04. tbl. 102. árg. 2016

Umræða og fréttir

Frá öldungadeild LÍ. Kandídatar og kennarar vorið 1962. Páll Ásmundsson

Hinn 7. júní 1962 luku 10 læknanemar embættisprófi frá læknadeild Háskóla Íslands. Af því tilefni voru þeir boðaðir til athafnar í kennslustofu Landspítalans og fengu þar afhent prófskírteini sín úr hendi Kristins Stefánssonar forseta læknadeildar. Nokkrir lærifeður voru þarna viðstaddir og var öllum stillt upp til myndatöku.

Sitjandi eru kennararnir og er kennslugrein sett á eftir hverju nafni. Frá vinstri: Kristbjörn Tryggvason (1909-1983) barnalækningar, Hjalti Þórarinsson (1920-2008) handlækningar, Níels Dungal (1897-1965) prófessor í meinafræði, Kristinn Stefánsson (1903-1967) prófessor í lyfjafræði, Guðmundur Thoroddsen (1887-1968) prófdómari, fv. prófessor í handlæknisfræði, Snorri Hallgrímsson (1912-1973) prófessor í handlæknisfræði, Ívar Daníelsson lyfjagerð.

Standandi eru kandídatarnir og er framtíðarsérgrein hvers þeirra aftan við nafnið. Frá vinstri: Páll Ásmundsson alm. lyflæknir og nýrnalæknir, Sverrir Georgsson þvagfæraskurðlæknir, Jóhannes Bergsveinsson geðlæknir, Egill Jacobsen (d. 2010) þvagfæraskurðlæknir, Guðjón Sigurbjörnsson svæfingalæknir, Inger Idsøe lyflæknir og öldrunarlæknir, Ólafur Gunnlaugsson (d. 2007) alm. lyflæknir og meltingarlæknir, Ólafur Jónsson svæfingalæknir, Halldór Halldórsson lyflæknir og öldrunarlæknir, Leifur Jónsson alm. skurðlæknir og lýtalæknir.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica