérfræðinga og stofnanir og treysta ráðleggingum þaðan. Í fullkomnu kerfi á hins vegar ekki að skipta máli hver er á vakt, skjólstæðingar heilbrigðiskerfisins geta gengið að góðri þjónustu vísri.

Vaxtarverkir stafrænnar tæknibyltingar


Björn Hjálmarsson

Við þurfum að læra að umgangast hina stafrænu byltingu af hófstillingu og skynsemi. Yfirdrifinn rafrænn skjátími er nýtt lýðheilsuvandamál. Mikil þörf er á markvissri fræðslu til foreldra svo þeir setji börnum sínum hæfileg mörk varðandi notkun rafrænna skjátækja. Skerpa þarf á alþjóðlegum öryggisstöðlum gagnvart þráðlausri örbylgjugeislun.  

Fræðigreinar




Þetta vefsvæði byggir á Eplica